Við hvað geta allir unnið? eða Hvar nýtist allt nám? Anna Sif Jónsdóttir skrifar 25. maí 2021 11:30 Það er áhugavert að velta fyrir sér hvernig nám og reynsla nýtist á mismunandi máta. Sum störf eru þannig að þú þarft að klára ákveðið nám til að geta sinnt starfinu, ég væri til dæmis ekki til í að fara til tannlæknis sem hefði klárað bókmenntafræðina! Önnur störf eru hins vegar þess eðlis að margs konar nám nýtist í starfinu og í sumum störfum er fjölbreyttur bakgrunnur mikill kostur. Innan einnar starfsstéttar má finna fólk sem menntað er sem verkfræðingar, stjórnmálafræðingar, viðskiptafræðingar og tölvunarfræðingar auk þess sem lögfræðimenntað fólk vinnur innan starfstéttarinnar. Ýmiss konar annað nám nýtist einnig innan starfsstéttarinnar, háskólanám í japönsku og sagnfræði getur komið sér vel auk kerfisstjóranáms, sálfræðináms og náms í alþjóðasamskiptum. Margir innan stéttarinnar hafa ekki látið sér grunnnám í háskóla nægja heldur einnig nælt sér í mastersgráður ýmiss konar. Nokkrir hafa lokið mastersnámi í stjórnsýslufræði og einhverjir verkefnastjórnun auk þess sem margir hafa klárað viðskiptatengt mastersnám, til dæmis í fjárfestingastjórnun, alþjóðaviðskiptum, fjármálum auk MBA náms. Í stéttinni má líka finna einstakling með mastersnám í stjórnun og rekstri félagasamtaka. Nú eru örugglega flestir komnir með þetta á hreint, ég hlýt að vera að fjalla um kennarastéttina enda getur kennsla verið á mörgum skólastigum og tengist, eðli málsins samkvæmt, öllum fögum. Svo er hins vegar ekki, þessi stétt er mun fámennari en fagfélag hennar telur innan við 100 manns. Auk breiðs grunns í námi hafa margir innan stéttarinnar náð sér í alls konar vottanir, löggildingar og faggildingar. Innan stéttarinnar má finna verðbréfamiðlara, viðurkennda stjórnarmenn, verkefnastjórnunargráður auk þess sem finna má löggilta (þó ekki löggilda) endurskoðendur innan stéttarinnar. Að því er ég best veit er ekki löggiltur skjalaþýðandi innan stéttarinnar en það hreinlega hlýtur að standa til bóta. Nám er eitt og reynsla er annað, innan stéttarinnar er greinilega fjölbreyttur hópur með alls konar nám að baki en nú er spurning hvaða reynslu þessi hópur hefur, hvað ætli fólkið í þessari stétt hafi verið að gera í sínum fyrri störfum? Í ljós hefur komið að fyrri störf þessarar stéttar eru ansi fjölbreytt, starf í utanríkisþjónustu, hjá olíufélagi og flugfélagi eru á blaði og einnig störf hjá eftirlitsgeirum eins og fjármálaeftirliti, tölvuendurskoðun, á endurskoðunarstofu auk starfa við hulduheimsóknir í þjónustufyrirtæki. Verslunarstörf koma við sögu, tískuverslanir, vörukynningar í matvöruverslunum auk þess sem einn innan stéttar var verslunarstjóri í videóleigu þar sem VHS spólur runnu út á tvennutilboði. Ritstjórn og blaðamennska er í reynslubanka stéttarinnar auk lögfræðistarfa og, eins og í öllum góðum starfsstéttum, þá er reynsla frá geðdeild kostur. Það hafa ekki allar stéttir innan sinna vébanda aðila sem hefur verið framkvæmdastjóri Landsambands ungmennafélaga eða verið rannsóknamaður á Hafrannsóknastofnun en þessi reynsla er til staðar innan stéttarinnar. Við erum semsagt að tala um stétt þar sem saman er komið alls konar fólk með alls konar menntun og alls konar bakgrunn en þessi stétt er innri endurskoðendur. Þýðir það ekki að þessi stétt vinnur verkefni sín með mismunandi og alls konar hætti? Svo er ekki því vinnu innri endurskoðenda er settur rammi í hugmyndafræði og fagstöðlum. Þannig verða verkefni og vinnubrögð stéttarinnar samræmd auk þess sem margir sem vinna við innri endurskoðun hafa aflað sér alþjóðlegar faggildingar sem innri endurskoðendur. Á þennan máta eru gæði vinnu stéttarinnar tryggð í gegnum verklag sem allir innan stéttar tileinka sér. Stéttin er einnig ein af fáum fagstéttum sem þarf að sinna endurmenntun árlega svo innri endurskoðendur séu ávallt með á nótunum hvað varðar strauma og stefnur í faginu. Innri endurskoðunardagurinn verður haldinn þann 28. apríl næstkomandi. Dagurinn verður haldinn í formi fjarráðstefnu vegna gildandi samkomutakmarkanna. Nánari upplýsingar um dagskrá ráðstefnunnar og skráningarform má finna á vefsíðu Félags Innri endurskoðenda www.fie.is. Höfundur er innri endurskoðandi Kviku banka, er með BA próf í sagnfræði, cand oecon í viðskiptafræði, löggiltur endurskoðandi og með próf í verðbréfamiðlun. Áframhaldandi nám er á döfinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinnumarkaður Mest lesið Skilum skömminni Elín Birna Olsen Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson Skoðun Halldór 23.11.2024 Halldór Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson Skoðun