Breiðablik vann báða leiki liðanna í fyrrasumar og hélt taki sínu á Valskonum á Hlíðarenda í gær. Leikurinn var hins vegar allt öðru vísi en flestir bjuggust við enda var boðið í mikla markaveislu.
Breiðablik skoraði sjö mörk á Val í leiknum og Valskonur svöruðu með því að skora þrjú mörk á Blika.
Þetta var næstum því jafnmörg mörk og voru skoruð á þessi tvö lið allt síðasta sumar.
Blikar fengu á sig 3 mörk í 15 leikjum allt síðasta sumar eða jafnmörg mörk og á 90 mínútunum á Hlíðarenda í gær.
Valskonur fengu á sig ellefu mörk í sextán leikjum í fyrra þar af fimm þeirra í tveimur leikjum við Blika.
Liðin fengu því samtals aðeins á sig fjórtán mörk allt síðasta sumar en sóttu boltann tíu sinnum í markið í gær.
Breiðablik og Valur fengu því í gær á sig 71 prósent af mörkunum sem voru skoruð á þau í Pepsi Max deildinni allt síðasta tímabil.