Golf

Leiddi með sex höggum er hann fékk að vita á 18. holunni að hann væri með kórónu­veiruna

Anton Ingi Leifsson skrifar
Rahm eftir að hafa fengið skilaboðin á 18. holunni.
Rahm eftir að hafa fengið skilaboðin á 18. holunni. Ben Jared/Getty

Jon Rahm hafði spilað frábærlega á The Memorial mótinu í gær en dagurinn endaði ekki vel því hann er með kórónuveiruna.

Rahm byrjaði frábærlega í gær. Hann fór holu í höggi og var með sex högga forystu en það dró til tíðinda eftir hringinn.

Eftir að hafa spilað átjándu holuna kom einn starfsmaður mótaraðarinnar til hans og greindi honum frá því að próf hans væri jákvætt.

Rahm vann titilinn á síðustu leiktíð og var í góðri stöðu með að verja hann en það verður ekkert úr því, þar sem hann hefur, eðlilega, verið dreginn úr keppni.

Hann hefur verið ansi öflugur að undanförnu og hefði getað verið sá fyrsti í tuttugu ár til að verja titilinn á þessu móti.

Á heimasíðu PGA kemur fram að Rahm hafi farið í próf á hverjum einasta degi eftir að hann hefði verið í kringum einstakling sem hafi verið greindur með jákvætt próf.

Nú þarf Rahm í tíu daga einangrun sem endar 15. júní og einungis degi síðar byrjar US Open á Torrey Pines.


Sýnt verður beint frá öllum fjórum keppnisdögunum á PGA-meistaramótinu á Stöð 2 Golf. Útsending hefst alltaf klukkan 20:00. Stöð 2 Golf er hluti af Sportpakkanum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×