Handtekinn fyrir að kasta flösku í Kyrie Irving: „Við erum ekki dýr og erum ekki í sirkus“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 31. maí 2021 08:01 Kyrie Irving skoraði 39 stig og tók ellefu fráköst gegn Boston Celtics. getty/Maddie Malhotra Stuðningsmaður Boston Celtics var handtekinn eftir að hafa kastað vatnsflösku í átt að Kyrie Irving eftir leik gegn Brooklyn Nets í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í nótt. Brooklyn vann leikinn, 126-141. Stuðningsmaðurinn kastaði flöskunni í átt að Irving þegar hann gekk af velli. Sem betur fer hitti hann ekki Irving með flöskunni. Hann var í kjölfarið handtekinn og á von á lífstíðarbanni frá TD Garden, heimavelli Boston. Þetta er ekki fyrsta dæmið um slæma hegðun stuðningsmanna í úrslitakeppni NBA. Stuðningsmaður Philadelphia 76ers sturtaði poppkorni yfir Russell Westbrook, leikmann Washington Wizards, hrækt var á Trae Young, leikmann Atlanta Hawks, og þrír stuðningsmenn Utah Jazz voru fjarlægðir eftir að hafa hrópað ókvæðisorð að fjölskyldu Jas Morant, leikmanns Memphis Grizzlies. Irving, sem skoraði 39 stig og tók ellefu fráköst gegn sínum gömlu félögum í nótt, er kominn með nóg af hegðun stuðningsmannanna. „Þetta hefur verið svona lengi, með undirliggjandi rasisma og koma fram við fólk eins og þetta sé dýragarður,“ sagði Irving sem lék með Boston á árunum 2017-19. Kevin Durant, sem skoraði 42 stig, tók í sama streng og Irving varðandi hegðun stuðningsmannnanna. „Við erum ekki dýr og erum ekki í sirkus. Að fara á leik snýst ekki bara um þig sem stuðningsmann. Þú verður að bera virðingu fyrir leiknum,“ sagði Durant. Brooklyn er 3-1 yfir í einvíginu gegn Boston og vantar aðeins einn sigur í viðbót til að komast í undanúrslit Austurdeildarinnar. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. NBA Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Golf Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Fótbolti Steven Gerrard orðinn afi Enski boltinn Fleiri fréttir Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Sjá meira
Stuðningsmaðurinn kastaði flöskunni í átt að Irving þegar hann gekk af velli. Sem betur fer hitti hann ekki Irving með flöskunni. Hann var í kjölfarið handtekinn og á von á lífstíðarbanni frá TD Garden, heimavelli Boston. Þetta er ekki fyrsta dæmið um slæma hegðun stuðningsmanna í úrslitakeppni NBA. Stuðningsmaður Philadelphia 76ers sturtaði poppkorni yfir Russell Westbrook, leikmann Washington Wizards, hrækt var á Trae Young, leikmann Atlanta Hawks, og þrír stuðningsmenn Utah Jazz voru fjarlægðir eftir að hafa hrópað ókvæðisorð að fjölskyldu Jas Morant, leikmanns Memphis Grizzlies. Irving, sem skoraði 39 stig og tók ellefu fráköst gegn sínum gömlu félögum í nótt, er kominn með nóg af hegðun stuðningsmannanna. „Þetta hefur verið svona lengi, með undirliggjandi rasisma og koma fram við fólk eins og þetta sé dýragarður,“ sagði Irving sem lék með Boston á árunum 2017-19. Kevin Durant, sem skoraði 42 stig, tók í sama streng og Irving varðandi hegðun stuðningsmannnanna. „Við erum ekki dýr og erum ekki í sirkus. Að fara á leik snýst ekki bara um þig sem stuðningsmann. Þú verður að bera virðingu fyrir leiknum,“ sagði Durant. Brooklyn er 3-1 yfir í einvíginu gegn Boston og vantar aðeins einn sigur í viðbót til að komast í undanúrslit Austurdeildarinnar. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Golf Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Fótbolti Steven Gerrard orðinn afi Enski boltinn Fleiri fréttir Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Sjá meira