NBA dagsins: Sóknarþríeykið ógurlega hjá Brooklyn skoraði samtals 104 stig Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 31. maí 2021 15:01 Kevin Durant og Kyrie Irving fóru hamförum gegn Boston Celtics. ap/Elise Amendola Sóknarþríeykið ógurlega hjá Brooklyn Nets sýndi allar sínar bestu hliðar þegar liðið vann Boston Celtics, 126-141, í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í nótt. Brooklyn er 3-1 yfir í einvígi liðanna og vantar aðeins einn sigur í viðbót til að komast í undanúrslit Austurdeildarinnar. Í fyrsta og væntanlega síðasta sinn á tímabilinu gátu stuðningsmenn Boston fyllt TD Garden. Þeir sáu Brooklyn fara afar illa með þeirra menn og vinna öruggan sigur. Einn stuðningsmaður Boston varð sér til skammar þegar hann kastaði vatnsflösku í átt að Kyrie Irving eftir leikinn. Hann var handtekinn og á von á lífstíðarbanni frá TD Garden. Miðið var betur stillt hjá Irving en stuðningsmanninum og hann skoraði 39 stig fyrir Brooklyn gegn sínum gömlu félögum. Hann var þó ekki stigahæstur í liði Brooklyn því Kevin Durant skoraði 42 stig úr aðeins tuttugu skotum. James Harden átti einnig góðan leik; skoraði 23 stig og gaf átján stoðsendingar sem er persónulegt met hjá honum í úrslitakeppninni. Irving, Durant og Harden skoruðu samtals 104 stig og jöfnuðu þar með met yfir flest stig skoruð af þremur leikmönnum í sama liði í úrslitakeppninni. Það gerðist fyrst 1973 þegar JoJo White, John Havlicek og Dave Cowens skoruðu 104 stig fyrir Boston og síðan 1986 þegar Dominique Wilkins, Spud Webb og Randy Whitman gerðu slíkt hið sama fyrir Atlanta Hawks. Joe Harris og Bruce Brown skoruðu fjórtán stig hvor fyrir Brooklyn sem var með 59,3 prósent þriggja stiga nýtingu í leiknum. Jayson Tatum skoraði fjörutíu stig fyrir Boston og hefur skorað samtals níutíu stig í síðustu tveimur leikjunum í einvíginu. Marcus Smart og Evan Fournier skoruðu sextán stig hvor. Í spilaranum hér fyrir neðan má sjá brot úr leik Boston og Brooklyn sem og öðrum leikjum gærkvöldsins og næturinnar í úrslitakeppni NBA. Klippa: NBA dagsins 31. maí NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. NBA Tengdar fréttir Handtekinn fyrir að kasta flösku í Kyrie Irving: „Við erum ekki dýr og erum ekki í sirkus“ Stuðningsmaður Boston Celtics var handtekinn eftir að hafa kastað vatnsflösku í átt að Kyrie Irving eftir leik gegn Brooklyn Nets í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í nótt. Brooklyn vann leikinn, 126-141. 31. maí 2021 08:01 Chris Paul neitaði að hvíla og leiddi Phoenix til sigurs á meisturunum Chris Paul og félagar í Phoenix Suns jöfnuðu metin í einvíginu við meistara Los Angels Lakers í átta liða úrslitum Vesturdeildar NBA með 92-100 sigri í Staples Center í gær. 31. maí 2021 07:30 Mest lesið Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Golf Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Körfubolti Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Enski boltinn Fleiri fréttir Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Sjá meira
Brooklyn er 3-1 yfir í einvígi liðanna og vantar aðeins einn sigur í viðbót til að komast í undanúrslit Austurdeildarinnar. Í fyrsta og væntanlega síðasta sinn á tímabilinu gátu stuðningsmenn Boston fyllt TD Garden. Þeir sáu Brooklyn fara afar illa með þeirra menn og vinna öruggan sigur. Einn stuðningsmaður Boston varð sér til skammar þegar hann kastaði vatnsflösku í átt að Kyrie Irving eftir leikinn. Hann var handtekinn og á von á lífstíðarbanni frá TD Garden. Miðið var betur stillt hjá Irving en stuðningsmanninum og hann skoraði 39 stig fyrir Brooklyn gegn sínum gömlu félögum. Hann var þó ekki stigahæstur í liði Brooklyn því Kevin Durant skoraði 42 stig úr aðeins tuttugu skotum. James Harden átti einnig góðan leik; skoraði 23 stig og gaf átján stoðsendingar sem er persónulegt met hjá honum í úrslitakeppninni. Irving, Durant og Harden skoruðu samtals 104 stig og jöfnuðu þar með met yfir flest stig skoruð af þremur leikmönnum í sama liði í úrslitakeppninni. Það gerðist fyrst 1973 þegar JoJo White, John Havlicek og Dave Cowens skoruðu 104 stig fyrir Boston og síðan 1986 þegar Dominique Wilkins, Spud Webb og Randy Whitman gerðu slíkt hið sama fyrir Atlanta Hawks. Joe Harris og Bruce Brown skoruðu fjórtán stig hvor fyrir Brooklyn sem var með 59,3 prósent þriggja stiga nýtingu í leiknum. Jayson Tatum skoraði fjörutíu stig fyrir Boston og hefur skorað samtals níutíu stig í síðustu tveimur leikjunum í einvíginu. Marcus Smart og Evan Fournier skoruðu sextán stig hvor. Í spilaranum hér fyrir neðan má sjá brot úr leik Boston og Brooklyn sem og öðrum leikjum gærkvöldsins og næturinnar í úrslitakeppni NBA. Klippa: NBA dagsins 31. maí NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA Tengdar fréttir Handtekinn fyrir að kasta flösku í Kyrie Irving: „Við erum ekki dýr og erum ekki í sirkus“ Stuðningsmaður Boston Celtics var handtekinn eftir að hafa kastað vatnsflösku í átt að Kyrie Irving eftir leik gegn Brooklyn Nets í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í nótt. Brooklyn vann leikinn, 126-141. 31. maí 2021 08:01 Chris Paul neitaði að hvíla og leiddi Phoenix til sigurs á meisturunum Chris Paul og félagar í Phoenix Suns jöfnuðu metin í einvíginu við meistara Los Angels Lakers í átta liða úrslitum Vesturdeildar NBA með 92-100 sigri í Staples Center í gær. 31. maí 2021 07:30 Mest lesið Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Golf Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Körfubolti Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Enski boltinn Fleiri fréttir Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Sjá meira
Handtekinn fyrir að kasta flösku í Kyrie Irving: „Við erum ekki dýr og erum ekki í sirkus“ Stuðningsmaður Boston Celtics var handtekinn eftir að hafa kastað vatnsflösku í átt að Kyrie Irving eftir leik gegn Brooklyn Nets í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í nótt. Brooklyn vann leikinn, 126-141. 31. maí 2021 08:01
Chris Paul neitaði að hvíla og leiddi Phoenix til sigurs á meisturunum Chris Paul og félagar í Phoenix Suns jöfnuðu metin í einvíginu við meistara Los Angels Lakers í átta liða úrslitum Vesturdeildar NBA með 92-100 sigri í Staples Center í gær. 31. maí 2021 07:30
Uppgjörið: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti
Uppgjörið: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti