Sirrý sækist eftir sæti ofarlega á lista Sjálfstæðismanna Atli Ísleifsson skrifar 26. maí 2021 11:57 Guðrún Sigríður Ágústsdóttir, Sirrý. Aðsend Guðrún Sigríður Ágústsdóttir, Sirrý, hefur tilkynnt að hún sækist eftir 2. til 3. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi vegna komandi þingkosninga. Í tilkynningu kemur fram að ákvörðun um framboð sé byggð á ríkum vilja til þess að ná fram breytingum sem hún telji að muni bæta lífsgæði fólks, sérstaklega á landsbyggðinni. „Ég tel mig hafa margt fram að færa sem getur nýst til þess að bæta samfélagið. Ég er baráttukona með ríka réttlætiskennd og framsýni, og hef tekið þátt í og leitt smá og stór verkefni til hagsbóta fyrir samfélagið. Mörg baráttumál eru mér hugleikin, en allra mikilvægast finnst mér að jafna tækifæri landsbyggðarinnar og stuðla að uppbyggingu og bættum lífsgæðum. Ég hef mikinn áhuga á málefnum aldraðra og mun leggja ríka áherslu á að bæta heilbrigðisþjónustu á svæðinu, bæði með aukinni fjarþjónustu og fjölbreytni í þjónustuúrræðum. Aldraðir eiga svo sannarlega að geta valið hvar þeir búa sín síðustu ár, eins eiga foreldrar langveikra barna að geta búið við öryggi og fullnægjandi þjónustu í sínu samfélagi. Geðheilbrigðismál eru mér einnig ofarlega í huga, en mikill misbrestur er á aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu víða um land. Aukin aðgangur að heilbrigðisþjónustu er einnig mikilvægur þáttur í því að efla samkeppnishæfni landsbyggðarinnar. Mjög mikilvægt er að styðja við uppbyggingu ferðaþjónustunnar og þar tel ég að betri samgöngur séu lykilatriði. Blómleg ferðaþjónusta á landsbyggðinni skiptir sköpum fyrir aukna fjárfestingu, hún eflir nýsköpun og leiðir til fjölgunar mikilvægra starfa. Ferðaþjónusta, ásamt sjávarútvegi og landbúnaði, eru grunnstoðir atvinnulífs í Norðvesturkjördæmi og koma til með að efla efnahagslega sjálfbærni svæðisins til lengri tíma litið. Umhverfismál eru mér einnig hugleikin og sé ég mörg tækifæri fyrir Norðvesturkjördæmi að marka sér sérstöðu á því sviði. Ég er fædd og uppalin á Bíldudal í fjögurra systkina hópi. Foreldrar mínir eru báðir frá Bíldudal og stórfjölskyldan öll, ég er því svo lánsöm að hafa eytt æskunni í kringum allt mitt fólk. Ég flutti suður til þess að mennta mig sem matreiðslumaður og hef unnið ýmis störf tengd matvælaiðnaði og þjónustu allar götur síðan. Þrátt fyrir að hafa verið búsett í Reykjavík um árabil eru rætur mínar og hugur fyrir vestan. Ég hef verið svo lánsöm að geta dvalið mikið og hef ávallt fylgst náið með uppbyggingu og framþróun fyrir vestan. Frábært starf hefur víða verið unnið og mörg tækifæri eru enn ónýtt. Ég tel að þekking mín og rætur, ásamt samfélagslegum áhuga muni nýtast vel í að starfa að mikilvægum málum í kjördæminu. Ég stofnaði átaksverkefnið Lífskraft með það fyrir augum að beina athyglinni að og bæta þjónustu við krabbameinsgreinda og aðstandendur þeirra. Það verkefni kenndi mér að óbilandi trú, samstaða og samkennd getur flutt fjöll,“ segir í tilkynningunni. Prófkjör Sjálfstæðismanna í Norðvesturkjördæmi verður haldið dagana 16. til 19. júní næstkomandi. Alþingiskosningar 2021 Sjálfstæðisflokkurinn Norðvesturkjördæmi Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Innlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Innlent Fleiri fréttir „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Önnur aurskriða og vegurinn lokaður inn í nóttina Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Hrafnar opna lokaðan póstkassa eins og ekkert sé Fyrrverandi félagsmálaráðherra eigi eftir að svara í máli Yazans Sjá meira
