Sérfræðingar uggandi yfir andlegri heilsu flugáhafna Hólmfríður Gísladóttir skrifar 2. júní 2021 13:18 Velferð flugáhafna er þáttur í flugöryggi. Sérfræðingar segja hættu á því að flugfélög horfi ekki til andlegrar heilsu og velferðar flugmanna og annara áhafnameðlima nú þegar allt kapp er lagt á að koma vélum aftur í loftið. Margir starfsmenn í fluggeiranum upplifðu kvíða, streitu og þunglyndi í kórónuveirufaraldrinum en segjast hafa upplifað að vera lattir frá því að leita sér aðstoðar. Það geti leitt til mögulegra heilsuvandamála og öryggishættu. „Það má ekki sópa þessu undir teppið eða setja í einhver spariföt. Gögnin benda til þess að fjöldi flugmanna hafi átt erfitt fyrir Covid en hafi ekki viljað greina vinnuveitendum frá andlegum erfiðleikum vegna fordóma og ótta við af missa flugleyfið og mögulega tekjurnar,“ segir Paul Cullen. Cullen er flugmaður og tilheyrir hóp hjá Trinity College í Dublin sem rannsakar velferð flugáhafna og áhrif hennar á frammistöðu þeirra og öryggi í fluggeiranum. Hann segir að alveg eins og það sé mikilvægt að tryggja að flugvélarnar séu flughæfar, þá þurfi að tryggja að þeir sem fljúga þeim séu það líka. Teymið gerði könnun meðal þúsund flugmanna árið 2019 og komust að því að um 18 prósent þjáðust af þunglyndi og 80 prósent af kulnun. Meira en þrír fjórðu sögðust ekki myndu greina frá vanlíðan sinni á vinnustaðnum og 81 prósent sagðist ekki upplifa að vera metinn að verðleikum af atvinnurekandanum. Önnur könnun sem náði til 2.000 starfsmanna í flugbransanum og gerð var í ágúst síðastliðnum leiddi í ljós að vanlíðan þeirra var meiri en í samfélaginu almennt. Um 20 prósent flugmanna og nærri 60 prósent flugliða sögðust þjást af þunglyndi. Cullen segir að nú þegar ferðaiðnaðurinn fer að taka við sér séu sömu vandamálin til staðar og fyrir Covid en geta starfsfólks til að takast á við þau minni. Joan Cahill, sem leiðir Trinity-hópinn, segir að vellíðan sé þáttur í flugöryggi og að atvinnurekendur verði að gera meira en að bjóða upp á líkamsrækt og jóga. Þeir þurfi að bjóða upp á stuðning, ráðgjöf, sveigjanleika og skapa umhverfi þar sem starfsmenn þora að tjá sig. Ítarlega frétt um málið má finna hjá Guardian. Fréttir af flugi Ferðalög Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fleiri fréttir Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Sjá meira
Margir starfsmenn í fluggeiranum upplifðu kvíða, streitu og þunglyndi í kórónuveirufaraldrinum en segjast hafa upplifað að vera lattir frá því að leita sér aðstoðar. Það geti leitt til mögulegra heilsuvandamála og öryggishættu. „Það má ekki sópa þessu undir teppið eða setja í einhver spariföt. Gögnin benda til þess að fjöldi flugmanna hafi átt erfitt fyrir Covid en hafi ekki viljað greina vinnuveitendum frá andlegum erfiðleikum vegna fordóma og ótta við af missa flugleyfið og mögulega tekjurnar,“ segir Paul Cullen. Cullen er flugmaður og tilheyrir hóp hjá Trinity College í Dublin sem rannsakar velferð flugáhafna og áhrif hennar á frammistöðu þeirra og öryggi í fluggeiranum. Hann segir að alveg eins og það sé mikilvægt að tryggja að flugvélarnar séu flughæfar, þá þurfi að tryggja að þeir sem fljúga þeim séu það líka. Teymið gerði könnun meðal þúsund flugmanna árið 2019 og komust að því að um 18 prósent þjáðust af þunglyndi og 80 prósent af kulnun. Meira en þrír fjórðu sögðust ekki myndu greina frá vanlíðan sinni á vinnustaðnum og 81 prósent sagðist ekki upplifa að vera metinn að verðleikum af atvinnurekandanum. Önnur könnun sem náði til 2.000 starfsmanna í flugbransanum og gerð var í ágúst síðastliðnum leiddi í ljós að vanlíðan þeirra var meiri en í samfélaginu almennt. Um 20 prósent flugmanna og nærri 60 prósent flugliða sögðust þjást af þunglyndi. Cullen segir að nú þegar ferðaiðnaðurinn fer að taka við sér séu sömu vandamálin til staðar og fyrir Covid en geta starfsfólks til að takast á við þau minni. Joan Cahill, sem leiðir Trinity-hópinn, segir að vellíðan sé þáttur í flugöryggi og að atvinnurekendur verði að gera meira en að bjóða upp á líkamsrækt og jóga. Þeir þurfi að bjóða upp á stuðning, ráðgjöf, sveigjanleika og skapa umhverfi þar sem starfsmenn þora að tjá sig. Ítarlega frétt um málið má finna hjá Guardian.
Fréttir af flugi Ferðalög Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fleiri fréttir Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Sjá meira