UN Women fjarlægir allt markaðsefni með Auði Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 7. júní 2021 16:34 Allt markaðsefni UN Women með tónlistarmanninum Auði hefur verið fjarlægt vegna ásakana á hendur honum um kynferðisofbeldi. Vísir/Daniel Thor UN Women á Íslandi hafa tekið út allt markaðsefni sem tónlistarmaðurinn Auðunn Lúthersson, betur þekktur sem Auður, kemur fram í. Það er gert vegna ásakana um kynferðisofbeldi á hendur Auði. Þetta staðfestir Stella Samúelsdóttir, framkvæmdastýra UN Women á Íslandi, í samtali við fréttastofu. Auður kom meðal annars fram í auglýsingaefni fyrir herferðina Fokk ofbeldi auk þess sem hann hélt styrktartónleika fyrir samtökin í tilefni af árlegri Ljósagöngu UN Women árið 2019. Það hefur nú allt verið fjarlægt af samfélagsmiðlum á vegum samtakanna. „Jú, það er rétt. UN Women á Íslandi hefur fjarlægt allt markaðsefni með tónlistamanninum Auði. Það er vegna frétta í fjölmiðlum um ásakanir á hendur Auði sem hafa gengið á samfélagsmiðlum undanfarna daga, auk frétta um að Þjóðleikhúsið hafi til skoðunar þessar ásakanir,“ segir Stella í samtali við fréttastofu. „UN Women trúir og styður við þolendur og fyrir vikið var tekin ákvörðun á vegum samtakanna um að taka út efni sem mögulega gæti triggerað þolendur,“ segir Stella. Þjóðleikhúsið hefur ásakanir um kynferðisofbeldi til skoðunar DV greindi frá því fyrr í dag að Þjóðleikhúsið hafi til skoðunar ásakanir um kynferðisofbeldi á hendur Auði. Auður sér um tónlistina fyrir leiksýninguna Rómeó og Júlíu sem er á dagskrá Þjóðleikhússins fyrir næsta leikár. Þá greindi Fréttablaðið frá því fyrr í dag að Auður hafi misst meira en þúsund fylgjendur á samfélagsmiðlinum Instagram á síðustu vikum. Þann 4. maí hafi hann verið með 12.800 fylgjendur á miðlinum en sé nú með 11.800 fylgjendur. Háværar sögusagnir hafa gengið um samfélagsmiðla, og þá sérstaklega Twitter, síðustu daga þar sem Auður hefur verið ásakaður um að hafa sofið hjá stelpum undir lögaldri og að hafa beitt stúlkur frelsissviptingu. Auður er sjálfur 28 ára gamall. Fjöldi fólks hefur á samfélagsmiðlum sakað Auði um ýmislegt misjafnt en hann sjaldan verið nafngreindur. Ýmist hefur verið vísað til landsþekkts tónlistarmanns eða í lagatexta hans. Meðal annars hefur verið vísað í lagið Siðblindur, sem Auður gaf út árið 2018. Auður tísti í byrjun maí hve átakanlegt það sé að sjá svart á hvítu hversu algengt kynferðisofbeldi sé. Tístið fékk misjöfn viðbrögð. Átakanlegt að sjá svart á hvítu hversu algengt kynferðisofbeldi er í kringum mann. Sendi styrk og ást til þolenda. — AUÐUR (@auduraudur) May 7, 2021 Hvorki hefur náðst í Auðunn, Steinunni Camillu, umboðsmann hans, né hefur fyrirspurn fréttastofu vegna málsins verið svarað af Þjóðleikhúsinu. Kynferðisofbeldi Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt Innlent Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Innlent Fleiri fréttir Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Sjá meira
Auður kom meðal annars fram í auglýsingaefni fyrir herferðina Fokk ofbeldi auk þess sem hann hélt styrktartónleika fyrir samtökin í tilefni af árlegri Ljósagöngu UN Women árið 2019. Það hefur nú allt verið fjarlægt af samfélagsmiðlum á vegum samtakanna. „Jú, það er rétt. UN Women á Íslandi hefur fjarlægt allt markaðsefni með tónlistamanninum Auði. Það er vegna frétta í fjölmiðlum um ásakanir á hendur Auði sem hafa gengið á samfélagsmiðlum undanfarna daga, auk frétta um að Þjóðleikhúsið hafi til skoðunar þessar ásakanir,“ segir Stella í samtali við fréttastofu. „UN Women trúir og styður við þolendur og fyrir vikið var tekin ákvörðun á vegum samtakanna um að taka út efni sem mögulega gæti triggerað þolendur,“ segir Stella. Þjóðleikhúsið hefur ásakanir um kynferðisofbeldi til skoðunar DV greindi frá því fyrr í dag að Þjóðleikhúsið hafi til skoðunar ásakanir um kynferðisofbeldi á hendur Auði. Auður sér um tónlistina fyrir leiksýninguna Rómeó og Júlíu sem er á dagskrá Þjóðleikhússins fyrir næsta leikár. Þá greindi Fréttablaðið frá því fyrr í dag að Auður hafi misst meira en þúsund fylgjendur á samfélagsmiðlinum Instagram á síðustu vikum. Þann 4. maí hafi hann verið með 12.800 fylgjendur á miðlinum en sé nú með 11.800 fylgjendur. Háværar sögusagnir hafa gengið um samfélagsmiðla, og þá sérstaklega Twitter, síðustu daga þar sem Auður hefur verið ásakaður um að hafa sofið hjá stelpum undir lögaldri og að hafa beitt stúlkur frelsissviptingu. Auður er sjálfur 28 ára gamall. Fjöldi fólks hefur á samfélagsmiðlum sakað Auði um ýmislegt misjafnt en hann sjaldan verið nafngreindur. Ýmist hefur verið vísað til landsþekkts tónlistarmanns eða í lagatexta hans. Meðal annars hefur verið vísað í lagið Siðblindur, sem Auður gaf út árið 2018. Auður tísti í byrjun maí hve átakanlegt það sé að sjá svart á hvítu hversu algengt kynferðisofbeldi sé. Tístið fékk misjöfn viðbrögð. Átakanlegt að sjá svart á hvítu hversu algengt kynferðisofbeldi er í kringum mann. Sendi styrk og ást til þolenda. — AUÐUR (@auduraudur) May 7, 2021 Hvorki hefur náðst í Auðunn, Steinunni Camillu, umboðsmann hans, né hefur fyrirspurn fréttastofu vegna málsins verið svarað af Þjóðleikhúsinu.
Kynferðisofbeldi Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt Innlent Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Innlent Fleiri fréttir Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Sjá meira