NBA dagsins: AD og LeBron búnir að skipta í meistaragírinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. maí 2021 15:00 LeBron James fagnar hér í sigri Los Angeles Lakers á Phoenix Suns í nótt. AP/Marcio Jose Sanchez Í fyrsta sinn í langan tíma þá leit Los Angeles Lakers liðið út í nótt eins og lið sem ætlar sér að berjast um meistaratitilinn í NBA deildinni í sumar. Lakers fagnaði því að spila sinn fyrsta heimaleik í úrslitakeppni í átta ár með sannfærandi 109-95 sigri á Phoenix Suns. Þetta var annar sigur Lakers í röð eftir tap í fyrsta leiknum. Lakers var í miklum vandræðum í lok deildarkeppninnar og datt niður í sjöunda sætið. Þeir þurftu að tryggja sig inn í úrslitakeppnina í gegnum umspilið. Stórstjörnurnar LeBron James og Anthony Davis voru mikið frá vegna meiðsla, alls í samtals 63 leiki og það hafa fáir verið að tala um ríkjandi meistara sem meistarakandídata í ár enda tapaði liðið átta af síðustu tíu deildarleikjum sínum. Frammistaða liðsins í gær fær kannski einhverja til að breyta um skoðun. Það sást vel að þeir Anthony Davis og LeBron James eru nú búnir að skipta í titlagírinn. Það náði enginn að stoppa þetta magnaða tvíeyki í fyrra og ef þeir haldast heilir þá gætu þeir einnig komist langt í ár. Anthony Davis var með 34 stig og 11 fráköst og LeBron James bætti við 21 stigi og 9 stoðsendingum. Lakers var aðeins með þriggja stiga forystu í hálfleik en LeBron James skipti um gír í þriðja leikhlutanum þar sem hann skoraði tíu stig á sama tíma og Lakers liðið náði þrettán stiga forskoti. „Hann breytti öllum leiknum. Hugarfarið hans snéri við þróun mála í þessum leik í kvöld,“ sagði Frank Vogel, þjálfari Los Angeles Lakers. James var duglegur að keyra á körfuna og var miklu ágengari en hann hafði verið að undanförnu. „Augljóslega er þetta búið að vera erfitt ár fyrir mig líkamlega í sambandi við ökklameiðslin og ég er enn að reyna að komast þangað sem ég var fyrir meiðslin. Hver dagur er skref í rétt átt og ég mun halda áfram að vinna í endurhæfingunni allan sólarhringinn til að komast þangað sem ég var fyrir meiðslin,“ sagði LeBron James. Hér fyrir neðan má sjá svipmyndir frá þessum sigri Los Angeles Lakers á Phoenix Suns en eins eru svipmyndir frá því þegar Milwaukee Bucks komst í 3-0 á móti Miami Heat og þegar Denver Nuggets komst 2-1 yfir á móti Portland Trail Blazers. Klippa: NBA dagsins (frá 27. maí 2021) NBA Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Golf Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Fótbolti Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur Körfubolti Fleiri fréttir Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Sjá meira
Lakers fagnaði því að spila sinn fyrsta heimaleik í úrslitakeppni í átta ár með sannfærandi 109-95 sigri á Phoenix Suns. Þetta var annar sigur Lakers í röð eftir tap í fyrsta leiknum. Lakers var í miklum vandræðum í lok deildarkeppninnar og datt niður í sjöunda sætið. Þeir þurftu að tryggja sig inn í úrslitakeppnina í gegnum umspilið. Stórstjörnurnar LeBron James og Anthony Davis voru mikið frá vegna meiðsla, alls í samtals 63 leiki og það hafa fáir verið að tala um ríkjandi meistara sem meistarakandídata í ár enda tapaði liðið átta af síðustu tíu deildarleikjum sínum. Frammistaða liðsins í gær fær kannski einhverja til að breyta um skoðun. Það sást vel að þeir Anthony Davis og LeBron James eru nú búnir að skipta í titlagírinn. Það náði enginn að stoppa þetta magnaða tvíeyki í fyrra og ef þeir haldast heilir þá gætu þeir einnig komist langt í ár. Anthony Davis var með 34 stig og 11 fráköst og LeBron James bætti við 21 stigi og 9 stoðsendingum. Lakers var aðeins með þriggja stiga forystu í hálfleik en LeBron James skipti um gír í þriðja leikhlutanum þar sem hann skoraði tíu stig á sama tíma og Lakers liðið náði þrettán stiga forskoti. „Hann breytti öllum leiknum. Hugarfarið hans snéri við þróun mála í þessum leik í kvöld,“ sagði Frank Vogel, þjálfari Los Angeles Lakers. James var duglegur að keyra á körfuna og var miklu ágengari en hann hafði verið að undanförnu. „Augljóslega er þetta búið að vera erfitt ár fyrir mig líkamlega í sambandi við ökklameiðslin og ég er enn að reyna að komast þangað sem ég var fyrir meiðslin. Hver dagur er skref í rétt átt og ég mun halda áfram að vinna í endurhæfingunni allan sólarhringinn til að komast þangað sem ég var fyrir meiðslin,“ sagði LeBron James. Hér fyrir neðan má sjá svipmyndir frá þessum sigri Los Angeles Lakers á Phoenix Suns en eins eru svipmyndir frá því þegar Milwaukee Bucks komst í 3-0 á móti Miami Heat og þegar Denver Nuggets komst 2-1 yfir á móti Portland Trail Blazers. Klippa: NBA dagsins (frá 27. maí 2021)
NBA Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Golf Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Fótbolti Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur Körfubolti Fleiri fréttir Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Sjá meira