Allar nokkrum prósentum betri eftir komu Söru og von á æsilegu einvígi Sindri Sverrisson skrifar 27. maí 2021 10:00 Helena Sverrisdóttir og Sara Rún Hinriksdóttir eru í lykilhlutverkum hjá Val og Haukum. Helena er uppalin hjá Haukum en Sara í Keflavík. Samsett/Bára Dröfn „Þetta einvígi verður æsispennandi og býður upp á gæðakörfubolta,“ segir Pálína Gunnlaugsdóttir um úrslitaeinvígi Vals og Hauka um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta kvenna. Einvígið hefst á Hlíðarenda í kvöld þar sem Pálína verður með þær Bryndísi Guðmundsdóttur og Rögnu Margréti Brynjarsdóttur sér til fulltingis í veglegri útsendingu á Stöð 2 Sport. Valskonur unnu sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil árið 2019 og eru enn ríkjandi meistarar eftir Covid-tímabilið í fyrra. Haukar urðu Íslandsmeistarar árið áður, í fjórða sinn í sögu félagsins, með sigri á Val í oddaleik. Þessi tvö síðustu Íslandsmeistaralið eiga það sameiginlegt að hafa haft Helenu Sverrisdóttur innanborðs. Þóra Kristín Jónsdóttir er enn með Haukum og úr meistaraliði Vals eru auk Helenu leikmenn á borð við Guðbjörgu systur hennar, Ástu Júlíu Grímsdóttur, Hallveigu Jónsdóttur og Dagbjörtu Dögg Karlsdóttur áfram til staðar. Haukar virðast toppa á réttum tíma Valur og Haukar unnu einvígi sín í undanúrslitum, gegn Fjölni og Keflavík, bæði 3-0. Pálína segir að búast megi við afar spennandi úrslitaeinvígi og bendir á hve mikið hafi breyst hjá Haukum síðustu mánuði, ekki síst með heimkomu Söru Rúnar Hinriksdóttur til landsins: „Haukar eru á mikilli siglingu á meðan að Valsstúlkur voru ekki eins sannfærandi í undanúrslitum og þær hafa verið í vetur. Þær voru að mæta nýliðum Fjölnis, sópuðu þeim vissulega út en sýndu ekki sitt rétta andlit. Það hefur verið gríðarlegur stígandi hjá Haukakonum í vetur og þær virðast vera að toppa á réttum tíma. Maður sér alveg hvað þær eru hungraðar og einbeittar á að sækja titil, svo ég held að þær verði stórhættulegar í þessu einvígi,“ segir Pálína. Sara skoraði að meðaltali 20 stig í leikjunum þremur við Keflavík, tók 6,7 fráköst og gaf 4,3 stoðsendingar. „Sara er búin að vera frábær fyrir Hauka. Hún gerir svo ótrúlega margt fyrir liðið – er bæði ógn í sókninni og líka flottur varnarmaður. Hún býr líka mikið til fyrir aðrar. Með hennar tilkomu þá blómstra hinar í liðinu ennþá meira. Það skín af þeim hvað þeim finnst skemmtilegt að spila saman og það er ofboðslega erfitt að spila á móti liði sem hefur svona ógeðslega gaman af því sem það er að gera,“ segir Pálína. Úrslitaeinvígið Fimmtudagur 27. maí: Valur - Haukar, kl. 20.30 á Hlíðarenda Sunnudagur 30. maí: Haukar - Valur, kl. 20.15 á Ásvöllum Miðvikudagur 2. júní: Valur - Haukar, kl. 20.15 á Hlíðarenda Laugardagur 5. júní (ef þarf): Haukar - Valur, kl. 20.15 á Ásvöllum Þriðjudagur 8. júní (ef þarf): Valur - Haukar, kl. 20.15 á Hlíðarenda Fróðlegt að sjá hver ætlar að stoppa Helenu Valskonur hljóta þó enn að teljast umtalsvert sigurstranglegri í einvíginu, eða hvað? „Við höfum alltaf spáð Valskonum 1. sætinu og fyrir mótið voru þær langsamlega sigurstranglegasta liðið. En auðvitað hafa Haukar síðan þá bætt Söru við sig og svo hefur Alyesha (Lovett) bætt sinn leik og hjálpað Haukaliðinu mikið, sem og Eva Margrét (Kristjánsdóttir) og fleiri. Með tilkomu Söru hafa þær allar bætt sig um nokkur prósent. Fyrir þremur mánuðum hefði ég aldrei spáð því að þetta einvígi yrði mikið einvígi, en miðað við hvernig Haukar hafa spilað undanfarið er ég viss um að þetta fari í fimm leiki og það verði spenna fram á síðustu mínútu í þessu einvígi. Það verður hins vegar fróðlegt að sjá hver ætlar að stoppa Helenu. Haukakonur eru alveg langar og sterkar, en Valskonur hafa samt meiri líkamlegan styrk í leikmönnum eins og Helenu og Ástu Júlíu. Bæði lið eru hávaxin svo það verður mikil frákastabarátta, og Haukar eru með varnarmenn sem geta dekkað Kiönu, Hallveigu og Ástu Júlíu, en það er fróðlegast að sjá hvernig Haukakonur ætla að stoppa Helenu,“ segir Pálína. Dominos-deild kvenna Valur Haukar Mest lesið „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Fótbolti „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Fótbolti Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Fótbolti Dagskráin: HM-leikir og spennandi kvöld í Bónus-deildinni Sport Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Elvar stigahæstur í fyrsta deildarleiknum með nýja liðinu Bikarmeistarar Vals byrja á móti B-liði KR Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Sjá meira
