Ein besta CrossFit kona heims þarf að taka erfiða ákvörðun með dóttur sína Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. júní 2021 08:31 Kara Saunders og hin stórskemmtilega dóttir hennar Scottie. Instagram/@karasaundo CrossFit konan Kara Saunders er í frábæru formi en ofurmamman brunaði inn á heimsleikana með glæsilegri frammistöðu í undanúrslitamóti sínu í Ástralíu. Heimsleikarnir eru framundan í lok júlí en þeir fara fram hinum megin á hnettinum. Kara Saunders sagði frá þeirri erfiðu ákvörðun sem hún þarf að taka á næstu dögum varðandi dóttur sína en Scottie Saunders hélt upp á tveggja ára afmælið sitt á dögunum. Instagram/@karasaundo Kara leyfði fylgjendum sínum að vita af því sem hún var að ganga í gegnum nú þegar framundan er langt ferðalag til Bandaríkjanna og lokaundirbúningur fyrir heimsleikanna. Þeir sem fylgjast með Köru Saunders á samfélagsmiðlum eru örugglega flestir aðdáendur hinnar tveggja ára gömlu Scottie sem er mikill karakter og fer oft kostum í því að reyna að leika eftir æfingar móður sinnar, sem er ein af bestu CrossFit konum heims. Kara og Scottie hafa aldrei verið lengi í sundur og Kara æfir með stelpuna í kringum sig og tók hana meðal annars með á undanúrslitamótið á dögunum. Heimsleikarnir í CrossFit í Madison í Wisconsin fylki í Bandaríkjunum gætu hins vegar búið til vandamál fyrir móður og það má eflaust færa þetta yfir á Anníe Mist takist íslensku CrossFit goðsögninni að tryggja sér farseðil á heimsleikanna um næstu helgi. Kara þarf nú að taka mjög erfiða ákvörðun með dóttur sína um það hvort hún taki hana með sér til Bandaríkjanna þar sem kórónuveiran mun búa til alls konar vandamál. Hinn möguleikinn er að skilja hana eftir og sjá hana ekki í eigin persónu í fimm vikur. Instagram/@karasaundo „Til að það sé á hreinu þá er ég aðeins að íhuga að skilja hana eftir hennar vegna. Ekki mín vegna. Mín hugmynd að helvíti er að vera í burtu frá henni svona lengi,“ skrifaði Kara Saunders. „Ég vil bara ekki leggja það á hana að fara í gegnum allt þetta kórónuveiruvesen og skilja hana síðan eftir hjá einhverjum öðrum þegar ég keppi því Matty kemst ekki. Ég myndi síðan enda á því þurfa að pína hana í það að eyða tveimur vikum í sóttkví á hótelherbergi þegar við komum til baka,“ skrifaði Kara. „Ef ég ætla að skilja hana eftir þá þarf ég að venja hana við það að vera frá mér og vera síðan í burtu frá henni í fimm vikur. Við höfum aldrei verið aðskildar,“ skrifaði Kara. „Það er í raun ekkert auðvelt svar. Í venjulegum heimi þá tæki ég hana með mér og við myndum gera allt saman eins og við erum vanar. Þetta er hins vegar ekki venjulegur heimur og hún er í fyrsta sæti,“ skrifaði Kara. Instagram/@karasaundo CrossFit Mest lesið Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti Landsliðskonan á von á barni Fótbolti Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fótbolti Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Enski boltinn „Það er spurning fyrir stjórnina“ Sport Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Formúla 1 Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Íslenski boltinn „Þetta er næstum því of gott til þess að vera satt“ Sport Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Körfubolti Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið Handbolti Fleiri fréttir Landsliðskonan á von á barni Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið „Fallegt þegar þú setur þér markmið að ná þeim“ „Þetta er næstum því of gott til þess að vera satt“ „Það er spurning fyrir stjórnina“ Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Napoli á toppinn eftir sigur í toppslag „Framtíðin er björt hérna á Skaganum“ „Förum eitt skref til baka en tökum svo tvö fram á við“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Andri Lucas tryggði Blackburn þrjú stig í endurkomusigri Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle FH - Fram: 3-4 | Þrenna Sigurðar Bjarts dugði skammt Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Mikael kom Djurgården á bragðið í stórsigri Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Leikurinn mikilvægi verður í Akraneshöllinni Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? Messi skoraði tvö eftir að hafa fengið enn einn gullskóinn Sjá meira
