Doncic heldur áfram að kvelja Clippers Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 3. júní 2021 07:31 Luka Doncic fagnar eftir sigurinn á Los Angeles Clippers. getty/Kevork Djansezian Luka Doncic átti magnaðan leik þegar Dallas Mavericks tók aftur forystuna í einvíginu gegn Los Angeles Clippers í úrslitakeppni NBA-deildarinnar með 100-105 sigri í leik liðanna í nótt. Dallas leiðir einvígið, 3-2, en allir fimm leikirnir í því hafa unnist á útivelli. Það hefur aðeins tvisvar sinnum áður gerst í sögu úrslitakeppninnar og ekki síðan 1995. Eftir að hafa orðið fyrir hnjaski og leikið undir pari í síðasta leik sýndi Doncic hversu góður hann er í nótt. Hann skoraði 42 stig, tók átta fráköst og gaf fjórtán stoðsendingar sem er persónulegt met hjá honum. Doncic er aðeins annar leikmaðurinn í sögu úrslitakeppninnar sem skorar fjörutíu stig eða meira og gefur fjórtán stoðsendingar eða meira í sama leiknum. Hinn er LeBron James sem afrekaði þetta fyrir þremur árum. 42 and 14 for LUKA in Game 5 @luka7doncic becomes the 2nd player in @NBAHistory with 40+ points and 14+ assists in an #NBAPlayoffs game!Game 6 - Fri, 9pm/et, ESPN pic.twitter.com/jtjdnk4doS— NBA (@NBA) June 3, 2021 After Luka Doncic's 42 points and 14 assists tonight, look back at the only other 40+ point, 14+ assist game in #NBAPlayoffs history.. LeBron James' 43 and 14 on May 3, 2018 in Toronto! pic.twitter.com/V6AVF7ay0b— NBA History (@NBAHistory) June 3, 2021 Doncic kom með beinum hætti að 31 af 37 körfum Dallas í leiknum sem er met í úrslitakeppninni. Paul George skoraði 23 stig fyrir Clippers og Kawhi Leonard og Reggie Jackson voru með sitt hvor tuttugu stigin. Atlanta Hawks, Philadelphia 76ers og Utah Jazz tryggðu sig öll áfram í næstu umferð með sigrum í nótt. Atlanta sigraði New York Knicks, 89-103, í Madison Square Garden og vann einvígið, 4-1. Trae Young átti enn einn stórleikinn fyrir Haukana en hann skoraði 36 stig og gaf níu stoðsendingar. Julius Randle skoraði 23 stig fyrir Knicks. Trae puts the finishing touch on his first #NBAPlayoffs series W! pic.twitter.com/ATdo5hM9yp— NBA (@NBA) June 3, 2021 Í undanúrslitum Austurdeildarinnar mætir Atlanta Philadelphia sem vann Washington Wizards, 129-112, þrátt fyrir að leika án Joels Embiid sem er meiddur. Seth Curry skoraði þrjátíu stig fyrir Philadelphia og Tobias Harris 28. Ben Simmons var með þrefalda tvennu; nítján stig, tíu fráköst og ellefu stoðsendingar. Bradley Beal skoraði 32 stig fyrir Washington. 30 PTS for @sdotcurry (#NBAPlayoffs career-high) 28 PTS, 9 REB, 6 AST for @tobias31 The @sixers advance to the East Semis vs. ATL, with Game 1 Sunday. pic.twitter.com/rgXt9x1Lmh— NBA (@NBA) June 3, 2021 Utah sigraði Memphis Grizzlies, 126-110, og vann einvígið, 4-1. Donovan Mitchell skoraði þrjátíu stig fyrir Utah og gaf tíu stoðsendingar. Hann hitti úr ellefu af sextán skotum sínum og var kominn með 26 stig í hálfleik. Jordan Clarkson skoraði 24 stig fyrir Utah og Rudy Gobert var með 23 stig og tók fimmtán fráköst. Utah mætir sigurvegaranum úr einvígi Dallas og Clippers í næstu umferð. Donovan & Rudy DOMINATE.. @utahjazz advance to West Semis! @spidadmitchell: 30 PTS, 10 AST@rudygobert27: 23 PTS, 15 REB, 3 BLK pic.twitter.com/tKcfruKQ8E— NBA (@NBA) June 3, 2021 Ja Morant og Dillon Brooks skoruðu 27 stig hvor fyrir Memphis. Sá fyrrnefndi gaf einnig ellefu stoðsendingar. Úrslitin í nótt LA Clippers 100-105 Dallas NY Knicks 89-103 Atlanta Philadelphia 129-112 Washington Utah 126-110 Memphis NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. NBA Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Enski boltinn Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Freyr sagði já við Brann Fótbolti Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Enski boltinn „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Stórsigur hjá KR-ingum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjá meira