Í tilkynningu kemur fram að ákvörðun um framboð sé byggð á ríkum vilja til þess að ná fram breytingum sem hún telji að muni bæta lífsgæði fólks, sérstaklega á landsbyggðinni. „Ég tel mig hafa margt fram að færa sem getur nýst til þess að bæta samfélagið. Ég er baráttukona með ríka réttlætiskennd og framsýni, og hef tekið þátt í og leitt smá og stór verkefni til hagsbóta fyrir samfélagið. Mörg baráttumál eru mér hugleikin, en allra mikilvægast finnst mér að jafna tækifæri landsbyggðarinnar og stuðla að uppbyggingu og bættum lífsgæðum. Ég hef mikinn áhuga á málefnum aldraðra og mun leggja ríka áherslu á að bæta heilbrigðisþjónustu á svæðinu, bæði með aukinni fjarþjónustu og fjölbreytni í þjónustuúrræðum. Aldraðir eiga svo sannarlega að geta valið hvar þeir búa sín síðustu ár, eins eiga foreldrar langveikra barna að geta búið við öryggi og fullnægjandi þjónustu í sínu samfélagi. Geðheilbrigðismál eru mér einnig ofarlega í huga, en mikill misbrestur er á aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu víða um land. Aukin aðgangur að heilbrigðisþjónustu er einnig mikilvægur þáttur í því að efla samkeppnishæfni landsbyggðarinnar. Mjög mikilvægt er að styðja við uppbyggingu ferðaþjónustunnar og þar tel ég að betri samgöngur séu lykilatriði. Blómleg ferðaþjónusta á landsbyggðinni skiptir sköpum fyrir aukna fjárfestingu, hún eflir nýsköpun og leiðir til fjölgunar mikilvægra starfa. Ferðaþjónusta, ásamt sjávarútvegi og landbúnaði, eru grunnstoðir atvinnulífs í Norðvesturkjördæmi og koma til með að efla efnahagslega sjálfbærni svæðisins til lengri tíma litið. Umhverfismál eru mér einnig hugleikin og sé ég mörg tækifæri fyrir Norðvesturkjördæmi að marka sér sérstöðu á því sviði. Ég er fædd og uppalin á Bíldudal í fjögurra systkina hópi. Foreldrar mínir eru báðir frá Bíldudal og stórfjölskyldan öll, ég er því svo lánsöm að hafa eytt æskunni í kringum allt mitt fólk. Ég flutti suður til þess að mennta mig sem matreiðslumaður og hef unnið ýmis störf tengd matvælaiðnaði og þjónustu allar götur síðan. Þrátt fyrir að hafa verið búsett í Reykjavík um árabil eru rætur mínar og hugur fyrir vestan. Ég hef verið svo lánsöm að geta dvalið mikið og hef ávallt fylgst náið með uppbyggingu og framþróun fyrir vestan. Frábært starf hefur víða verið unnið og mörg tækifæri eru enn ónýtt. Ég tel að þekking mín og rætur, ásamt samfélagslegum áhuga muni nýtast vel í að starfa að mikilvægum málum í kjördæminu. Ég stofnaði átaksverkefnið Lífskraft með það fyrir augum að beina athyglinni að og bæta þjónustu við krabbameinsgreinda og aðstandendur þeirra. Það verkefni kenndi mér að óbilandi trú, samstaða og samkennd getur flutt fjöll,“ segir í tilkynningunni. Prófkjör Sjálfstæðismanna í Norðvesturkjördæmi verður haldið dagana 16. til 19. júní næstkomandi.
Alþingiskosningar 2021 Sjálfstæðisflokkurinn Norðvesturkjördæmi Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Innlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Innlent Fleiri fréttir „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Önnur aurskriða og vegurinn lokaður inn í nóttina Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Hrafnar opna lokaðan póstkassa eins og ekkert sé Fyrrverandi félagsmálaráðherra eigi eftir að svara í máli Yazans Sjá meira