„Mun fara yfir það á spaugilegum nótum hvernig er að greinast með heilaæxli á stærð við sítrónu“ Stefán Árni Pálsson skrifar 28. maí 2021 15:31 Valdimar ákvað að snúa sér að gríninu. Valdimar Sverrison missti sjónina og sneri sér að gríninu. Hann ætlar að standa fyrir uppistandssýningu í næsta mánuði. „Vala Matt hjá Ísland í dag á Stöð 2 hafði samband við mig snemma árs 2019 og bað mig að koma í þáttinn. Ég samþykkti um leið að koma í viðtal sem átti að taka upp í vikunni á eftir. Áður en að kom að upptökudegi hugsaði ég með mér að gaman væri að gera grínmyndband með Völu. Ég hringdi því í hana örfáum dögum fyrir upptöku og bar þetta undir hana og samþykkti hún um leið að taka þátt í smá gríni. Nú lagði ég höfuðið í bleyti og fór að hugsa um eitthvað fyndið sem við Vala gætum gert saman. Ég fór fljótlega að hugsa um að tengja þetta við Innlit Útlit þættina sem Vala var með hér um árið enda var hún væntanleg heim til mín til þess að taka upp viðtalinu,“ segir Valdimar Sverrisson sem ætlar að hlaupa tíu kílómetra í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka 21. ágúst næstkomandi. Auk þess verður hann með uppistand þann 10. júní næstkomandi til styrktar Grensásdeild Landspítalans. Vala Matt ræddi einmitt við Valdimar í Íslandi í dag í febrúar 2019 en hann sneri sér að gríninu eftir að hann varð blindur. „Ég fékk svo hugmynd að einföldum brandara þar sem Vala dáist að málverki eftir langömmu mína. Mér fannst þetta fínn upphafsdjókur með okkur Völu en að það yrði að vera minnst einn í viðbót og helst aðeins meira krassandi. Ég fékk svo loksins hugmynd að góðu atriði. Það togaðist á inni mér hvort ég væri hugsanlega að fara yfir strikið og mér fannst þetta svo góður djókur að ég vildi ekki segja neinum frá honum. Ég ákvað því að bera hann ekki undir neinn og var á sama tíma að velta fyrir mér hvort ég ætti að presenteran fyrir Völu þegar að þessu kæmi. Vala mætti á staðinn, glæsileg að vanda og viðtalið fyrir Ísland í dag var tekið upp.“ Valdimar segir að þá hafi hann fengið hana með sér í lið til að taka upp umrætt grínatriði. „Ég útskýrði fyrsta brandarann fyrir Völu og svo var hann tekinn upp. Því næst var ég tvístígandi og ætlaði að fara að útskýra næsta brandara fyrir Völu en hún sagði, ekki segja mér frá honum tökum hann bara upp. Fínt sagði ég og tökur hófust. Þetta grínmyndband verður sýnt á sýningunni minni Grín fyrir Grensás.“ Í sýningunni ætlar Valdimar að slá á létta G-strengi eins og hann orðar það sjálfur. „Ég mun fara yfir það á spaugilegum nótum hvernig er að greinast með heilaæxli á stærð við sítrónu og missa sjónina í kjölfarið. Ég vaknaði upp við vondan draum á Grensásdeild Landspítalans og áttaði mig á því að ég hafði ekki enn látið gamlan draum rætast um að gerast uppistandari. Það var því ekki eftir neinu að bíða með að ganga í verkið og verður afraksturinn fluttur í Hannesarholti, bæði uppistand og grínmyndbönd þar sem fram koma Ari Eldjárn og Örn Árnason auk fjölda annarra úr stafrófinu frá A til Ö.“ Sýningin verður fimmtudagskvöldið 10. júní kl. 20:00 og allur aðgangseyrinn rennur beint til Grensás. Hér að neðan má sjá eitt af myndböndum Valdimars sem einmitt Vala Matt og Ari Eldjárn tóku þátt í með honum. Klippa: Mun fara yfir það á spaugilegum nótum hvernig er að greinast með heilaæxli á stærð við sítrónu Grín og gaman Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Fleiri fréttir Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Sjá meira
