Skoða að færa KFC nær Akureyri Eiður Þór Árnason skrifar 5. júní 2021 20:00 Velta KFC á Íslandi nam tæplega 3,4 milljörðum króna árið 2019. Keðjan rekur nú átta staði hér á landi. Samsett Skyndibitakeðjan KFC er nú í viðræðum við fasteignafélagið Klettás um mögulega opnun nýs veitingastaðar við Norðurtorg á Akureyri. Viðræðurnar eru á byrjunarstigi en stjórnendur KFC hafa reynt að nema land fyrir norðan í tuttugu ár. „Það er ekki komin nein alvara í þetta en þetta eru heitar umræður myndi ég segja svo það kemur í ljós hvað við gerum,“ segir Helgi Vilhjálmsson, framkvæmdastjóri KFC, í samtali við Vísi. „Við erum búin að vera að skoða staði síðustu tíu árin en þeir sem stjórna bæjarfélaginu hafa ekkert haft áhuga á okkur,“ bætir hann við og segist hafa fundið fyrir miklum áhuga Akureyringa á sköpunarverki ofurstans. Nú er sjónum beint að lóð við Sjafnargötu 1. Reiturinn stendur í útjaðri bæjarins við hliðina á nýjum verslunarkjarna sem opnaði í gær undir nafninu Norðurtorg. Verslunarhúsnæðið er í eigu Klettáss en fasteignafélaginu var nýverið úthlutað nærliggjandi lóð við Sjafnargötu. Forsvarsmenn Klettáss höfðu frumkvæði að viðræðunum við KFC og sjá tækifæri í því að reyna að svala löngun Norðlendinga í djúpsteikt fiðurfé. Lóðin við Sjafnargötu 1 stendur nálægt þjóðvegi 1 í útjaðri Akureyrar, við hliðina á bensínstöð ÓB og hinu nýopnaða Norðurtorgi. Á myndinni sést glitta í húsnæði BM Vallár og Byggingafélagsins Hyrnu.Já.is Lengi reynt að koma sér fyrir á Akureyri Skyndibitakeðjan sóttist lengi eftir því að opna veitingastað við Drottningarbraut á Akureyri en mætti andstöðu skipulagsyfirvalda. Skipulagsnefnd Akureyrarbæjar féllst ekki á að breyta deiliskipulagi á svonefndum Drottningarbrautarreit árið 2010 til að verða við óskum KFC. Fram kom í opnu bréfi sem Helgi sendi bæjarstjórn Akureyrar skömmu síðar að tíu ár væru liðin frá því að KFC sótti fyrst um byggingarleyfi fyrir veitingastað á Akureyri. Halla Björk Reynisdóttir, forseti bæjarstjórnar á Akureyri, segir í samtali við Vísi að deiliskipulag hafi gert ráð fyrir íbúðauppbyggingu og hóteli á umræddum reit. Lóðin stendur enn auð en henni var nýverið úthlutað undir íbúðir og þjónusturekstur eftir að fallið var frá fyrirhugaðri hóteluppbyggingu. „Á þeim tíma var gert ráð fyrir miklu meira byggingamagni á reitnum en Helgi var tilbúinn til að byggja og við vildum nýta þennan reit undir meira byggingamagn til að þétta byggðina enn frekar,“ segir Halla Björk. Helgi Vilhjálmsson, framkvæmdastjóri KFC, betur þekktur sem Helgi í Góu.Vísir Sýnt atvinnuskapandi rekstri lítinn áhuga Helgi er gagnrýninn á bæjaryfirvöld og segir þau hafa lítinn áhuga á því að veita lóðir undir atvinnusköpun. Hið sama gildi í mörgum öðrum sveitarfélögum. „Það er svo skrítið með bæjarfélög að þau eru eiginlega á móti mönnum sem eru að reyna að gera eitthvað, það er mín reynsla eftir 50 ár. Við þurfum að skríða eftir því að fá lóðir undir iðnað eða fyrirtæki svo koma Ameríkanar í Garðabæ með Costco verslun og bensín og þeir fengu lóð í hvelli.“ Helgi bætir við að hann hafi einnig átt erfitt með að fá lóð á Selfossi og þurft að hafa mikið fyrir því að fá lóðir undir veitingastaði í Reykjavík og sælgætisframleiðslu Góu í Hafnarfirði. Hættur að nenna að skríða eftir lóðum „Það er stórfurðulegt að þurfa að eyða mörgum árum í fá lóð til að fá fólk í vinnu. Maður spyr sjálfan sig hvað er að bæjarfélaginu. Þeir ættu að vera inn á gafli hjá mönnum sem nenna að byggja og skaffa bæjarfélaginu tekjur og nenna að standa í þessu en það er þveröfugt. Maður er eiginlega búinn að eyðileggja á sér hnén með því að skríða eftir þessu,“ segir Helgi. Halla Björk Reynisdóttir, forseti bæjarstjórnar á Akureyri.Aðsend Halla Björk segir að reynt sé að taka vel á móti aðilum sem hafa áhuga á atvinnuuppbyggingu en þó sé ekki alltaf laust á þeim stöðum sem fólk hafi áhuga á. „Ég veit ekki betur en að sveitarfélög taki almennt vel á móti aðilum sem vilja byggja eitthvað en það er hins vegar ekki alltaf sem skipulagið er í takti við þær hugmyndir sem verktakar eða atvinnurekendur koma með og þá tekur þetta bara tíma. Lögbundið ferli er langt og það tekur tíma að breyta að skipulagi ef það er vilji til þess á annað borð.“ Ef samkomulag næst um uppbyggingu á Akureyri hyggst KFC byggja nýjan veitingastað frá grunni með bílalúgu og góðri aðstöðu fyrir löngunarfulla aðdáendur keðjunnar. „Ef maður gerir þetta þá verður það 100%, það þýðir ekkert annað,“ segir Helgi að lokum. Akureyri Veitingastaðir Skipulag Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Viðskipti innlent Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Sjá meira
„Það er ekki komin nein alvara í þetta en þetta eru heitar umræður myndi ég segja svo það kemur í ljós hvað við gerum,“ segir Helgi Vilhjálmsson, framkvæmdastjóri KFC, í samtali við Vísi. „Við erum búin að vera að skoða staði síðustu tíu árin en þeir sem stjórna bæjarfélaginu hafa ekkert haft áhuga á okkur,“ bætir hann við og segist hafa fundið fyrir miklum áhuga Akureyringa á sköpunarverki ofurstans. Nú er sjónum beint að lóð við Sjafnargötu 1. Reiturinn stendur í útjaðri bæjarins við hliðina á nýjum verslunarkjarna sem opnaði í gær undir nafninu Norðurtorg. Verslunarhúsnæðið er í eigu Klettáss en fasteignafélaginu var nýverið úthlutað nærliggjandi lóð við Sjafnargötu. Forsvarsmenn Klettáss höfðu frumkvæði að viðræðunum við KFC og sjá tækifæri í því að reyna að svala löngun Norðlendinga í djúpsteikt fiðurfé. Lóðin við Sjafnargötu 1 stendur nálægt þjóðvegi 1 í útjaðri Akureyrar, við hliðina á bensínstöð ÓB og hinu nýopnaða Norðurtorgi. Á myndinni sést glitta í húsnæði BM Vallár og Byggingafélagsins Hyrnu.Já.is Lengi reynt að koma sér fyrir á Akureyri Skyndibitakeðjan sóttist lengi eftir því að opna veitingastað við Drottningarbraut á Akureyri en mætti andstöðu skipulagsyfirvalda. Skipulagsnefnd Akureyrarbæjar féllst ekki á að breyta deiliskipulagi á svonefndum Drottningarbrautarreit árið 2010 til að verða við óskum KFC. Fram kom í opnu bréfi sem Helgi sendi bæjarstjórn Akureyrar skömmu síðar að tíu ár væru liðin frá því að KFC sótti fyrst um byggingarleyfi fyrir veitingastað á Akureyri. Halla Björk Reynisdóttir, forseti bæjarstjórnar á Akureyri, segir í samtali við Vísi að deiliskipulag hafi gert ráð fyrir íbúðauppbyggingu og hóteli á umræddum reit. Lóðin stendur enn auð en henni var nýverið úthlutað undir íbúðir og þjónusturekstur eftir að fallið var frá fyrirhugaðri hóteluppbyggingu. „Á þeim tíma var gert ráð fyrir miklu meira byggingamagni á reitnum en Helgi var tilbúinn til að byggja og við vildum nýta þennan reit undir meira byggingamagn til að þétta byggðina enn frekar,“ segir Halla Björk. Helgi Vilhjálmsson, framkvæmdastjóri KFC, betur þekktur sem Helgi í Góu.Vísir Sýnt atvinnuskapandi rekstri lítinn áhuga Helgi er gagnrýninn á bæjaryfirvöld og segir þau hafa lítinn áhuga á því að veita lóðir undir atvinnusköpun. Hið sama gildi í mörgum öðrum sveitarfélögum. „Það er svo skrítið með bæjarfélög að þau eru eiginlega á móti mönnum sem eru að reyna að gera eitthvað, það er mín reynsla eftir 50 ár. Við þurfum að skríða eftir því að fá lóðir undir iðnað eða fyrirtæki svo koma Ameríkanar í Garðabæ með Costco verslun og bensín og þeir fengu lóð í hvelli.“ Helgi bætir við að hann hafi einnig átt erfitt með að fá lóð á Selfossi og þurft að hafa mikið fyrir því að fá lóðir undir veitingastaði í Reykjavík og sælgætisframleiðslu Góu í Hafnarfirði. Hættur að nenna að skríða eftir lóðum „Það er stórfurðulegt að þurfa að eyða mörgum árum í fá lóð til að fá fólk í vinnu. Maður spyr sjálfan sig hvað er að bæjarfélaginu. Þeir ættu að vera inn á gafli hjá mönnum sem nenna að byggja og skaffa bæjarfélaginu tekjur og nenna að standa í þessu en það er þveröfugt. Maður er eiginlega búinn að eyðileggja á sér hnén með því að skríða eftir þessu,“ segir Helgi. Halla Björk Reynisdóttir, forseti bæjarstjórnar á Akureyri.Aðsend Halla Björk segir að reynt sé að taka vel á móti aðilum sem hafa áhuga á atvinnuuppbyggingu en þó sé ekki alltaf laust á þeim stöðum sem fólk hafi áhuga á. „Ég veit ekki betur en að sveitarfélög taki almennt vel á móti aðilum sem vilja byggja eitthvað en það er hins vegar ekki alltaf sem skipulagið er í takti við þær hugmyndir sem verktakar eða atvinnurekendur koma með og þá tekur þetta bara tíma. Lögbundið ferli er langt og það tekur tíma að breyta að skipulagi ef það er vilji til þess á annað borð.“ Ef samkomulag næst um uppbyggingu á Akureyri hyggst KFC byggja nýjan veitingastað frá grunni með bílalúgu og góðri aðstöðu fyrir löngunarfulla aðdáendur keðjunnar. „Ef maður gerir þetta þá verður það 100%, það þýðir ekkert annað,“ segir Helgi að lokum.
Akureyri Veitingastaðir Skipulag Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Viðskipti innlent Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Sjá meira