Vill nýja ríkisstjórn í anda R-listans Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 5. júní 2021 17:46 Frá flokksstjórnarfundi Samfylkingarinnar í dag. samfylkingin Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, segist lesa það úr nýlegum skoðanakönnunum að flokkur hans geti haft forgöngu um að mynda ríkisstjórn í anda R-listans eftir kosningar í haust. Í ræðu sinni á flokksstjórnarfundi í dag sagði Logi að „óvenjulegt stjórnarmynstur“ íhaldsflokkanna á kjörtímabilinu hafi mögulega hentað til að koma á pólitískum stöðugleika í landinu eftir skandala fyrri stjórna. „En þessir flokkar munu ekki finna samhljóminn til að ráða við þau risastóru verkefni sem eru fram undan. Málamiðlanir sem ósamstiga ríkisstjórn þarf að gera við hvert fótmál er ekki svarið í núverandi ástandi,“ sagði Logi. Ríkisstjórn sem er óhrædd við sérhagsmunaöflin Þess vegna væri nauðsynlegt að greiða veginn fyrir nýja ríkisstjórn að loknum kosningum sem væri sammála um meginverkefnin sem þyrfti að ráðast í. „Ríkisstjórn sem er óhrædd við markvissari beitingu hins opinbera“ og „ríkisstjórn sem hefur burði til að takast á við sérhagsmunaöflin sem hafa fengið verðmætustu eign þjóðarinnar í sínar hendur.“ Hann sér fyrir sér að Samfylkingin geti myndað þessa ríkisstjórn eftir því sem hann kallar „Reykjavíkurmódelið“ eða „R-lista konseptið“. Þar vísar hann í R-listann, sameiginlegan framboðslista félagshyggjuflokkanna í Reykjavík í þrennum borgarstjórnarkosningum, frá 1994 til 2002, sem alltaf náði hreinum meirihluta í borginni. Meirihlutasamstarf Samfylkingar, Pírata, Viðreisnar og Vinstri grænna í Reykjavíkurborg í dag er auðvitað svipað því. „Kæru vinir, það er þannig stjórn sem við skulum mynda eftir kosningarnar í haust, og það eru sterkar líkur á að það takist, en það er okkar allra hér inni að sigla því í höfn. Svo verum samstíga, komum málefnum okkar skýrt á framfæri við almenning og gefumst ekki upp fyrr en í fulla hnefana,“ sagði Logi við samflokksmenn sína. Katrín í lykilstöðu Samkvæmt nýjustu könnun MMR mælist Samfylkingin með 10,9 prósent fylgi. Saman eru Samfylkingin, Vinstri græn og Píratar með 35,5 prósent fylgi samkvæmt könnuninni. Með Viðreisn yrði fylgið 46,5 prósent en með Framsókn 48 prósent. Sjá einnig: Sjálfstæðisflokkur, Píratar og Framsókn með mest fylgi. Ríkisstjórnarflokkarnir mælast samanlagt með 48,2 prósent fylgi samkvæmt könnuninni. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna, virðist vera í lykilstöðu fyrir næstu ríkisstjórnarmyndun og nokkurn veginn geta valið hvort hún vilji halda áfram samstarfinu við Framsókn og Sjálfstæðisflokkinn eða reyna að mynda stjórn frá miðju til vinstri. Samkvæmt nýjustu könnunum vilja langflestir landsmenn að hún leiði næstu ríkisstjórn, eða 46 prósent. Alþingiskosningar 2021 Samfylkingin Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Innlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Fleiri fréttir Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Sjá meira
Í ræðu sinni á flokksstjórnarfundi í dag sagði Logi að „óvenjulegt stjórnarmynstur“ íhaldsflokkanna á kjörtímabilinu hafi mögulega hentað til að koma á pólitískum stöðugleika í landinu eftir skandala fyrri stjórna. „En þessir flokkar munu ekki finna samhljóminn til að ráða við þau risastóru verkefni sem eru fram undan. Málamiðlanir sem ósamstiga ríkisstjórn þarf að gera við hvert fótmál er ekki svarið í núverandi ástandi,“ sagði Logi. Ríkisstjórn sem er óhrædd við sérhagsmunaöflin Þess vegna væri nauðsynlegt að greiða veginn fyrir nýja ríkisstjórn að loknum kosningum sem væri sammála um meginverkefnin sem þyrfti að ráðast í. „Ríkisstjórn sem er óhrædd við markvissari beitingu hins opinbera“ og „ríkisstjórn sem hefur burði til að takast á við sérhagsmunaöflin sem hafa fengið verðmætustu eign þjóðarinnar í sínar hendur.“ Hann sér fyrir sér að Samfylkingin geti myndað þessa ríkisstjórn eftir því sem hann kallar „Reykjavíkurmódelið“ eða „R-lista konseptið“. Þar vísar hann í R-listann, sameiginlegan framboðslista félagshyggjuflokkanna í Reykjavík í þrennum borgarstjórnarkosningum, frá 1994 til 2002, sem alltaf náði hreinum meirihluta í borginni. Meirihlutasamstarf Samfylkingar, Pírata, Viðreisnar og Vinstri grænna í Reykjavíkurborg í dag er auðvitað svipað því. „Kæru vinir, það er þannig stjórn sem við skulum mynda eftir kosningarnar í haust, og það eru sterkar líkur á að það takist, en það er okkar allra hér inni að sigla því í höfn. Svo verum samstíga, komum málefnum okkar skýrt á framfæri við almenning og gefumst ekki upp fyrr en í fulla hnefana,“ sagði Logi við samflokksmenn sína. Katrín í lykilstöðu Samkvæmt nýjustu könnun MMR mælist Samfylkingin með 10,9 prósent fylgi. Saman eru Samfylkingin, Vinstri græn og Píratar með 35,5 prósent fylgi samkvæmt könnuninni. Með Viðreisn yrði fylgið 46,5 prósent en með Framsókn 48 prósent. Sjá einnig: Sjálfstæðisflokkur, Píratar og Framsókn með mest fylgi. Ríkisstjórnarflokkarnir mælast samanlagt með 48,2 prósent fylgi samkvæmt könnuninni. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna, virðist vera í lykilstöðu fyrir næstu ríkisstjórnarmyndun og nokkurn veginn geta valið hvort hún vilji halda áfram samstarfinu við Framsókn og Sjálfstæðisflokkinn eða reyna að mynda stjórn frá miðju til vinstri. Samkvæmt nýjustu könnunum vilja langflestir landsmenn að hún leiði næstu ríkisstjórn, eða 46 prósent.
Alþingiskosningar 2021 Samfylkingin Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Innlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Fleiri fréttir Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Sjá meira