„Vala Matt hjá Ísland í dag á Stöð 2 hafði samband við mig snemma árs 2019 og bað mig að koma í þáttinn. Ég samþykkti um leið að koma í viðtal sem átti að taka upp í vikunni á eftir. Áður en að kom að upptökudegi hugsaði ég með mér að gaman væri að gera grínmyndband með Völu. Ég hringdi því í hana örfáum dögum fyrir upptöku og bar þetta undir hana og samþykkti hún um leið að taka þátt í smá gríni. Nú lagði ég höfuðið í bleyti og fór að hugsa um eitthvað fyndið sem við Vala gætum gert saman. Ég fór fljótlega að hugsa um að tengja þetta við Innlit Útlit þættina sem Vala var með hér um árið enda var hún væntanleg heim til mín til þess að taka upp viðtalinu,“ segir Valdimar Sverrisson sem ætlar að hlaupa tíu kílómetra í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka 21. ágúst næstkomandi. Auk þess verður hann með uppistand þann 10. júní næstkomandi til styrktar Grensásdeild Landspítalans. Vala Matt ræddi einmitt við Valdimar í Íslandi í dag í febrúar 2019 en hann sneri sér að gríninu eftir að hann varð blindur. „Ég fékk svo hugmynd að einföldum brandara þar sem Vala dáist að málverki eftir langömmu mína. Mér fannst þetta fínn upphafsdjókur með okkur Völu en að það yrði að vera minnst einn í viðbót og helst aðeins meira krassandi. Ég fékk svo loksins hugmynd að góðu atriði. Það togaðist á inni mér hvort ég væri hugsanlega að fara yfir strikið og mér fannst þetta svo góður djókur að ég vildi ekki segja neinum frá honum. Ég ákvað því að bera hann ekki undir neinn og var á sama tíma að velta fyrir mér hvort ég ætti að presenteran fyrir Völu þegar að þessu kæmi. Vala mætti á staðinn, glæsileg að vanda og viðtalið fyrir Ísland í dag var tekið upp.“ Valdimar segir að þá hafi hann fengið hana með sér í lið til að taka upp umrætt grínatriði. „Ég útskýrði fyrsta brandarann fyrir Völu og svo var hann tekinn upp. Því næst var ég tvístígandi og ætlaði að fara að útskýra næsta brandara fyrir Völu en hún sagði, ekki segja mér frá honum tökum hann bara upp. Fínt sagði ég og tökur hófust. Þetta grínmyndband verður sýnt á sýningunni minni Grín fyrir Grensás.“ Í sýningunni ætlar Valdimar að slá á létta G-strengi eins og hann orðar það sjálfur. „Ég mun fara yfir það á spaugilegum nótum hvernig er að greinast með heilaæxli á stærð við sítrónu og missa sjónina í kjölfarið. Ég vaknaði upp við vondan draum á Grensásdeild Landspítalans og áttaði mig á því að ég hafði ekki enn látið gamlan draum rætast um að gerast uppistandari. Það var því ekki eftir neinu að bíða með að ganga í verkið og verður afraksturinn fluttur í Hannesarholti, bæði uppistand og grínmyndbönd þar sem fram koma Ari Eldjárn og Örn Árnason auk fjölda annarra úr stafrófinu frá A til Ö.“ Sýningin verður fimmtudagskvöldið 10. júní kl. 20:00 og allur aðgangseyrinn rennur beint til Grensás. Hér að neðan má sjá eitt af myndböndum Valdimars sem einmitt Vala Matt og Ari Eldjárn tóku þátt í með honum. Klippa: Mun fara yfir það á spaugilegum nótum hvernig er að greinast með heilaæxli á stærð við sítrónu
Grín og gaman Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Fleiri fréttir Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Sjá meira