Ágæt veiði í Laxá frá opnun Karl Lúðvíksson skrifar 6. júní 2021 10:09 Flottur urriði Laxá í Mývatnssveit og Laxárdalurinn hafa bæði opnað fyrir veiðimönnum en byrjunin í Laxá í Mývatnssveit vara eftir vþí sem við heyrum bara ágæt. Laxárdalurinn er líka farinn í gang þó svo að veiðitölur þar séu annars eðlis en þar er ekki verið að veiða sama magn og í Laxá í Mý eins og hún er yfirleitt kölluð. Laxárdalurinn hefur að geyma færri fiska en stærri. Undanfarin ár eftir að sleppiskylda var sett á hefur urriðinn verið að stækka mikið og er svo komið að það er orðið ansi algengt að veiða urriða nálægt 70 sm og þarna hafa veiðimenn sett í nokkra fiska og engin þeirra verið undir 60 sm. Það hefur verið bent á að urriðinn í dalnum virðist fjölga sér hægar eða í það minnsta er nýliðun frekar lítil. Hverju svo sem þetta stafar af þá eru veiðimenn sem sækja í Laxárdalinn ekki sviknir af veiðinni þar enda er fátt eins gaman og að finna út úr því hvað stóri urriðinn er að taka og að eiga við einn slíkan á nettar græjur er algjörlega eitt það besta við fluguveiði. Stangveiði Mest lesið Veiði hafinn í Laxá í Dölum Veiði 206 laxar á svæðum SVFR í Soginu Veiði Litlar líkur á vatnsleysi á komandi sumri? Veiði Hreindýraveiði á Grænlandi? Veiði Víðidalsá - Uppgjör 2011 Veiði Margir búnir að ná jólarjúpunni Veiði Landaði 106 og 103 sm löxum í sama túrnum Veiði Gott stórfiskaskot í Kleifarvatni Veiði Veiðin í Norðurá loks kominn yfir 900 laxa Veiði Veiðistaðakynning í Þjórsá á sunnudaginn Veiði
Laxárdalurinn er líka farinn í gang þó svo að veiðitölur þar séu annars eðlis en þar er ekki verið að veiða sama magn og í Laxá í Mý eins og hún er yfirleitt kölluð. Laxárdalurinn hefur að geyma færri fiska en stærri. Undanfarin ár eftir að sleppiskylda var sett á hefur urriðinn verið að stækka mikið og er svo komið að það er orðið ansi algengt að veiða urriða nálægt 70 sm og þarna hafa veiðimenn sett í nokkra fiska og engin þeirra verið undir 60 sm. Það hefur verið bent á að urriðinn í dalnum virðist fjölga sér hægar eða í það minnsta er nýliðun frekar lítil. Hverju svo sem þetta stafar af þá eru veiðimenn sem sækja í Laxárdalinn ekki sviknir af veiðinni þar enda er fátt eins gaman og að finna út úr því hvað stóri urriðinn er að taka og að eiga við einn slíkan á nettar græjur er algjörlega eitt það besta við fluguveiði.
Stangveiði Mest lesið Veiði hafinn í Laxá í Dölum Veiði 206 laxar á svæðum SVFR í Soginu Veiði Litlar líkur á vatnsleysi á komandi sumri? Veiði Hreindýraveiði á Grænlandi? Veiði Víðidalsá - Uppgjör 2011 Veiði Margir búnir að ná jólarjúpunni Veiði Landaði 106 og 103 sm löxum í sama túrnum Veiði Gott stórfiskaskot í Kleifarvatni Veiði Veiðin í Norðurá loks kominn yfir 900 laxa Veiði Veiðistaðakynning í Þjórsá á sunnudaginn Veiði