Enski boltinn

Full­yrða að Hender­son verði í enska EM-hópnum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Jordan Henderson er að jafna sig af meiðslunum og verður klár í slaginn í sumar.
Jordan Henderson er að jafna sig af meiðslunum og verður klár í slaginn í sumar. EPA-EFE/Laurence Griffiths

Jordan Henderson, fyrirliði Liverpool, verður í enska landsliðshópnum sem verður tilkynntur á þriðjudaginn en enskir leika á heimavelli á EM í sumar.

Southgate mun útnefna 26 leikmenn á þriðjudaginn og þar verður Henderson í hópnum en hann hefur ekki leikið síðan í grannaslagnum gegn Everton í febrúarmánuði.

Hann þurfti að fara undir hnífinn vegna nárameiðsla en Mirror hefur það samkvæmt heimildum sínum að Henderson verði klár í slaginn.

Southgate á að hafa sent tvo sjúkraþjálfara til að taka stöðuna á Henderson í síðustu viku, á æfingasvæði Liverpool í Kirkby, og útkoman hafi verið góð.

Henderson var í leikmannahópi Liverpool í dag sem vann 2-0 sigur á Crystal Palace og tryggði sér þar af leiðandi sæti í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð.

Þetta eru góðar fréttir fyrir enska landsliðið en það eru ekki bara góðar fréttir fyrir Southgate því enn er óvíst hvort að Harry Maguire verði klár í slaginn.

Hann meiddist í leik gegn Aston Villa á dögunum og fyrirliði Man. United er tæpur. Hann missti af leiknum gegn Wolves í dag og væntanlega líka úrslitaleiknum gegn Villareal á fimmtudag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×