Erlent

Umdeild moska við Taksim torg vígð

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Moskan hefur verið mikið deilumál.
Moskan hefur verið mikið deilumál. EPA-EFE/SEDAT SUNA

Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, vígði í gær umdeilda mosku við Taksim torg í Istanbúl. Moskan er afar umdeild og var byggingu hennar harðlega mótmælt. 

Þúsundir voru viðstaddir vígsluathöfninni og sumir þurftu að ganga til bæna á Taksim torgi, sem moskan stendur við, þar sem moskan fylltist á örskotsstundu.

Uppbygging moskunnar hefur verið mikið deilumál. Yfirvöld hafa lengi stefnt að því að reisa bænahús við torgið. Torgið hefur frá stofnun lýðveldisins verið táknmynd aðskilnaðar ríkis og trúar sem Mustafa Kemal Ataturk, faðir lýðveldisins, lagði mikið upp úr.

Fjöldi fólks þurfti að biðja á torginu fyrir utan moskuna við innsetningarathöfnina í gær.EPA-EFE/SEDAT SUNA

Erdogan velti því fyrst upp á níunda áratugnum, þegar hann var borgarstjóri Istanbúl, að reisa mosku við torgið, og hefur reglulega borið þá hugmynd upp aftur. Síðast gerði hann það árið 2013 sem kom af stað mótmælabylgju.

Í fréttinni sagði að um Ægisif væri að ræða en svo er ekki. Það hefur verið leiðrétt.


Tengdar fréttir

Páfinn syrgir að Ægisif verði breytt í mosku

Frans páfi segist syrgja ákvörðun Tyrklands um að breyta Ægisif í Istanbúl aftur í mosku. Þetta sagði hann í predíkun sem hann flutti í Páfagarði í dag og bætti hann því við að honum væri hugsað til Istanbúl.

Staða Ægisifjar á heimsminjaskrá gæti verið í hættu

Menningarmálastofnun Sameinuðu þjóðanna (UNESCO) segir að nefnd um heimsminjar ætli að endurskoða stöðu Ægisifjar í Istanbúl eftir að Recep Erdogan Tyrklandsforseti tilkynnti í dag að henni yrði breytt í mosku. Hún harmar jafnframt samráðsleysi tyrkneskra stjórnvalda um ákvörðunina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×