Ísland verður síðasta þróaða ríkið til að endurheimta fyrri efnahagsstyrk Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 2. júní 2021 17:44 Mun meira atvinnuleysi er spáð á Íslandi á næsta ári en þeim löndum sem eiga að ná sömu vergu landsframleiðslu og fyrir faraldurinn á næstu mánuðum. vísir/vilhelm Ekkert þróað ríki verður jafn lengi að endurheimta fyrri efnahagsstyrk eftir heimsfaraldurinn og Ísland, samkvæmt nýrri spá OECD. Við matið er verg landsframleiðsla á mann notuð sem mælikvarði á þetta. Samkvæmt spánni munu til dæmis löndin Bandaríkin, Írland, Japan og Noregur endurheimta sama efnahagsstyrk og fyrir faraldurinn á næstu mánuðum. Ísland á hins vegar ekki að ná þeim áfanga fyrr en eftir rúm tvö ár, á þriðja ársfjórðungi ársins 2023. Spá OECD um það hvenær þróuð ríki ná aftur fyrri efnahagsstyrk sínum.oecd Í skýrslunni segir að þegar atvinnuúrræðum stjórnvalda ljúki eftir sumarið sé gert ráð fyrir að atvinnuleysi verði 8 prósent en það eigi eftir að minnka niður í 7,6 prósent á næsta ári. Það er gríðarlega mikið atvinnuleysi en til samanburðar við ríki sem eiga að ná aftur sömu vergu landsframleiðslu á mann á næstu mánuðum er aðeins spáð 4 prósent atvinnuleysi í Noregi á næsta ári og 4,3 prósent í Bandaríkjunum. Verg landsframleiðsla á mann: Verg landsframleiðsla (VLF) innifelur allar vörur og þjónustu sem framleidd er innan hvers ríkis árlega, að frádregnum þeim vörum sem notaðar eru við framleiðsluna. Hér er VLF deilt jafnt á alla íbúa landa. Stjórnvöld beini aðgerðum að verst stöddu heimilunum Í skýrslunni eru íslensk stjórnvöld þá hvött til að beina stuðningsaðgerðum sínum beint að þeim sem þurfa mest á þeim að halda, eins og heimilum sem eru illa stödd fjárhagslega. Verg landsframleiðsla á Íslandi á síðan að aukast um 2,8 prósent í ár og 4,7 prósent árið 2022. Gert er ráð fyrir að ferðaþjónustan fari að taka við sér á næstu mánuðum og að sjávarútvegurinn haldi áfram að skila inn tekjum. Þá er gert ráð fyrir að útgjöld heimilanna eigi eftir að aukast á næstu mánuðum. Sömu vergu landsframleiðslu og þekktist fyrir faraldurinn verður þó ekki náð fyrr en á síðari hluta þarnæsta árs. Efnahagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Innlent Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Erlent Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Innlent Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Innlent „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Innlent Fleiri fréttir Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Sjá meira
Samkvæmt spánni munu til dæmis löndin Bandaríkin, Írland, Japan og Noregur endurheimta sama efnahagsstyrk og fyrir faraldurinn á næstu mánuðum. Ísland á hins vegar ekki að ná þeim áfanga fyrr en eftir rúm tvö ár, á þriðja ársfjórðungi ársins 2023. Spá OECD um það hvenær þróuð ríki ná aftur fyrri efnahagsstyrk sínum.oecd Í skýrslunni segir að þegar atvinnuúrræðum stjórnvalda ljúki eftir sumarið sé gert ráð fyrir að atvinnuleysi verði 8 prósent en það eigi eftir að minnka niður í 7,6 prósent á næsta ári. Það er gríðarlega mikið atvinnuleysi en til samanburðar við ríki sem eiga að ná aftur sömu vergu landsframleiðslu á mann á næstu mánuðum er aðeins spáð 4 prósent atvinnuleysi í Noregi á næsta ári og 4,3 prósent í Bandaríkjunum. Verg landsframleiðsla á mann: Verg landsframleiðsla (VLF) innifelur allar vörur og þjónustu sem framleidd er innan hvers ríkis árlega, að frádregnum þeim vörum sem notaðar eru við framleiðsluna. Hér er VLF deilt jafnt á alla íbúa landa. Stjórnvöld beini aðgerðum að verst stöddu heimilunum Í skýrslunni eru íslensk stjórnvöld þá hvött til að beina stuðningsaðgerðum sínum beint að þeim sem þurfa mest á þeim að halda, eins og heimilum sem eru illa stödd fjárhagslega. Verg landsframleiðsla á Íslandi á síðan að aukast um 2,8 prósent í ár og 4,7 prósent árið 2022. Gert er ráð fyrir að ferðaþjónustan fari að taka við sér á næstu mánuðum og að sjávarútvegurinn haldi áfram að skila inn tekjum. Þá er gert ráð fyrir að útgjöld heimilanna eigi eftir að aukast á næstu mánuðum. Sömu vergu landsframleiðslu og þekktist fyrir faraldurinn verður þó ekki náð fyrr en á síðari hluta þarnæsta árs.
Verg landsframleiðsla á mann: Verg landsframleiðsla (VLF) innifelur allar vörur og þjónustu sem framleidd er innan hvers ríkis árlega, að frádregnum þeim vörum sem notaðar eru við framleiðsluna. Hér er VLF deilt jafnt á alla íbúa landa.
Efnahagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Innlent Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Erlent Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Innlent Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Innlent „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Innlent Fleiri fréttir Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Sjá meira