Dallas leiðir einvígið, 3-2, en allir fimm leikirnir í því hafa unnist á útivelli. Það hefur aðeins tvisvar sinnum áður gerst í sögu úrslitakeppninnar og ekki síðan 1995. Eftir að hafa orðið fyrir hnjaski og leikið undir pari í síðasta leik sýndi Doncic hversu góður hann er í nótt. Hann skoraði 42 stig, tók átta fráköst og gaf fjórtán stoðsendingar sem er persónulegt met hjá honum. Doncic er aðeins annar leikmaðurinn í sögu úrslitakeppninnar sem skorar fjörutíu stig eða meira og gefur fjórtán stoðsendingar eða meira í sama leiknum. Hinn er LeBron James sem afrekaði þetta fyrir þremur árum. 42 and 14 for LUKA in Game 5 @luka7doncic becomes the 2nd player in @NBAHistory with 40+ points and 14+ assists in an #NBAPlayoffs game!Game 6 - Fri, 9pm/et, ESPN pic.twitter.com/jtjdnk4doS— NBA (@NBA) June 3, 2021 After Luka Doncic's 42 points and 14 assists tonight, look back at the only other 40+ point, 14+ assist game in #NBAPlayoffs history.. LeBron James' 43 and 14 on May 3, 2018 in Toronto! pic.twitter.com/V6AVF7ay0b— NBA History (@NBAHistory) June 3, 2021 Doncic kom með beinum hætti að 31 af 37 körfum Dallas í leiknum sem er met í úrslitakeppninni. Paul George skoraði 23 stig fyrir Clippers og Kawhi Leonard og Reggie Jackson voru með sitt hvor tuttugu stigin. Atlanta Hawks, Philadelphia 76ers og Utah Jazz tryggðu sig öll áfram í næstu umferð með sigrum í nótt. Atlanta sigraði New York Knicks, 89-103, í Madison Square Garden og vann einvígið, 4-1. Trae Young átti enn einn stórleikinn fyrir Haukana en hann skoraði 36 stig og gaf níu stoðsendingar. Julius Randle skoraði 23 stig fyrir Knicks. Trae puts the finishing touch on his first #NBAPlayoffs series W! pic.twitter.com/ATdo5hM9yp— NBA (@NBA) June 3, 2021 Í undanúrslitum Austurdeildarinnar mætir Atlanta Philadelphia sem vann Washington Wizards, 129-112, þrátt fyrir að leika án Joels Embiid sem er meiddur. Seth Curry skoraði þrjátíu stig fyrir Philadelphia og Tobias Harris 28. Ben Simmons var með þrefalda tvennu; nítján stig, tíu fráköst og ellefu stoðsendingar. Bradley Beal skoraði 32 stig fyrir Washington. 30 PTS for @sdotcurry (#NBAPlayoffs career-high) 28 PTS, 9 REB, 6 AST for @tobias31 The @sixers advance to the East Semis vs. ATL, with Game 1 Sunday. pic.twitter.com/rgXt9x1Lmh— NBA (@NBA) June 3, 2021 Utah sigraði Memphis Grizzlies, 126-110, og vann einvígið, 4-1. Donovan Mitchell skoraði þrjátíu stig fyrir Utah og gaf tíu stoðsendingar. Hann hitti úr ellefu af sextán skotum sínum og var kominn með 26 stig í hálfleik. Jordan Clarkson skoraði 24 stig fyrir Utah og Rudy Gobert var með 23 stig og tók fimmtán fráköst. Utah mætir sigurvegaranum úr einvígi Dallas og Clippers í næstu umferð. Donovan & Rudy DOMINATE.. @utahjazz advance to West Semis! @spidadmitchell: 30 PTS, 10 AST@rudygobert27: 23 PTS, 15 REB, 3 BLK pic.twitter.com/tKcfruKQ8E— NBA (@NBA) June 3, 2021 Ja Morant og Dillon Brooks skoruðu 27 stig hvor fyrir Memphis. Sá fyrrnefndi gaf einnig ellefu stoðsendingar. Úrslitin í nótt LA Clippers 100-105 Dallas NY Knicks 89-103 Atlanta Philadelphia 129-112 Washington Utah 126-110 Memphis NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
LA Clippers 100-105 Dallas NY Knicks 89-103 Atlanta Philadelphia 129-112 Washington Utah 126-110 Memphis
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Enski boltinn Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Freyr sagði já við Brann Fótbolti Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Enski boltinn „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Stórsigur hjá KR-ingum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjá meira