Þúsundir flýja eldgos í Austur-Kongó Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 23. maí 2021 09:02 Himininn yfir Goma er rauður vegna eldgossins. EPA-EFE/HUGH KINSELLA CUNNINGHAM Þúsundir hafa þurft að yfirgefa heimili sín í Austur-Kongó eftir að eldgos byrjaði í Nyiragongo fjalli. Gosið er mjög kraftmikið og lýstu hrauntungurnar upp himininn fyrir ofan bæinn Goma í nótt. Mikið hraun rennur úr fjallinu og rann það alveg að flugvellinum í borginni, þar sem meira en tvær milljónir búa, í nótt. Fjallið er staðsett um tíu kílómetrum utan Goma. Þúsundir hafa flúið borgina, margir með sínar helstu eigur á bakinu.EPA-EFE/HUGH KINSELLA CUNNINGHAM Síðast þegar fjallið gaust árið 2002 fórust 250 og meira en 120 þúsund misstu heimili sín. Snemma í morgun höfðu þúsundir yfirgefið heimili sín og stefna margir nú í átt að landamærunum að Rúanda. Aðrir héldu upp í fjöllin vestur af borginni. Yfirvöld gáfu ekki út neyðartilkynningu fyrr en nokkrum klukkutímum eftir að gosið hófst en margir höfðu þá þegar flúið heimili sín, margir hverjir með búslóðina á bakinu. Að sögn yfirvalda í Rúanda hafa nú um þrjú þúsund íbúar Goma farið yfir landamærin. Landið mun bregðast við neyð fólksins og skjóta yfir það þaki í skólum og bænastöðum. Activité volcanique aux alentours de Goma: la MONUSCO fait des vols de reconnaissance. La lave ne semble pas se diriger vers la ville de Goma. Nous restons en alerte. pic.twitter.com/JQmz7v16Ne— MONUSCO (@MONUSCO) May 22, 2021 Stór hluti Goma varð rafmagnslaus og vegur sem liggur frá Goma til borgarinnar Beni varð hrauninu fljótt að bráð. Þá hafa jarðskjálftar mælst á svæðinu í nótt. Fjallið gaus síðast árið 2002 en þá fórust 250.EPA-EFE/HUGH KINSELLA CUNNINGHAM Austur-Kongó Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Lífið gjörbreytt Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Hlaup hafið í Skaftá Innlent Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Innlent Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Erlent Fleiri fréttir Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Sjá meira
Mikið hraun rennur úr fjallinu og rann það alveg að flugvellinum í borginni, þar sem meira en tvær milljónir búa, í nótt. Fjallið er staðsett um tíu kílómetrum utan Goma. Þúsundir hafa flúið borgina, margir með sínar helstu eigur á bakinu.EPA-EFE/HUGH KINSELLA CUNNINGHAM Síðast þegar fjallið gaust árið 2002 fórust 250 og meira en 120 þúsund misstu heimili sín. Snemma í morgun höfðu þúsundir yfirgefið heimili sín og stefna margir nú í átt að landamærunum að Rúanda. Aðrir héldu upp í fjöllin vestur af borginni. Yfirvöld gáfu ekki út neyðartilkynningu fyrr en nokkrum klukkutímum eftir að gosið hófst en margir höfðu þá þegar flúið heimili sín, margir hverjir með búslóðina á bakinu. Að sögn yfirvalda í Rúanda hafa nú um þrjú þúsund íbúar Goma farið yfir landamærin. Landið mun bregðast við neyð fólksins og skjóta yfir það þaki í skólum og bænastöðum. Activité volcanique aux alentours de Goma: la MONUSCO fait des vols de reconnaissance. La lave ne semble pas se diriger vers la ville de Goma. Nous restons en alerte. pic.twitter.com/JQmz7v16Ne— MONUSCO (@MONUSCO) May 22, 2021 Stór hluti Goma varð rafmagnslaus og vegur sem liggur frá Goma til borgarinnar Beni varð hrauninu fljótt að bráð. Þá hafa jarðskjálftar mælst á svæðinu í nótt. Fjallið gaus síðast árið 2002 en þá fórust 250.EPA-EFE/HUGH KINSELLA CUNNINGHAM
Austur-Kongó Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Lífið gjörbreytt Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Hlaup hafið í Skaftá Innlent Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Innlent Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Erlent Fleiri fréttir Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Sjá meira