Golf

Axel og Berg­lind efst að loknum fyrsta keppnis­degi

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Axel Bóasson.
Axel Bóasson. mynd/seth@golf.is

Fyrsta keppnisdegi af þremur er lokið á Leirumótinu er lokið. Axel Bóasson og Berglind Björnsdóttir eru efst sem stendur.

Leirumótið er hluti af stigamótaröð GSÍ og það þriðja á keppnistímabilinu. Golfklúbbur Suðurnesja er framkvæmdaraðili mótsins og fer mótið fram á Hólmsvelli í Leiru. Alls eru 114 keppendur á mótinu í ár, 93 í karlaflokki 21 í kvennaflokki.

Axel Bóasson úr Golfklúbbnum Keili er efstur í karlaflokki. Hann lék hring dagsins á 66 höggum eða sex höggum undir pari. Einu höggi á eftir honum, á 67 höggum, er Aron Snær Júlíusson úr Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar.

Þriðja sætinu deila þeir Sigurður Bjarki Blumenstein (GR), heimamaðurinn Pétur Þór Jaidee og Andri Már Óskarsson (GOS) en þeir léku allir á 69 höggum eða á tveimur höggum undir pari vallarins.

Í kvennaflokki er Berglind Björnsdóttir úr Golfklúbbi Reykjavíkur efst á 74 höggum eða tveimur höggum yfir pari. Öðru sætinu deila þær Helga Signý Pálsdóttir (GR), Andrea Ýr Ásmundsdóttir (GA) og Ásdís Valtýsdóttir (GR) á 76 höggum.

Berglind Björnsdóttir er á toppnum að loknum fyrsta degi.GSÍ



Fleiri fréttir

Sjá meira


×