Umdeildur Guðni opnar Norðurá með að setja í vænan hæng Jakob Bjarnar skrifar 4. júní 2021 10:44 Ýmsir veiðimenn eru þeirrar skoðunar að það hefði mátt finna heppilegri mann en Guðna Ágústsson til að opna Norðurá. Ekki eru allir stangveiðimenn jafn ánægðir með að Guðna Ágústssyni fyrrverandi landbúnaðarráðherra hafi hlotnast sá heiður að hefja laxveiðitímabilið. Guðni Ágústsson, fyrrverandi landbúnaðarráðherra, gerði sér lítið fyrir, setti í og landaði 14 punda hæng. Þetta mun vera fyrsti laxinn sem Guðni veiðir á flugu. Skessuhorn greindi frá þessu nú fyrir stundu. Það má því segja að laxveiðin fari vel af stað. Norðurá í Borgarfirði var opnuð í morgun. Í hugum margra er það til marks um að laxveiðitímabilið sé formlega hafið. Jafnan ríkir nokkur spenna um hver velst til þess að hefja veiðar en í gegnum tíðina hafa margir þjóðþekktir einstaklingar verið fengnir til þess. Þannig hafa tónlistarmenn verið vinsælir: Helgi Björns og Vilborg Halldórsdóttir völdust til þess síðast, þá hafa óperusöngvararnir Kristján Jóhannsson og Kristinn Sigmundsson opnað ána, sem og Bó. Þá mættu þeir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Bjarni Benediktsson þegar þeir leiddu ríkisstjórn Íslands. Ekki eru allir veiðimenn jafn ánægðir með að Guðna hafi hlotnast þessi heiður. Þannig bendir Pálmi Gunnarsson tónlistarmaður; landsþekktur veiðimaður og náttúruverndarsinni, á það að Guðni sé einn af höfundum núverandi laga um laxeldi. „Passar einstaklega vel að bjóða honum í opnun Norðurár,“ segir Pálmi háðskur. En sjókvíaeldið er eitur í beinum flestra stangveiðimanna. Erling Ingvason bætir því við að Guðni sé „líka sá sem breytti jarðalögum þann veg að auðmenn gátu farið að safna jörðum, hann er mesti trúður íslenskrar stjórnmálasögu og ég er ekki að grínast...auðvitað á að bjóða honum í veiði, annað væri óeðlilegt.“ Þessar umræður eiga sér stað á Facebookfærslu Gunnars Benders veiðiskríbents og sitt sýnist hverjum um hverjum hefði átt að bjóða. Fyrrverandi formaður Stangaveiðifélags Reykjavíkur, Bjarni Júlíusson, vill þó bera blak að Guðna og segir að sér þyki vænt um hann. Guðni sé „skemmtilegur og velviljaður“. Pálmi er ekki tilbúinn til að sleppa Bjarna við svo búið og svarar: „ekki sló hjarta hans fyrir villta lax- og silung stofna meðan hann hélt um stjórntaumana.“ En Bjarni bendir á móti á það að Guðni hafi samt sýnt „stuðning í verki þegar hann aðstoðaði mig við að kaupa upp netin í Hvítá og Ölfusá. Ráðuneytið veitti mér styrk og hann hjálpaði til og gaf góð ráð. Ég kann vel við Guðna!“ Lax Borgarbyggð Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Erlent Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Innlent Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Fleiri fréttir Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Sjá meira
Guðni Ágústsson, fyrrverandi landbúnaðarráðherra, gerði sér lítið fyrir, setti í og landaði 14 punda hæng. Þetta mun vera fyrsti laxinn sem Guðni veiðir á flugu. Skessuhorn greindi frá þessu nú fyrir stundu. Það má því segja að laxveiðin fari vel af stað. Norðurá í Borgarfirði var opnuð í morgun. Í hugum margra er það til marks um að laxveiðitímabilið sé formlega hafið. Jafnan ríkir nokkur spenna um hver velst til þess að hefja veiðar en í gegnum tíðina hafa margir þjóðþekktir einstaklingar verið fengnir til þess. Þannig hafa tónlistarmenn verið vinsælir: Helgi Björns og Vilborg Halldórsdóttir völdust til þess síðast, þá hafa óperusöngvararnir Kristján Jóhannsson og Kristinn Sigmundsson opnað ána, sem og Bó. Þá mættu þeir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Bjarni Benediktsson þegar þeir leiddu ríkisstjórn Íslands. Ekki eru allir veiðimenn jafn ánægðir með að Guðna hafi hlotnast þessi heiður. Þannig bendir Pálmi Gunnarsson tónlistarmaður; landsþekktur veiðimaður og náttúruverndarsinni, á það að Guðni sé einn af höfundum núverandi laga um laxeldi. „Passar einstaklega vel að bjóða honum í opnun Norðurár,“ segir Pálmi háðskur. En sjókvíaeldið er eitur í beinum flestra stangveiðimanna. Erling Ingvason bætir því við að Guðni sé „líka sá sem breytti jarðalögum þann veg að auðmenn gátu farið að safna jörðum, hann er mesti trúður íslenskrar stjórnmálasögu og ég er ekki að grínast...auðvitað á að bjóða honum í veiði, annað væri óeðlilegt.“ Þessar umræður eiga sér stað á Facebookfærslu Gunnars Benders veiðiskríbents og sitt sýnist hverjum um hverjum hefði átt að bjóða. Fyrrverandi formaður Stangaveiðifélags Reykjavíkur, Bjarni Júlíusson, vill þó bera blak að Guðna og segir að sér þyki vænt um hann. Guðni sé „skemmtilegur og velviljaður“. Pálmi er ekki tilbúinn til að sleppa Bjarna við svo búið og svarar: „ekki sló hjarta hans fyrir villta lax- og silung stofna meðan hann hélt um stjórntaumana.“ En Bjarni bendir á móti á það að Guðni hafi samt sýnt „stuðning í verki þegar hann aðstoðaði mig við að kaupa upp netin í Hvítá og Ölfusá. Ráðuneytið veitti mér styrk og hann hjálpaði til og gaf góð ráð. Ég kann vel við Guðna!“
Lax Borgarbyggð Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Erlent Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Innlent Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Fleiri fréttir Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Sjá meira