Hefðirnar í Indy 500 Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 31. maí 2021 07:00 Helio Castroneves frá Brasilíu ók bíl #06 AutoNation/SiriusXM Meyer Shank Racing Honda, fagnar eftir að hafa unnið Indy 500 í gær. Stacy Revere Indy 500 kappaksturinn fór fram í 105. skipti í gær. Helio Castroneves kom fyrstur í mark í fjórða sinn eftir framúrakstur á 199. hring af 200. Kappaksturinn er einn sá elsti í sögunni og en hann er 110 ára og allt morandi í hefðum og venjum sem eru hverri annarri áhugaverðari. Brautin er kölluð múrsteinsgarðurinn „the Brickyard" Brautin var byggð árið 1909, byggð af Carl G Fisher. Upprunalega átti brautin að vera 3-5 mílur en endaði í 2,5 því landið sem Fisher gat fengið keypt rúmaði ekki stærri braut ef tekið var mið af plássinu sem þurfti undir stúkur fyrir áhorfendur. Fyrsti viðburðurinn á brautinni var þó ekki kappakstur heldur byrjunarreitur í loftbelgskeppni. Sigur belgurinn fór rúmlega 450 km og endaði í Alabama. Juan Pablo Montoya kyssir múrsteinana sem enn eru hluti af brautinni. Brautin var lögð með mold og kalkstein en talsvert var um grjótkast á fyrstu keppninni á brautinni í ágúst 1909. Hávær beiðni frá keppendum og skipuleggjendum keppna varð til þess að brautin var múrsteinslögð með 3,2 milljón múrsteinum. Á þessum tíma voru afar fáar götur múrsteinslagðar. Brautin var svo malbikuð árið 1938 en 30 cm af múrsteinum voru varðveittir. Ráslínan er enn múrsteinslögð. Af hverju 500 mílur Talan 500 í Indy 500 stendur fyrir lengd kappakstursins í mílum. Upphaflega var keppnin 250 mílur. En til að standa út úr ákvað Fisher að lengja keppnina árið 1911 í 490 mílur en einhver markaðssnillingur stakk upp á að námundað yrði upp í 500. Af hverju mjólk en ekki kampavín Sá sem vinnur Indy 500 fær mjólkurflösku á Sigur Braut (e. Victory Lane). Hefðin stafar af mistökum. Þegar Louis Meyer vann árið 1936 þá þambaði hann mjólk til að kæla sig niður. Mynd af honum með mjólk í hönd í dagblöðum eftir keppnina. Bandaríska mjólkurstofnunin vildi búa til hefð úr fréttamyndinni. Það tók þó 20 ár en síðan árið 1956 hefur fyrsti ökuþór í mark fengið flösku af mjólk til að hella yfir sig og nærstadda. Ökuþórar fá að velja hversu mikil fita er í mjólkinni. Stærsta hneykslið sem tengist Indy 500 og mjólk er frá því að Emerson Fittipaldi vann árið 1993. Brasilíski ökuþórinn átti hlutafé í appelsínu rækt og valdi að drekka appelsínusafa í stað mjólkur. Áhorfendur brugðust við með þeim eina hætt sem viðeigandi var að baula á Fittipaldi. Í myndbandinu má sjá appelsínusafanum bregða fyrir. Af hverju 33 þátttakendur? Síðan árið 1934 hefur fjöldi þátttakenda verið takmarkaður við 33. Í upphafi voru þeir allt að því 40. Fjöldi þátttakenda í öllum kappakstri var var takmarkaður af ameríska bílgreinasambandinu. Reiknireglan sem notuð var er einföld. Allir bílar þurfa 400 fet (um 12 metrar) af plássi þegar þeir eru jafnt dreifðir um brautina. Á 2,5 mílna braut eru það 33 bílar og því eru keppendur 33 og hafa verið síðan 1934. Áður reikaði fjöldi þátttakenda frá 30-42. Akstursíþróttir Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent
Brautin er kölluð múrsteinsgarðurinn „the Brickyard" Brautin var byggð árið 1909, byggð af Carl G Fisher. Upprunalega átti brautin að vera 3-5 mílur en endaði í 2,5 því landið sem Fisher gat fengið keypt rúmaði ekki stærri braut ef tekið var mið af plássinu sem þurfti undir stúkur fyrir áhorfendur. Fyrsti viðburðurinn á brautinni var þó ekki kappakstur heldur byrjunarreitur í loftbelgskeppni. Sigur belgurinn fór rúmlega 450 km og endaði í Alabama. Juan Pablo Montoya kyssir múrsteinana sem enn eru hluti af brautinni. Brautin var lögð með mold og kalkstein en talsvert var um grjótkast á fyrstu keppninni á brautinni í ágúst 1909. Hávær beiðni frá keppendum og skipuleggjendum keppna varð til þess að brautin var múrsteinslögð með 3,2 milljón múrsteinum. Á þessum tíma voru afar fáar götur múrsteinslagðar. Brautin var svo malbikuð árið 1938 en 30 cm af múrsteinum voru varðveittir. Ráslínan er enn múrsteinslögð. Af hverju 500 mílur Talan 500 í Indy 500 stendur fyrir lengd kappakstursins í mílum. Upphaflega var keppnin 250 mílur. En til að standa út úr ákvað Fisher að lengja keppnina árið 1911 í 490 mílur en einhver markaðssnillingur stakk upp á að námundað yrði upp í 500. Af hverju mjólk en ekki kampavín Sá sem vinnur Indy 500 fær mjólkurflösku á Sigur Braut (e. Victory Lane). Hefðin stafar af mistökum. Þegar Louis Meyer vann árið 1936 þá þambaði hann mjólk til að kæla sig niður. Mynd af honum með mjólk í hönd í dagblöðum eftir keppnina. Bandaríska mjólkurstofnunin vildi búa til hefð úr fréttamyndinni. Það tók þó 20 ár en síðan árið 1956 hefur fyrsti ökuþór í mark fengið flösku af mjólk til að hella yfir sig og nærstadda. Ökuþórar fá að velja hversu mikil fita er í mjólkinni. Stærsta hneykslið sem tengist Indy 500 og mjólk er frá því að Emerson Fittipaldi vann árið 1993. Brasilíski ökuþórinn átti hlutafé í appelsínu rækt og valdi að drekka appelsínusafa í stað mjólkur. Áhorfendur brugðust við með þeim eina hætt sem viðeigandi var að baula á Fittipaldi. Í myndbandinu má sjá appelsínusafanum bregða fyrir. Af hverju 33 þátttakendur? Síðan árið 1934 hefur fjöldi þátttakenda verið takmarkaður við 33. Í upphafi voru þeir allt að því 40. Fjöldi þátttakenda í öllum kappakstri var var takmarkaður af ameríska bílgreinasambandinu. Reiknireglan sem notuð var er einföld. Allir bílar þurfa 400 fet (um 12 metrar) af plássi þegar þeir eru jafnt dreifðir um brautina. Á 2,5 mílna braut eru það 33 bílar og því eru keppendur 33 og hafa verið síðan 1934. Áður reikaði fjöldi þátttakenda frá 30-42.
Akstursíþróttir Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent