„Við afgreiðum svona mál innanhúss í Sjálfstæðisflokknum“ Snorri Másson skrifar 8. júní 2021 19:57 Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra fór mikinn í ræðu á kosningavöku um helgina, en er ekki áhugasamur um að rekja efni ræðunnar nánar. Vísir/Vilhelm „Það væri lítið varið í prófkjör ef það væri ekkert kapp í fólki sem er að bjóða sig fram,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra um nýafstaðið prófkjör sjálfstæðismanna í Reykjavík, þar sem hann bar sigur úr býtum. Myndband af sigurræðu Guðlaugs hefur vakið athygli, þar sem hann sagði sigur sinn upphaf að því sem koma skyldi en ræddi einnig mótlætið sem hann hafi mætt. Sigurinn hafi ekki verið auðsóttur enda hefðu einhverjir beitt sér gegn honum. „Þið sáuð til þess að allir þeir sem unnu gegn því, að þeir töpuðu,“ sagði Guðlaugur innblásinn við stuðningsmenn sína eftir sigurinn. Guðlaugur er fáorður, en glaður í bragði, þegar hann er inntur eftir nánari skýringum á ummælum sínum á kosningavökunni. „Án þess að ég fari eitthvað nánar út í það, liggur það alveg fyrir hver úrslitin eru. Það er ekki mikið meira um það að segja. Það er augljóst að ég bar sigur úr býtum í þessu prófkjöri. Þeir sem vildu ekki að ég yrði þar, þeir biðu lægri hlut. Við afgreiðum svona mál innanhúss í Sjálfstæðisflokknum. Það liggur alveg fyrir hver úrslitin eru og ég er mjög ánægður með þau og þakklátur fyrir það traust sem mér er sýnt,“ sagði Guðlaugur Þór í samtali við fréttastofu eftir ríkisstjórnarfund í morgun. „Fólk tjáir sig með alls konar hætti“ Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir segist ekki hafa neitt um ummæli Guðlaugs Þórs að segja en leggur áherslu á að hún ein hafi verið í framboði en ekki einhver hópur. „Fólk tjáir sig með alls konar hætti að loknum sigri. Ég ætla ekki að tjá mig meira um það,“ segir Áslaug. Bjarni Benediktsson kveðst ekki heldur þekkja nákvæmlega til hvers Guðlaugur var að vísa en sagði að þetta væru orð sem hefðu verið látin falla í hita leiksins. „Ég er bara ánægður með heildarbraginn á þessu prófkjöri þó að það hafi verið spenna svona undir lokin,“ sagði Bjarni. Bjarni taldi helst að Guðlaugur kynni að vera vísa til þess að hann ætti tilkall til oddvitasætisins vegna þess að það væri komið að honum í goggunarröðinni. „Síðast þegar við héldum prófkjör í Reykjavík nutum við þess að hafa Ólöfu Nordal með okkur. Við höfum gengið til kosninga í millitíðinni og við höfum stillt upp listum þannig að við erum með tvö kjördæmi í Reykjavík og það hafa verið tveir oddvitar. En Guðlaugur var samt sem áður á eftir Ólöfu í síðasta prófkjöri. Kannski er verið að vísa til þess að hann hafi verið efstur í goggunarröðinni ef svo mætti að orði komast. En þetta eru orð sögð í hita leiksins og ég finn ekki annað en að í þingliðinu okkar ætli menn að snúa bökum saman og sækja fram sem ein öflug heild,“ sagði Bjarni. Bjarni Benediktsson var í viðtali hjá Stöð 2 um málið eftir ríkisstjórnarfund í dag. Sjálfstæðisflokkurinn Reykjavíkurkjördæmi norður Alþingiskosningar 2021 Tengdar fréttir Bjarni um Guðlaug: „Orð sögð í hita leiksins“ Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins hefur skilning á að mönnum hlaupi kapp í kinn í prófkjörsbaráttu, eins og raunin varð með Guðlaug Þór Þórðarson utanríkisráðherra á sigurfögnuði um helgina. 8. júní 2021 13:44 Baráttan bara rétt að byrja Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra, sem sigraði í prófkjöri Sjálfstæðismanna í Reykjavík, er gríðaránægður með niðurstöðuna. Hann segir kosningu Diljár Mistar Einarsdóttur aðstoðarmanns síns eftirtektarverða - og þá sé spenna milli framboðs hans og Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra að baki. 6. júní 2021 13:30 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Erlent Fleiri fréttir Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Sjá meira
