Enski boltinn

Töpuðu ekki leik á úti­velli: Einungis fjórða liðið í sögunni

Anton Ingi Leifsson skrifar
Ole gerði góða hluti með United á leiktíðinni, á útivelli að minnsta kosti.
Ole gerði góða hluti með United á leiktíðinni, á útivelli að minnsta kosti. Rui Vierira/Getty

Manchester United vann 2-1 sigur á Wolves í síðustu umferð leiktíðarinnar í ensku úrvalsdeildinni en United stillti upp varaliði.

United spilar úrslitaleik við Villareal í Evrópudeildinni á fimmtudag og því nýtti Ole Gunnar Solskjær tækifærið og hreyfði vel við United-liðinu.

Það kom þó ekki að sök og unnu United leikinn en það sem meira er; þá töpuðu þeir ekki leik á útivelli allt tímabilið.

Þeir unnu tólf af útileikjum sínum og gerðu jafntefli í hinum sjö en þeir eru fyrsta liðið síðan Arsenal 2003/2004 til að gera slíkt.

Arsenal tímabilið 2001/2002 tapaði heldur ekki leik á útivelli og sömu sögu má segja af Preston North End tímabilið 1888/1889.

Þetta skilaði United í 2. sæti deildarinnar en þeir enduðu með 74 stig, tólf stigum minna en grannar sínir í City sem urðu enskir meistarar.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×