Kara Saunders sagði frá þeirri erfiðu ákvörðun sem hún þarf að taka á næstu dögum varðandi dóttur sína en Scottie Saunders hélt upp á tveggja ára afmælið sitt á dögunum. Instagram/@karasaundo Kara leyfði fylgjendum sínum að vita af því sem hún var að ganga í gegnum nú þegar framundan er langt ferðalag til Bandaríkjanna og lokaundirbúningur fyrir heimsleikanna. Þeir sem fylgjast með Köru Saunders á samfélagsmiðlum eru örugglega flestir aðdáendur hinnar tveggja ára gömlu Scottie sem er mikill karakter og fer oft kostum í því að reyna að leika eftir æfingar móður sinnar, sem er ein af bestu CrossFit konum heims. Kara og Scottie hafa aldrei verið lengi í sundur og Kara æfir með stelpuna í kringum sig og tók hana meðal annars með á undanúrslitamótið á dögunum. Heimsleikarnir í CrossFit í Madison í Wisconsin fylki í Bandaríkjunum gætu hins vegar búið til vandamál fyrir móður og það má eflaust færa þetta yfir á Anníe Mist takist íslensku CrossFit goðsögninni að tryggja sér farseðil á heimsleikanna um næstu helgi. Kara þarf nú að taka mjög erfiða ákvörðun með dóttur sína um það hvort hún taki hana með sér til Bandaríkjanna þar sem kórónuveiran mun búa til alls konar vandamál. Hinn möguleikinn er að skilja hana eftir og sjá hana ekki í eigin persónu í fimm vikur. Instagram/@karasaundo „Til að það sé á hreinu þá er ég aðeins að íhuga að skilja hana eftir hennar vegna. Ekki mín vegna. Mín hugmynd að helvíti er að vera í burtu frá henni svona lengi,“ skrifaði Kara Saunders. „Ég vil bara ekki leggja það á hana að fara í gegnum allt þetta kórónuveiruvesen og skilja hana síðan eftir hjá einhverjum öðrum þegar ég keppi því Matty kemst ekki. Ég myndi síðan enda á því þurfa að pína hana í það að eyða tveimur vikum í sóttkví á hótelherbergi þegar við komum til baka,“ skrifaði Kara. „Ef ég ætla að skilja hana eftir þá þarf ég að venja hana við það að vera frá mér og vera síðan í burtu frá henni í fimm vikur. Við höfum aldrei verið aðskildar,“ skrifaði Kara. „Það er í raun ekkert auðvelt svar. Í venjulegum heimi þá tæki ég hana með mér og við myndum gera allt saman eins og við erum vanar. Þetta er hins vegar ekki venjulegur heimur og hún er í fyrsta sæti,“ skrifaði Kara. Instagram/@karasaundo
CrossFit Mest lesið Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti Landsliðskonan á von á barni Fótbolti Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fótbolti Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Enski boltinn „Það er spurning fyrir stjórnina“ Sport Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Formúla 1 Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Íslenski boltinn „Þetta er næstum því of gott til þess að vera satt“ Sport Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Körfubolti Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið Handbolti Fleiri fréttir Landsliðskonan á von á barni Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið „Fallegt þegar þú setur þér markmið að ná þeim“ „Þetta er næstum því of gott til þess að vera satt“ „Það er spurning fyrir stjórnina“ Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Napoli á toppinn eftir sigur í toppslag „Framtíðin er björt hérna á Skaganum“ „Förum eitt skref til baka en tökum svo tvö fram á við“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Andri Lucas tryggði Blackburn þrjú stig í endurkomusigri Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle FH - Fram: 3-4 | Þrenna Sigurðar Bjarts dugði skammt Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Mikael kom Djurgården á bragðið í stórsigri Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Leikurinn mikilvægi verður í Akraneshöllinni Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? Messi skoraði tvö eftir að hafa fengið enn einn gullskóinn Sjá meira