„Við getum gert betur í að jafna hlut kynjanna“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 29. maí 2021 11:30 Hörður Orri Grettisson, formaður Þjóðhátíðarnefndar og framkvæmdastjóri Íþróttabandalags Vestmannaeyja, segir að félagið geti gert betur í að jafna stöðu kynjanna. Vísir Þjóðhátíðarnefnd var á dögunum gagnrýnd af tónlistarkonunni Sölku Sól Eyfeld, sem vakti athygli á því að aðeins ein kona hafi í sögu Þjóðhátíðar samið Þjóðhátíðarlagið. Það var Ragga Gísla sem samdi og flutti lagið árið 2017. Samkvæmt því semji konur Þjóðhátíðarlagið á 84 ára fresti en fyrsta Þjóðhátíðarlagið kom út árið 1933. „Þjóðhátíðarnefnd einsetur sér að ráða til verksins hvern þann aðila sem við teljum líklegastan il að semja fyrir okkur lag sem fangað geti stemninguna á Þjóðhátíð, náð vinsældum og uppfyllt önnur þau skilyrði sem Þjóðhátíðarnefnd setur, óháð kyni,“ segir Hörður Orri Grettisson, formaður Þjóðhátíðarnefndar og framkvæmdastjóri Íþróttabandalags Vestmannaeyja. „Þjóðhátíðarnefnd vinnur stöðugt að því að bæta hátíðina á öllum sviðum ár frá ári og þegar við fáum réttmæta gagnrýni á okkar störf eða sjáum eitthvað sem betur má fara þá að sjálfsögðu tökum við það upp, skoðum og reynum að gera betur. Við getum gert betur í að jafna hlut kynjanna og ætlum að bæta okkur í því í framtíðinni,“ segir Hörður. Miðasala fyrir Þjóðhátíð hefur aldrei farið betur af stað Þjóðhátíð í Eyjum verður haldin með pompi og prakt um komandi Verslunarmannahelgi en þjóðhátíðarþyrstir Íslendingar hafa þurft að bíða í tvö ár eftir að komast í Herjólfsdal til að skemmta sér. Það er því kannski ekki óvænt að miðasala á hátíðina hefur aldrei farið betur af stað. „Fljótlega varð fullt í þær ferðir sem eru hvað vinsælastar, til Eyja á föstudegi og frá Eyjum á mánudegi,“ segir Hörður. Hann segir að á einhverjum tímapunkti gæti þurft að stöðva söluna svo að upplifun gesta verði sem best. „Ef of margir miðar verða seldir þá erum við hrædd um að upplifunin verði ekki sú sama.“ Mikil tilhlökkun hjá Eyjamönnum Heimasíður Herjólfs og Þjóðhátíðar lágu niðri um tíma á miðvikudag. Hörður segir að mikil traffík hafi verið um síðurnar. „Báðar síðurnar lágu niðri um tíma vegna álags. Hýsingaraðilar okkar vanmátu álagið og þá eftirspurn sem myndaðist sem er auðvitað miður og því fór sem fór. Miðasalan á báðum stöðum gekk þó vel eftir þessa hnökra,“ segir Hörður. Töluverður fjöldi þeirra sem hafði tryggt sér miða fyrir Þjóðhátíð 2020, sem ekki var haldin, hafa nýtt sér það úrræði að nota miðann sinn í ár. Flestir sem höfðu keypt miða óskuðu þó eftir endurgreiðslu. „Töluverður fjöldi flutti miðann sinn yfir á hátíðina í ár og njóta þau góðs af því enda var það líka ljóst í júlí í fyrra að miðaverð á Þjóðhátíð í ár myndi hækka í ljósi þess að hátíðin féll niður í fyrra,“ segir Hörður. Hann segir að mikil tilhlökkun sé meðal Eyjamanna fyrir hátíðinni. „Já það er mikill spenningur hjá ÍBV að framkvæma hátíðina og við upplifum mikla tilhlökkun hjá fólkinu í Eyjum yfir því að mæta á Þjóðhátíð og miða við hvernig miðasalan fór af stað er ekki heldur hægt að segja neitt annað en að allir landsmenn séu spenntir fyrir því að mæta á Þjóðhátíð.“ Vestmannaeyjar Þjóðhátíð í Eyjum Tengdar fréttir Þjóðhátíðarlagið og myndbandið komið út Höfundur og flytjandi Þjóðhátíðarlags Vestmannaeyja árið 2021 er Hreimur Örn Heimisson en í morgun var nýtt myndband frumsýnt. 28. maí 2021 09:17 „Auðveldlega hægt að breyta sögunni frá deginum í dag“ „Samkvæmt hefðinni semja konur Þjóðhátíðarlagið á 84 ára fresti. Næst fáum við þá lag eftir konu árið 2101“ 26. maí 2021 21:00 Fjöldi sá á eftir pening vegna tilkynningar sem flaug ekki hátt Margir vöknuðu fyrir tveimur vikum við þau ótíðindi að fresturinn til að flytja Þjóðhátíðarmiðann frá 2020 yfir á árið 2021 var runninn út. 26. maí 2021 17:01 Mest lesið „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira
„Þjóðhátíðarnefnd einsetur sér að ráða til verksins hvern þann aðila sem við teljum líklegastan il að semja fyrir okkur lag sem fangað geti stemninguna á Þjóðhátíð, náð vinsældum og uppfyllt önnur þau skilyrði sem Þjóðhátíðarnefnd setur, óháð kyni,“ segir Hörður Orri Grettisson, formaður Þjóðhátíðarnefndar og framkvæmdastjóri Íþróttabandalags Vestmannaeyja. „Þjóðhátíðarnefnd vinnur stöðugt að því að bæta hátíðina á öllum sviðum ár frá ári og þegar við fáum réttmæta gagnrýni á okkar störf eða sjáum eitthvað sem betur má fara þá að sjálfsögðu tökum við það upp, skoðum og reynum að gera betur. Við getum gert betur í að jafna hlut kynjanna og ætlum að bæta okkur í því í framtíðinni,“ segir Hörður. Miðasala fyrir Þjóðhátíð hefur aldrei farið betur af stað Þjóðhátíð í Eyjum verður haldin með pompi og prakt um komandi Verslunarmannahelgi en þjóðhátíðarþyrstir Íslendingar hafa þurft að bíða í tvö ár eftir að komast í Herjólfsdal til að skemmta sér. Það er því kannski ekki óvænt að miðasala á hátíðina hefur aldrei farið betur af stað. „Fljótlega varð fullt í þær ferðir sem eru hvað vinsælastar, til Eyja á föstudegi og frá Eyjum á mánudegi,“ segir Hörður. Hann segir að á einhverjum tímapunkti gæti þurft að stöðva söluna svo að upplifun gesta verði sem best. „Ef of margir miðar verða seldir þá erum við hrædd um að upplifunin verði ekki sú sama.“ Mikil tilhlökkun hjá Eyjamönnum Heimasíður Herjólfs og Þjóðhátíðar lágu niðri um tíma á miðvikudag. Hörður segir að mikil traffík hafi verið um síðurnar. „Báðar síðurnar lágu niðri um tíma vegna álags. Hýsingaraðilar okkar vanmátu álagið og þá eftirspurn sem myndaðist sem er auðvitað miður og því fór sem fór. Miðasalan á báðum stöðum gekk þó vel eftir þessa hnökra,“ segir Hörður. Töluverður fjöldi þeirra sem hafði tryggt sér miða fyrir Þjóðhátíð 2020, sem ekki var haldin, hafa nýtt sér það úrræði að nota miðann sinn í ár. Flestir sem höfðu keypt miða óskuðu þó eftir endurgreiðslu. „Töluverður fjöldi flutti miðann sinn yfir á hátíðina í ár og njóta þau góðs af því enda var það líka ljóst í júlí í fyrra að miðaverð á Þjóðhátíð í ár myndi hækka í ljósi þess að hátíðin féll niður í fyrra,“ segir Hörður. Hann segir að mikil tilhlökkun sé meðal Eyjamanna fyrir hátíðinni. „Já það er mikill spenningur hjá ÍBV að framkvæma hátíðina og við upplifum mikla tilhlökkun hjá fólkinu í Eyjum yfir því að mæta á Þjóðhátíð og miða við hvernig miðasalan fór af stað er ekki heldur hægt að segja neitt annað en að allir landsmenn séu spenntir fyrir því að mæta á Þjóðhátíð.“
Vestmannaeyjar Þjóðhátíð í Eyjum Tengdar fréttir Þjóðhátíðarlagið og myndbandið komið út Höfundur og flytjandi Þjóðhátíðarlags Vestmannaeyja árið 2021 er Hreimur Örn Heimisson en í morgun var nýtt myndband frumsýnt. 28. maí 2021 09:17 „Auðveldlega hægt að breyta sögunni frá deginum í dag“ „Samkvæmt hefðinni semja konur Þjóðhátíðarlagið á 84 ára fresti. Næst fáum við þá lag eftir konu árið 2101“ 26. maí 2021 21:00 Fjöldi sá á eftir pening vegna tilkynningar sem flaug ekki hátt Margir vöknuðu fyrir tveimur vikum við þau ótíðindi að fresturinn til að flytja Þjóðhátíðarmiðann frá 2020 yfir á árið 2021 var runninn út. 26. maí 2021 17:01 Mest lesið „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira
Þjóðhátíðarlagið og myndbandið komið út Höfundur og flytjandi Þjóðhátíðarlags Vestmannaeyja árið 2021 er Hreimur Örn Heimisson en í morgun var nýtt myndband frumsýnt. 28. maí 2021 09:17
„Auðveldlega hægt að breyta sögunni frá deginum í dag“ „Samkvæmt hefðinni semja konur Þjóðhátíðarlagið á 84 ára fresti. Næst fáum við þá lag eftir konu árið 2101“ 26. maí 2021 21:00
Fjöldi sá á eftir pening vegna tilkynningar sem flaug ekki hátt Margir vöknuðu fyrir tveimur vikum við þau ótíðindi að fresturinn til að flytja Þjóðhátíðarmiðann frá 2020 yfir á árið 2021 var runninn út. 26. maí 2021 17:01