Einvígið hefst á Hlíðarenda í kvöld þar sem Pálína verður með þær Bryndísi Guðmundsdóttur og Rögnu Margréti Brynjarsdóttur sér til fulltingis í veglegri útsendingu á Stöð 2 Sport. Valskonur unnu sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil árið 2019 og eru enn ríkjandi meistarar eftir Covid-tímabilið í fyrra. Haukar urðu Íslandsmeistarar árið áður, í fjórða sinn í sögu félagsins, með sigri á Val í oddaleik. Þessi tvö síðustu Íslandsmeistaralið eiga það sameiginlegt að hafa haft Helenu Sverrisdóttur innanborðs. Þóra Kristín Jónsdóttir er enn með Haukum og úr meistaraliði Vals eru auk Helenu leikmenn á borð við Guðbjörgu systur hennar, Ástu Júlíu Grímsdóttur, Hallveigu Jónsdóttur og Dagbjörtu Dögg Karlsdóttur áfram til staðar. Haukar virðast toppa á réttum tíma Valur og Haukar unnu einvígi sín í undanúrslitum, gegn Fjölni og Keflavík, bæði 3-0. Pálína segir að búast megi við afar spennandi úrslitaeinvígi og bendir á hve mikið hafi breyst hjá Haukum síðustu mánuði, ekki síst með heimkomu Söru Rúnar Hinriksdóttur til landsins: „Haukar eru á mikilli siglingu á meðan að Valsstúlkur voru ekki eins sannfærandi í undanúrslitum og þær hafa verið í vetur. Þær voru að mæta nýliðum Fjölnis, sópuðu þeim vissulega út en sýndu ekki sitt rétta andlit. Það hefur verið gríðarlegur stígandi hjá Haukakonum í vetur og þær virðast vera að toppa á réttum tíma. Maður sér alveg hvað þær eru hungraðar og einbeittar á að sækja titil, svo ég held að þær verði stórhættulegar í þessu einvígi,“ segir Pálína. Sara skoraði að meðaltali 20 stig í leikjunum þremur við Keflavík, tók 6,7 fráköst og gaf 4,3 stoðsendingar. „Sara er búin að vera frábær fyrir Hauka. Hún gerir svo ótrúlega margt fyrir liðið – er bæði ógn í sókninni og líka flottur varnarmaður. Hún býr líka mikið til fyrir aðrar. Með hennar tilkomu þá blómstra hinar í liðinu ennþá meira. Það skín af þeim hvað þeim finnst skemmtilegt að spila saman og það er ofboðslega erfitt að spila á móti liði sem hefur svona ógeðslega gaman af því sem það er að gera,“ segir Pálína. Úrslitaeinvígið Fimmtudagur 27. maí: Valur - Haukar, kl. 20.30 á Hlíðarenda Sunnudagur 30. maí: Haukar - Valur, kl. 20.15 á Ásvöllum Miðvikudagur 2. júní: Valur - Haukar, kl. 20.15 á Hlíðarenda Laugardagur 5. júní (ef þarf): Haukar - Valur, kl. 20.15 á Ásvöllum Þriðjudagur 8. júní (ef þarf): Valur - Haukar, kl. 20.15 á Hlíðarenda Fróðlegt að sjá hver ætlar að stoppa Helenu Valskonur hljóta þó enn að teljast umtalsvert sigurstranglegri í einvíginu, eða hvað? „Við höfum alltaf spáð Valskonum 1. sætinu og fyrir mótið voru þær langsamlega sigurstranglegasta liðið. En auðvitað hafa Haukar síðan þá bætt Söru við sig og svo hefur Alyesha (Lovett) bætt sinn leik og hjálpað Haukaliðinu mikið, sem og Eva Margrét (Kristjánsdóttir) og fleiri. Með tilkomu Söru hafa þær allar bætt sig um nokkur prósent. Fyrir þremur mánuðum hefði ég aldrei spáð því að þetta einvígi yrði mikið einvígi, en miðað við hvernig Haukar hafa spilað undanfarið er ég viss um að þetta fari í fimm leiki og það verði spenna fram á síðustu mínútu í þessu einvígi. Það verður hins vegar fróðlegt að sjá hver ætlar að stoppa Helenu. Haukakonur eru alveg langar og sterkar, en Valskonur hafa samt meiri líkamlegan styrk í leikmönnum eins og Helenu og Ástu Júlíu. Bæði lið eru hávaxin svo það verður mikil frákastabarátta, og Haukar eru með varnarmenn sem geta dekkað Kiönu, Hallveigu og Ástu Júlíu, en það er fróðlegast að sjá hvernig Haukakonur ætla að stoppa Helenu,“ segir Pálína.
Úrslitaeinvígið Fimmtudagur 27. maí: Valur - Haukar, kl. 20.30 á Hlíðarenda Sunnudagur 30. maí: Haukar - Valur, kl. 20.15 á Ásvöllum Miðvikudagur 2. júní: Valur - Haukar, kl. 20.15 á Hlíðarenda Laugardagur 5. júní (ef þarf): Haukar - Valur, kl. 20.15 á Ásvöllum Þriðjudagur 8. júní (ef þarf): Valur - Haukar, kl. 20.15 á Hlíðarenda
Dominos-deild kvenna Valur Haukar Mest lesið „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Fótbolti „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Fótbolti Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Fótbolti Dagskráin: HM-leikir og spennandi kvöld í Bónus-deildinni Sport Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Elvar stigahæstur í fyrsta deildarleiknum með nýja liðinu Bikarmeistarar Vals byrja á móti B-liði KR Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Sjá meira