Áhorfendur í NBA halda áfram að haga sér eins og kjánar Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 1. júní 2021 20:15 Dwight Howard, miðherji Philadelphia 76ers, horfir á áhorfandann sem gerði sér ferð inn á völlinn í leiknum gegn Washington Wizards í Capitol One höllinni í nótt. getty/Tim Nwachukwu Áhorfandi hljóp inn á völlinn, stökk upp og snerti spjaldið í leik Washington Wizards og Philadelphia 76ers í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta í nótt. Þegar þrjár mínútur voru eftir af 3. leikhluta hljóp áhorfandi niður nokkrar sætaraðir í Capitol One höllinni í Washington, inn á völlinn og snerti spjaldið þegar heimamenn voru að fara í sókn. Einn dómaranna tók eftir áhorfandanum og stöðvaði leikinn. Öryggisverðir í höllinni tækluðu svo manninn og hann var í kjölfarið handtekinn. Þetta er enn eitt dæmið um fáránlega hegðun áhorfenda í úrslitakeppni NBA undanfarna daga. Í gær var stuðningsmaður Boston Celtics handtekinn fyrir að kasta flösku í átt að Kyrie Irving, leikmanni Brooklyn Nets. Þá sturtaði stuðningsmaður Philadelphia poppkorni yfir Russell Westbrook, leikmann Washington, hrækt var á Trae Young, leikmann Atlanta Hawks, og stuðningsmenn Utah Jazz hrópuðu ókvæðisorð og beittu fjölskyldu Jas Morant hjá Memphis Grizzlies kynþáttaníði. „Þetta er ekki leikur eða eitthvað rugl. Þú getur ekki bara gert það sem þú vilt og hlaupið um. Þetta er vinnan okkar og við tökum henni mjög alvarlega,“ sagði Westbrook eftir leikinn í nótt sem Washington vann, 122-114. Áhorfendinn sem fann hjá sér þessa knýjandi þörf til að hlaupa inn á völlinn verður væntanlega kærður fyrir framkomu sína og settur í bann frá heimaleikjum Washington í framtíðinni. Staðan í einvígi Washington og Philadelphia er 3-1, Sixers í vil. Næsti leikur liðanna er í Philadelphia. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. NBA Mest lesið „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Íslenski boltinn „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Körfubolti Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu Körfubolti Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Handbolti Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Handbolti Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða Íslenski boltinn Niðurbrotin Eygló keppir ekki á HM Sport Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Handbolti Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Elvar stigahæstur í fyrsta deildarleiknum með nýja liðinu Bikarmeistarar Vals byrja á móti B-liði KR Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Sjá meira
Þegar þrjár mínútur voru eftir af 3. leikhluta hljóp áhorfandi niður nokkrar sætaraðir í Capitol One höllinni í Washington, inn á völlinn og snerti spjaldið þegar heimamenn voru að fara í sókn. Einn dómaranna tók eftir áhorfandanum og stöðvaði leikinn. Öryggisverðir í höllinni tækluðu svo manninn og hann var í kjölfarið handtekinn. Þetta er enn eitt dæmið um fáránlega hegðun áhorfenda í úrslitakeppni NBA undanfarna daga. Í gær var stuðningsmaður Boston Celtics handtekinn fyrir að kasta flösku í átt að Kyrie Irving, leikmanni Brooklyn Nets. Þá sturtaði stuðningsmaður Philadelphia poppkorni yfir Russell Westbrook, leikmann Washington, hrækt var á Trae Young, leikmann Atlanta Hawks, og stuðningsmenn Utah Jazz hrópuðu ókvæðisorð og beittu fjölskyldu Jas Morant hjá Memphis Grizzlies kynþáttaníði. „Þetta er ekki leikur eða eitthvað rugl. Þú getur ekki bara gert það sem þú vilt og hlaupið um. Þetta er vinnan okkar og við tökum henni mjög alvarlega,“ sagði Westbrook eftir leikinn í nótt sem Washington vann, 122-114. Áhorfendinn sem fann hjá sér þessa knýjandi þörf til að hlaupa inn á völlinn verður væntanlega kærður fyrir framkomu sína og settur í bann frá heimaleikjum Washington í framtíðinni. Staðan í einvígi Washington og Philadelphia er 3-1, Sixers í vil. Næsti leikur liðanna er í Philadelphia. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA Mest lesið „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Íslenski boltinn „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Körfubolti Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu Körfubolti Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Handbolti Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Handbolti Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða Íslenski boltinn Niðurbrotin Eygló keppir ekki á HM Sport Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Handbolti Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Elvar stigahæstur í fyrsta deildarleiknum með nýja liðinu Bikarmeistarar Vals byrja á móti B-liði KR Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Sjá meira