Dallas óvænt komið í 2-0, Lakers jafnaði og Brooklyn burstaði Boston Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. maí 2021 07:30 Luka Doncic hefur verið geggjaður í fyrstu tveimur leikjunum á móti Los Angeles Clippers sem Dallas Mavericks hefur unnið báða á útivelli. AP/Marcio Jose Sanchez Dallas Mavericks er að byrja úrslitakeppnina í NBA frábærlega og er komið í 2-0 á móti Los Angeles Clippers eftir tvo útisigra í röð. Luka Doncic var stórkostlegur í nótt þegar Dallas Mavericks vann 127-121 sigur á Los Angeles Clippers en Mavericks liðið er flestum að óvörum búið að vinna tvo fyrstu leikina. Doncic var með 39 stig, 7 fráköst og 7 stoðsendingar í leiknum en hann fékk líka góðan stuðning frá Tim Hardaway Jr. sem skoraði 28 stig og hitti úr 6 af 8 þriggja stiga skotum sínum. Kristaps Porzingis skoraði 20 stig. 39 points for @luka7doncic.2-0 lead for @dallasmavs.Series shifts to Dallas on Friday at 9:30 PM ET on ESPN.. #NBAPlayoffs pic.twitter.com/n51k893CU8— NBA (@NBA) May 26, 2021 Doncic var með 31 stig og þrennu í fyrsta leiknu og nýtur sín augljóslega á stærsta sviðinu með samanlagt 70 stig, 17 fráköst og 18 stoðsendingar í þessum tveimur athyglisverðu sigrum á útivelli. Það dugði ekki Clippers liðinu að fá 41 stig frá Kawhi Leonard og 28 stig frá Paul George (12 fráköst, 6 stoðsendingar). Restin af byrjunarliðinu skoraði aðeins 14 stig samtals en Reggie Jackson var næststigahæstur með 15 stig inn af bekknum. All-around game from @AntDavis23 to lift the @Lakers in Game 2! #NBAPlayoffs 34 PTS 10 REB 7 AST 3 BLKGame 3 Thu, 10 PM ET, TNT pic.twitter.com/AjjYWd3WJd— NBA (@NBA) May 26, 2021 Anthony Davis var frábær þegar Los Angeles Lakers jafnaði einvígið á móti Phoenix Suns með 109-102 sigri. Davis var í vandræðum í fyrsta leiknum en kom sterkur til baka í nótt þar sem hann var með 34 stig, 10 fráköst og 7 stoðsendingar. Dennis Schroder var með 24 stig og LeBron James bætti við 23 stigum og 9 stoðsendingum. Sigur Lakers var nokkuð sannfærandi en liðið komst meðal annars í 63-48 í byrjun seinni hálfleiks. Suns liðið gafst þó ekki upp og var komið 88-86 yfir þegar sex mínútur voru eftir. Þeir réðu hins vegar ekki við Davis og James í lokin og Lakers vann mikilvægan sigur. Devin Booker var atkvæðamestur hjá Phoenix liðinu með 31 stig en hann hitti úr öllum sautján vítum sínum. Deandre Ayton var síðan með 22 stig og 10 fráköst. 26 points for @KDTrey5 8-12 shooting 4 blocks @BrooklynNets go up 2-0G3 - Fri, 8:30pm/et, ABC #NBAPlayoffs pic.twitter.com/nZNglFPLYb— NBA (@NBA) May 26, 2021 Boston Celtics ætlar ekki að vera mikil fyrirstaða fyrir Brooklyn Nets en Nets liðið vann annan leikinn 130-108 og er komið í 2-0 í einvíginu. Joe Harris minnti á sig og þá staðreynd að Brooklyn Nets liðið er ekki bara þessir stóru þrír. Harris skoraði sjö þriggja stiga körfur og alls 25 stig sem er það mesta sem hann hefur skorað í einum leik í úrslitakeppni á ferlinum. Kevin Durant var stigahæstur hjá Brooklyn með 26 stig, James Harden skoraði 20 stig og Kyrie Irving var með 15 stig. Allir voru þeir með á bilinu fimm til sjö stoðsendingar, Harden gaf sjö, Kyrie sex og Durant fimm. Marcus Smart skoraði 19 stig fyrir Boston og Kemba Walker var með 17 stig en Jayson Tatum skoraði bara 9 stig á 21 mínútu áður en hann fékk fingur í augað og spilaði ekki meira. Luka ERUPTS for 39 PTS as the @dallasmavs take a 2-0 series lead! Game 3 is Friday at 9:30 PM ET on ESPN.Tim Hardaway Jr.: 28 PTS, 6 3PMKristaps Porzingis: 20 PTS, 3 STLKawhi Leonard: 41 PTS pic.twitter.com/HOnS4pqHP6— NBA (@NBA) May 26, 2021 FINAL SCORE THREAD Kevin Durant does it on both ends as the @BrooklynNets go up 2-0! Game 3 is Friday at 8:30 PM ET on ABC.James Harden: 20 PTS, 7 ASTJoe Harris: 25 PTS, 7 3PM (#NBAPlayoffs career highs) pic.twitter.com/8tNhhZcQpX— NBA (@NBA) May 26, 2021 NBA Mest lesið „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Íslenski boltinn „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Körfubolti Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu Körfubolti Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Handbolti Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Handbolti Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða Íslenski boltinn Niðurbrotin Eygló keppir ekki á HM Sport Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Handbolti Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Elvar stigahæstur í fyrsta deildarleiknum með nýja liðinu Bikarmeistarar Vals byrja á móti B-liði KR Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Sjá meira
Luka Doncic var stórkostlegur í nótt þegar Dallas Mavericks vann 127-121 sigur á Los Angeles Clippers en Mavericks liðið er flestum að óvörum búið að vinna tvo fyrstu leikina. Doncic var með 39 stig, 7 fráköst og 7 stoðsendingar í leiknum en hann fékk líka góðan stuðning frá Tim Hardaway Jr. sem skoraði 28 stig og hitti úr 6 af 8 þriggja stiga skotum sínum. Kristaps Porzingis skoraði 20 stig. 39 points for @luka7doncic.2-0 lead for @dallasmavs.Series shifts to Dallas on Friday at 9:30 PM ET on ESPN.. #NBAPlayoffs pic.twitter.com/n51k893CU8— NBA (@NBA) May 26, 2021 Doncic var með 31 stig og þrennu í fyrsta leiknu og nýtur sín augljóslega á stærsta sviðinu með samanlagt 70 stig, 17 fráköst og 18 stoðsendingar í þessum tveimur athyglisverðu sigrum á útivelli. Það dugði ekki Clippers liðinu að fá 41 stig frá Kawhi Leonard og 28 stig frá Paul George (12 fráköst, 6 stoðsendingar). Restin af byrjunarliðinu skoraði aðeins 14 stig samtals en Reggie Jackson var næststigahæstur með 15 stig inn af bekknum. All-around game from @AntDavis23 to lift the @Lakers in Game 2! #NBAPlayoffs 34 PTS 10 REB 7 AST 3 BLKGame 3 Thu, 10 PM ET, TNT pic.twitter.com/AjjYWd3WJd— NBA (@NBA) May 26, 2021 Anthony Davis var frábær þegar Los Angeles Lakers jafnaði einvígið á móti Phoenix Suns með 109-102 sigri. Davis var í vandræðum í fyrsta leiknum en kom sterkur til baka í nótt þar sem hann var með 34 stig, 10 fráköst og 7 stoðsendingar. Dennis Schroder var með 24 stig og LeBron James bætti við 23 stigum og 9 stoðsendingum. Sigur Lakers var nokkuð sannfærandi en liðið komst meðal annars í 63-48 í byrjun seinni hálfleiks. Suns liðið gafst þó ekki upp og var komið 88-86 yfir þegar sex mínútur voru eftir. Þeir réðu hins vegar ekki við Davis og James í lokin og Lakers vann mikilvægan sigur. Devin Booker var atkvæðamestur hjá Phoenix liðinu með 31 stig en hann hitti úr öllum sautján vítum sínum. Deandre Ayton var síðan með 22 stig og 10 fráköst. 26 points for @KDTrey5 8-12 shooting 4 blocks @BrooklynNets go up 2-0G3 - Fri, 8:30pm/et, ABC #NBAPlayoffs pic.twitter.com/nZNglFPLYb— NBA (@NBA) May 26, 2021 Boston Celtics ætlar ekki að vera mikil fyrirstaða fyrir Brooklyn Nets en Nets liðið vann annan leikinn 130-108 og er komið í 2-0 í einvíginu. Joe Harris minnti á sig og þá staðreynd að Brooklyn Nets liðið er ekki bara þessir stóru þrír. Harris skoraði sjö þriggja stiga körfur og alls 25 stig sem er það mesta sem hann hefur skorað í einum leik í úrslitakeppni á ferlinum. Kevin Durant var stigahæstur hjá Brooklyn með 26 stig, James Harden skoraði 20 stig og Kyrie Irving var með 15 stig. Allir voru þeir með á bilinu fimm til sjö stoðsendingar, Harden gaf sjö, Kyrie sex og Durant fimm. Marcus Smart skoraði 19 stig fyrir Boston og Kemba Walker var með 17 stig en Jayson Tatum skoraði bara 9 stig á 21 mínútu áður en hann fékk fingur í augað og spilaði ekki meira. Luka ERUPTS for 39 PTS as the @dallasmavs take a 2-0 series lead! Game 3 is Friday at 9:30 PM ET on ESPN.Tim Hardaway Jr.: 28 PTS, 6 3PMKristaps Porzingis: 20 PTS, 3 STLKawhi Leonard: 41 PTS pic.twitter.com/HOnS4pqHP6— NBA (@NBA) May 26, 2021 FINAL SCORE THREAD Kevin Durant does it on both ends as the @BrooklynNets go up 2-0! Game 3 is Friday at 8:30 PM ET on ABC.James Harden: 20 PTS, 7 ASTJoe Harris: 25 PTS, 7 3PM (#NBAPlayoffs career highs) pic.twitter.com/8tNhhZcQpX— NBA (@NBA) May 26, 2021
NBA Mest lesið „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Íslenski boltinn „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Körfubolti Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu Körfubolti Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Handbolti Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Handbolti Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða Íslenski boltinn Niðurbrotin Eygló keppir ekki á HM Sport Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Handbolti Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Elvar stigahæstur í fyrsta deildarleiknum með nýja liðinu Bikarmeistarar Vals byrja á móti B-liði KR Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Sjá meira