NBA dagsins: Skoraði þrjátíu stig þrátt fyrir svefnlitla nótt vegna ofnæmiskasts Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 3. júní 2021 15:01 Rudy Gobert, Donovan Mitchell og félagar í Utah Jazz eru komnir áfram í undanúrslit Vesturdeildarinnar. ap/Rick Bowmer Undirbúningur Donovans Mitchell, leikmanns Utah Jazz, fyrir leikinn gegn Memphis Grizzlies var ekki eins og best verður á kosið. Nóttina fyrir leikinn vaknaði Mitchell nefnilega á hverjum klukkutíma vegna ofnæmiskasts. „Ofnæmið hefur leikið mig grátt og hefur líklega aldrei verið verra,“ sagði Mitchell eftir leikinn í Utah. Ofnæmið og svefnleysið virtist þó ekki hafa mikil áhrif á Mitchell í leiknum, sérstaklega ekki í fyrri hálfleik þar sem hann skoraði 26 af þrjátíu stigum sínum. Hann tók einnig sex fráköst og gaf tíu stoðsendingar. Utah byrjaði leikinn af miklum krafti og var tuttugu stigum yfir eftir 1. leikhlutann, 47-27. Utah hefur aldrei skorað jafn mörg stig í leikhluta í úrslitakeppninni í sögu félagsins. Eftir þessa frábæru byrjun var eftirleikurinn nokkuð auðveldur. Utah náði mest 35 stiga forskoti, 91-56, um miðjan 3. leikhluta en Memphis lagaði stöðuna aðeins í 4. leikhluta. Mitchell missti af fyrsta leiknum gegn Memphis vegna meiðsla og hann tapaðist. Liðið hefur hins vegar unnið alla fjóra leikina síðan hann sneri aftur. Í undanúrslitum Vesturdeildarinnar mætir Utah sigurvegaranum úr einvígi Los Angeles Clippers og Dallas Mavericks. Jordan Clarkson skoraði 24 stig fyrir Utah í leiknum í nótt og Ruby Gobert lét einnig mikið að sér kveða. Franski miðherjinn skoraði 23 stig og tók fimmtán fráköst. Royce O'Neale og Bojan Bogdanovic skoruðu sautján stig hvor. Ja Morant stóð upp úr í liði Memphis með 27 stig, sjö fráköst og ellefu stoðsendingar. Í sínu fyrsta einvígi í úrslitakeppninni var hann með 30,2 stig, 4,8 fráköst og 8,2 stoðsendingar að meðaltali í leik. Í spilaranum hér fyrir neðan má sjá brot úr leik Utah og Memphis sem og leikjum Los Angeles Clippers og Dallas Mavericks, New York Knicks og Atlanta Hawks og Philadelphia 76ers og Washington Wizards auk flottustu tilþrifa leikjanna. Klippa: NBA dagsins 3. júní NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. NBA Tengdar fréttir Doncic heldur áfram að kvelja Clippers Luka Doncic átti magnaðan leik þegar Dallas Mavericks tók aftur forystuna í einvíginu gegn Los Angeles Clippers í úrslitakeppni NBA-deildarinnar með 100-105 sigri í leik liðanna í nótt. 3. júní 2021 07:31 Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Fótbolti „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla, frábærir leikir í enska og uppgjör frægra í Doc Zone Sport „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Handbolti Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Körfubolti Fleiri fréttir Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Sjá meira
Nóttina fyrir leikinn vaknaði Mitchell nefnilega á hverjum klukkutíma vegna ofnæmiskasts. „Ofnæmið hefur leikið mig grátt og hefur líklega aldrei verið verra,“ sagði Mitchell eftir leikinn í Utah. Ofnæmið og svefnleysið virtist þó ekki hafa mikil áhrif á Mitchell í leiknum, sérstaklega ekki í fyrri hálfleik þar sem hann skoraði 26 af þrjátíu stigum sínum. Hann tók einnig sex fráköst og gaf tíu stoðsendingar. Utah byrjaði leikinn af miklum krafti og var tuttugu stigum yfir eftir 1. leikhlutann, 47-27. Utah hefur aldrei skorað jafn mörg stig í leikhluta í úrslitakeppninni í sögu félagsins. Eftir þessa frábæru byrjun var eftirleikurinn nokkuð auðveldur. Utah náði mest 35 stiga forskoti, 91-56, um miðjan 3. leikhluta en Memphis lagaði stöðuna aðeins í 4. leikhluta. Mitchell missti af fyrsta leiknum gegn Memphis vegna meiðsla og hann tapaðist. Liðið hefur hins vegar unnið alla fjóra leikina síðan hann sneri aftur. Í undanúrslitum Vesturdeildarinnar mætir Utah sigurvegaranum úr einvígi Los Angeles Clippers og Dallas Mavericks. Jordan Clarkson skoraði 24 stig fyrir Utah í leiknum í nótt og Ruby Gobert lét einnig mikið að sér kveða. Franski miðherjinn skoraði 23 stig og tók fimmtán fráköst. Royce O'Neale og Bojan Bogdanovic skoruðu sautján stig hvor. Ja Morant stóð upp úr í liði Memphis með 27 stig, sjö fráköst og ellefu stoðsendingar. Í sínu fyrsta einvígi í úrslitakeppninni var hann með 30,2 stig, 4,8 fráköst og 8,2 stoðsendingar að meðaltali í leik. Í spilaranum hér fyrir neðan má sjá brot úr leik Utah og Memphis sem og leikjum Los Angeles Clippers og Dallas Mavericks, New York Knicks og Atlanta Hawks og Philadelphia 76ers og Washington Wizards auk flottustu tilþrifa leikjanna. Klippa: NBA dagsins 3. júní NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA Tengdar fréttir Doncic heldur áfram að kvelja Clippers Luka Doncic átti magnaðan leik þegar Dallas Mavericks tók aftur forystuna í einvíginu gegn Los Angeles Clippers í úrslitakeppni NBA-deildarinnar með 100-105 sigri í leik liðanna í nótt. 3. júní 2021 07:31 Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Fótbolti „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla, frábærir leikir í enska og uppgjör frægra í Doc Zone Sport „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Handbolti Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Körfubolti Fleiri fréttir Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Sjá meira
Doncic heldur áfram að kvelja Clippers Luka Doncic átti magnaðan leik þegar Dallas Mavericks tók aftur forystuna í einvíginu gegn Los Angeles Clippers í úrslitakeppni NBA-deildarinnar með 100-105 sigri í leik liðanna í nótt. 3. júní 2021 07:31