Skoðun Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson skrifar Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason skrifar Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson skrifar Skoðun Skapandi skattur og skapandi fólk Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson skrifar Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Það er áhugavert að velta fyrir sér hvernig nám og reynsla nýtist á mismunandi máta. Sum störf eru þannig að þú þarft að klára ákveðið nám til að geta sinnt starfinu, ég væri til dæmis ekki til í að fara til tannlæknis sem hefði klárað bókmenntafræðina! Önnur störf eru hins vegar þess eðlis að margs konar nám nýtist í starfinu og í sumum störfum er fjölbreyttur bakgrunnur mikill kostur. Innan einnar starfsstéttar má finna fólk sem menntað er sem verkfræðingar, stjórnmálafræðingar, viðskiptafræðingar og tölvunarfræðingar auk þess sem lögfræðimenntað fólk vinnur innan starfstéttarinnar. Ýmiss konar annað nám nýtist einnig innan starfsstéttarinnar, háskólanám í japönsku og sagnfræði getur komið sér vel auk kerfisstjóranáms, sálfræðináms og náms í alþjóðasamskiptum. Margir innan stéttarinnar hafa ekki látið sér grunnnám í háskóla nægja heldur einnig nælt sér í mastersgráður ýmiss konar. Nokkrir hafa lokið mastersnámi í stjórnsýslufræði og einhverjir verkefnastjórnun auk þess sem margir hafa klárað viðskiptatengt mastersnám, til dæmis í fjárfestingastjórnun, alþjóðaviðskiptum, fjármálum auk MBA náms. Í stéttinni má líka finna einstakling með mastersnám í stjórnun og rekstri félagasamtaka. Nú eru örugglega flestir komnir með þetta á hreint, ég hlýt að vera að fjalla um kennarastéttina enda getur kennsla verið á mörgum skólastigum og tengist, eðli málsins samkvæmt, öllum fögum. Svo er hins vegar ekki, þessi stétt er mun fámennari en fagfélag hennar telur innan við 100 manns. Auk breiðs grunns í námi hafa margir innan stéttarinnar náð sér í alls konar vottanir, löggildingar og faggildingar. Innan stéttarinnar má finna verðbréfamiðlara, viðurkennda stjórnarmenn, verkefnastjórnunargráður auk þess sem finna má löggilta (þó ekki löggilda) endurskoðendur innan stéttarinnar. Að því er ég best veit er ekki löggiltur skjalaþýðandi innan stéttarinnar en það hreinlega hlýtur að standa til bóta. Nám er eitt og reynsla er annað, innan stéttarinnar er greinilega fjölbreyttur hópur með alls konar nám að baki en nú er spurning hvaða reynslu þessi hópur hefur, hvað ætli fólkið í þessari stétt hafi verið að gera í sínum fyrri störfum? Í ljós hefur komið að fyrri störf þessarar stéttar eru ansi fjölbreytt, starf í utanríkisþjónustu, hjá olíufélagi og flugfélagi eru á blaði og einnig störf hjá eftirlitsgeirum eins og fjármálaeftirliti, tölvuendurskoðun, á endurskoðunarstofu auk starfa við hulduheimsóknir í þjónustufyrirtæki. Verslunarstörf koma við sögu, tískuverslanir, vörukynningar í matvöruverslunum auk þess sem einn innan stéttar var verslunarstjóri í videóleigu þar sem VHS spólur runnu út á tvennutilboði. Ritstjórn og blaðamennska er í reynslubanka stéttarinnar auk lögfræðistarfa og, eins og í öllum góðum starfsstéttum, þá er reynsla frá geðdeild kostur. Það hafa ekki allar stéttir innan sinna vébanda aðila sem hefur verið framkvæmdastjóri Landsambands ungmennafélaga eða verið rannsóknamaður á Hafrannsóknastofnun en þessi reynsla er til staðar innan stéttarinnar. Við erum semsagt að tala um stétt þar sem saman er komið alls konar fólk með alls konar menntun og alls konar bakgrunn en þessi stétt er innri endurskoðendur. Þýðir það ekki að þessi stétt vinnur verkefni sín með mismunandi og alls konar hætti? Svo er ekki því vinnu innri endurskoðenda er settur rammi í hugmyndafræði og fagstöðlum. Þannig verða verkefni og vinnubrögð stéttarinnar samræmd auk þess sem margir sem vinna við innri endurskoðun hafa aflað sér alþjóðlegar faggildingar sem innri endurskoðendur. Á þennan máta eru gæði vinnu stéttarinnar tryggð í gegnum verklag sem allir innan stéttar tileinka sér. Stéttin er einnig ein af fáum fagstéttum sem þarf að sinna endurmenntun árlega svo innri endurskoðendur séu ávallt með á nótunum hvað varðar strauma og stefnur í faginu. Innri endurskoðunardagurinn verður haldinn þann 28. apríl næstkomandi. Dagurinn verður haldinn í formi fjarráðstefnu vegna gildandi samkomutakmarkanna. Nánari upplýsingar um dagskrá ráðstefnunnar og skráningarform má finna á vefsíðu Félags Innri endurskoðenda www.fie.is. Höfundur er innri endurskoðandi Kviku banka, er með BA próf í sagnfræði, cand oecon í viðskiptafræði, löggiltur endurskoðandi og með próf í verðbréfamiðlun. Áframhaldandi nám er á döfinni.
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar