Enski boltinn

Sjáðu mörkin og fagnaðarlætin þegar Brentford tryggði sæti sitt í ensku úrvalsdeildinni

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Leikmenn Brentford fögnuðu vel og innilega þegar sigurinn var í höfn í dag.
Leikmenn Brentford fögnuðu vel og innilega þegar sigurinn var í höfn í dag. Catherine Ivill/Getty Images

Brentford mun leika í ensku úrvalsdeildinni á næsta tímabili eftir 2-0 sigur gegn Swansea í umspili ensku B-deildarinnar í dag. Þetta er í fyrsta sinn sem félagið mun leika í úrvalsdeildinni frá stofnun hennar árið 1992.

Ivan Toney skoraði fyrsta mark leiksins strax á tíundu mínútu úr vítaspyrnu eftir að markvörður Swansea hafði brotið á Bryan Mbeumo.

Emiliano Marcondes skoraði annað mark Brentford tíu mínútum síðar eftir stoðsendingu frá Mads Roersle og staðan 2-0 þegar flautað var til hálfleiks.

Jay Fulton fékk að líta beint rautt spjald á 65.mínútu og Swansea því manni færri í rúmlega hálftíma. 

Ekki var meira skorað í leiknum í dag og Brentford tryggði sér því sæti í ensku úrvalsdeildinni á næsta tímabili. 

Mikil fagnaðarlæti brutust út í lok leiks, en þau má sjá ásamt mörkunum í spilaranum hér að neðan.

Klippa: Mörk: Brantford-Swansea

Tengdar fréttir

Brent­ford upp í ensku úr­vals­deildina í fyrsta sinn

Enska knattspyrnufélagið Brentford tryggði sér í dag sæti í ensku úrvalsdeildinni á næstu leiktíð er það lagði Swansea City 2-0 af velli í úrslitaleik umspils ensku B-deildarinnar á Wembley-vellinum í Lundúnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×