Biden lengir bannlista Trumps Árni Sæberg skrifar 4. júní 2021 17:03 Joe Biden, forseti Bandaríkjanna. AP/Evan Vucci Joe Biden undirritaði í gær forsetatilskipun þess efnis að fleiri kínverskum fyrirtækjum verði bætt á lista yfir fyrirtæki sem Bandaríkjamenn mega ekki fjárfesta í. Forveri Bidens, Donald Trump, setti bann á fjárfestingar Bandaríkjamanna í kínverskum fyrirtækjum í nóvember síðastliðnum. Upphaflega voru 31 fyrirtæki á listanum en nú hefur Biden bætt 28 fyrirtækjum á listann sem telur nú 59. Biden vísar til hættu á njósnabrölti kínverskra stjórnvalda sem réttlætingu fyrir banninu. „Ákvörðunin heimilar Bandaríkjunum að banna, með hnitmiðuðum og nákvæmum hætti, bandaríska fjárfestingu í kínverskum fyrirtækjum sem grafa undan öryggi eða lýðræðislegum gildum Bandaríkjanna og bandamanna okkar,“ segir í fréttatilkynningu frá Hvíta húsinu. Kínverjar fordæma aðgerðirnar Wang Wenbin, talsmaður utanríkisráðuneytis Kína, segir kínversk stjórnvöld mótmæla ákvörðuninni harðlega. Hún komi ekki einungis niður á lögvörðum réttindum og hagsmunum kínverskra fyrirtækja heldur einnig fjárfesta um allan heim. Þá segir hann Bandaríkin hafa með tilskipuninni bælt og hamlað kínversk fyrirtæki á óvæginn máta. Viðbúið að Biden héldi stefnu Trumps Rýnendur í alþjóðastjórnmál segja þessa tilskipun Bidens ekki koma á óvart. Viðbúið hafi verið að hann héldi sömu stefnu og Trump gagnvart Kína, allavega hvað varðar tækni og viðskipti. Þó megi búast við að Biden viðhaldi heilbrigðari samskiptum við Kína en forveri hann gerði. Yfirvöld í Peking tilkynntu á fimmtudag að þau ættu nú í „venjulegum samskiptum“ við Bandaríkin. Þar vísa þau til nýlegra viðræðna varaforsætisráðherra Kína, Liu He, og Janet Yellen, seðlabankastjóra Bandaríkjanna. He lýsir Yellen sem „faglegri, heiðarlegri og uppbyggilegri.“ Það er greinilega viðmót sem hann upplifði ekki í forsetatíð Donalds Trump. Bandaríkin Kína Joe Biden Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Veður Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Innlent Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Innlent Fleiri fréttir 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Sjá meira
Forveri Bidens, Donald Trump, setti bann á fjárfestingar Bandaríkjamanna í kínverskum fyrirtækjum í nóvember síðastliðnum. Upphaflega voru 31 fyrirtæki á listanum en nú hefur Biden bætt 28 fyrirtækjum á listann sem telur nú 59. Biden vísar til hættu á njósnabrölti kínverskra stjórnvalda sem réttlætingu fyrir banninu. „Ákvörðunin heimilar Bandaríkjunum að banna, með hnitmiðuðum og nákvæmum hætti, bandaríska fjárfestingu í kínverskum fyrirtækjum sem grafa undan öryggi eða lýðræðislegum gildum Bandaríkjanna og bandamanna okkar,“ segir í fréttatilkynningu frá Hvíta húsinu. Kínverjar fordæma aðgerðirnar Wang Wenbin, talsmaður utanríkisráðuneytis Kína, segir kínversk stjórnvöld mótmæla ákvörðuninni harðlega. Hún komi ekki einungis niður á lögvörðum réttindum og hagsmunum kínverskra fyrirtækja heldur einnig fjárfesta um allan heim. Þá segir hann Bandaríkin hafa með tilskipuninni bælt og hamlað kínversk fyrirtæki á óvæginn máta. Viðbúið að Biden héldi stefnu Trumps Rýnendur í alþjóðastjórnmál segja þessa tilskipun Bidens ekki koma á óvart. Viðbúið hafi verið að hann héldi sömu stefnu og Trump gagnvart Kína, allavega hvað varðar tækni og viðskipti. Þó megi búast við að Biden viðhaldi heilbrigðari samskiptum við Kína en forveri hann gerði. Yfirvöld í Peking tilkynntu á fimmtudag að þau ættu nú í „venjulegum samskiptum“ við Bandaríkin. Þar vísa þau til nýlegra viðræðna varaforsætisráðherra Kína, Liu He, og Janet Yellen, seðlabankastjóra Bandaríkjanna. He lýsir Yellen sem „faglegri, heiðarlegri og uppbyggilegri.“ Það er greinilega viðmót sem hann upplifði ekki í forsetatíð Donalds Trump.
Bandaríkin Kína Joe Biden Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Veður Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Innlent Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Innlent Fleiri fréttir 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Sjá meira