Þörf á 30 þúsund nýjum íbúðum á næstu árum Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 27. maí 2021 18:50 Þörf er á 3000 íbúðum á ári til að viðhalda stöðugleika á húsnæðismarkaði. Vísir/Vilhelm Byggja þarf um 30 þúsund nýjar íbúðir á næsta áratug til að anna húsnæðisþörf í landinu. Metár var í byggingu íbúða í fyrra en þrátt fyrir það hefur húsnæðisþörfin aukist. Þetta kemur fram í uppfærðri greiningu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Fólksfjölgunin var meiri en gert var ráð fyrir og er því nú útlit fyrir að byggja þurfi að minnsta kosti 500 fleiri íbúðir en áður var talið til að vinna á óuppfylltri íbúðaþörf. Byggja þarf um 4.450 nýjar íbúðir til að mæta óuppfylltri íbúðaþörf. Þá þarf um þrjú þúsund nýjar íbúðir á ári til ársins 2030 til að viðhalda stöðugleika á húsnæðismarkaði. „Ég held það sé ágætlega mikil þörf núna, sérstaklega í ljósi þessarar eftirspurnar á húsnæði þessa dagana. Við erum að byggja í kringum 3000 íbúðir á ári, sem telst frekar gott, en að það vanti 4500 íbúðir er talsvert bil,” segir Karlotta Halldórsdóttir, hagfræðingur hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun. „Við erum samt ekki að segja með þessu að fólk verði heimilislaust, en frekar að sjá merki að fólk búi lengur heima, búi kannski í atvinnuhúsnæði eða óleyfishúsnæði, vegna þess að það vantar íbúðir,” bætir hún við. Karlotta Halldórsdóttir, hagfræðingur hjá HMS, segir fólk þó ekki þurfa að hafa áhyggjur af húsnæðisskorti. Hins vegar sé þörf á að gefa í í uppbyggingu nýrra íbúða.Vísir/Einar Árnason Hún segir byggingaraðila hafa kvartað undan lóðaskorti. Það sé sveitarfélaganna að bregðast við því. „Lóðaskortur er hamlandi fyrir íbúðauppbyggingu. Byggingarverktakar virðast tilbúnir til að byggja meira en hafa í raun ekki tækifæri til þess.” Metár var í byggingu nýrra íbúða í fyrra, þegar þær voru um 3800 talsins. „Við erum í raun að byggja nægilega mikið, en það er mikil eftirspurn þessa dagana,” segir Karlotta. Fólk þurfi þó ekki að hafa áhyggjur. „Ég held það sé mikilvægt fyrir kaupendur að vera ekkert að flýta sér of mikið. Það munu koma fleiri íbúðir inn. Við erum að sjá miklar verðhækkanir, sem er væntanlega út af framboðsskorti, en það er ágætt að fólk hugsi sig aðeins um og drífi sig ekki um of við að kaupa.” Húsnæðismál Fasteignamarkaður Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Fleiri fréttir Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Sjá meira
Þetta kemur fram í uppfærðri greiningu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Fólksfjölgunin var meiri en gert var ráð fyrir og er því nú útlit fyrir að byggja þurfi að minnsta kosti 500 fleiri íbúðir en áður var talið til að vinna á óuppfylltri íbúðaþörf. Byggja þarf um 4.450 nýjar íbúðir til að mæta óuppfylltri íbúðaþörf. Þá þarf um þrjú þúsund nýjar íbúðir á ári til ársins 2030 til að viðhalda stöðugleika á húsnæðismarkaði. „Ég held það sé ágætlega mikil þörf núna, sérstaklega í ljósi þessarar eftirspurnar á húsnæði þessa dagana. Við erum að byggja í kringum 3000 íbúðir á ári, sem telst frekar gott, en að það vanti 4500 íbúðir er talsvert bil,” segir Karlotta Halldórsdóttir, hagfræðingur hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun. „Við erum samt ekki að segja með þessu að fólk verði heimilislaust, en frekar að sjá merki að fólk búi lengur heima, búi kannski í atvinnuhúsnæði eða óleyfishúsnæði, vegna þess að það vantar íbúðir,” bætir hún við. Karlotta Halldórsdóttir, hagfræðingur hjá HMS, segir fólk þó ekki þurfa að hafa áhyggjur af húsnæðisskorti. Hins vegar sé þörf á að gefa í í uppbyggingu nýrra íbúða.Vísir/Einar Árnason Hún segir byggingaraðila hafa kvartað undan lóðaskorti. Það sé sveitarfélaganna að bregðast við því. „Lóðaskortur er hamlandi fyrir íbúðauppbyggingu. Byggingarverktakar virðast tilbúnir til að byggja meira en hafa í raun ekki tækifæri til þess.” Metár var í byggingu nýrra íbúða í fyrra, þegar þær voru um 3800 talsins. „Við erum í raun að byggja nægilega mikið, en það er mikil eftirspurn þessa dagana,” segir Karlotta. Fólk þurfi þó ekki að hafa áhyggjur. „Ég held það sé mikilvægt fyrir kaupendur að vera ekkert að flýta sér of mikið. Það munu koma fleiri íbúðir inn. Við erum að sjá miklar verðhækkanir, sem er væntanlega út af framboðsskorti, en það er ágætt að fólk hugsi sig aðeins um og drífi sig ekki um of við að kaupa.”
Húsnæðismál Fasteignamarkaður Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Fleiri fréttir Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Sjá meira