Myndband af sigurræðu Guðlaugs hefur vakið athygli, þar sem hann sagði sigur sinn upphaf að því sem koma skyldi en ræddi einnig mótlætið sem hann hafi mætt. Sigurinn hafi ekki verið auðsóttur enda hefðu einhverjir beitt sér gegn honum. „Þið sáuð til þess að allir þeir sem unnu gegn því, að þeir töpuðu,“ sagði Guðlaugur innblásinn við stuðningsmenn sína eftir sigurinn. Guðlaugur er fáorður, en glaður í bragði, þegar hann er inntur eftir nánari skýringum á ummælum sínum á kosningavökunni. „Án þess að ég fari eitthvað nánar út í það, liggur það alveg fyrir hver úrslitin eru. Það er ekki mikið meira um það að segja. Það er augljóst að ég bar sigur úr býtum í þessu prófkjöri. Þeir sem vildu ekki að ég yrði þar, þeir biðu lægri hlut. Við afgreiðum svona mál innanhúss í Sjálfstæðisflokknum. Það liggur alveg fyrir hver úrslitin eru og ég er mjög ánægður með þau og þakklátur fyrir það traust sem mér er sýnt,“ sagði Guðlaugur Þór í samtali við fréttastofu eftir ríkisstjórnarfund í morgun. „Fólk tjáir sig með alls konar hætti“ Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir segist ekki hafa neitt um ummæli Guðlaugs Þórs að segja en leggur áherslu á að hún ein hafi verið í framboði en ekki einhver hópur. „Fólk tjáir sig með alls konar hætti að loknum sigri. Ég ætla ekki að tjá mig meira um það,“ segir Áslaug. Bjarni Benediktsson kveðst ekki heldur þekkja nákvæmlega til hvers Guðlaugur var að vísa en sagði að þetta væru orð sem hefðu verið látin falla í hita leiksins. „Ég er bara ánægður með heildarbraginn á þessu prófkjöri þó að það hafi verið spenna svona undir lokin,“ sagði Bjarni. Bjarni taldi helst að Guðlaugur kynni að vera vísa til þess að hann ætti tilkall til oddvitasætisins vegna þess að það væri komið að honum í goggunarröðinni. „Síðast þegar við héldum prófkjör í Reykjavík nutum við þess að hafa Ólöfu Nordal með okkur. Við höfum gengið til kosninga í millitíðinni og við höfum stillt upp listum þannig að við erum með tvö kjördæmi í Reykjavík og það hafa verið tveir oddvitar. En Guðlaugur var samt sem áður á eftir Ólöfu í síðasta prófkjöri. Kannski er verið að vísa til þess að hann hafi verið efstur í goggunarröðinni ef svo mætti að orði komast. En þetta eru orð sögð í hita leiksins og ég finn ekki annað en að í þingliðinu okkar ætli menn að snúa bökum saman og sækja fram sem ein öflug heild,“ sagði Bjarni. Bjarni Benediktsson var í viðtali hjá Stöð 2 um málið eftir ríkisstjórnarfund í dag.
Sjálfstæðisflokkurinn Reykjavíkurkjördæmi norður Alþingiskosningar 2021 Tengdar fréttir Bjarni um Guðlaug: „Orð sögð í hita leiksins“ Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins hefur skilning á að mönnum hlaupi kapp í kinn í prófkjörsbaráttu, eins og raunin varð með Guðlaug Þór Þórðarson utanríkisráðherra á sigurfögnuði um helgina. 8. júní 2021 13:44 Baráttan bara rétt að byrja Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra, sem sigraði í prófkjöri Sjálfstæðismanna í Reykjavík, er gríðaránægður með niðurstöðuna. Hann segir kosningu Diljár Mistar Einarsdóttur aðstoðarmanns síns eftirtektarverða - og þá sé spenna milli framboðs hans og Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra að baki. 6. júní 2021 13:30 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Erlent Fleiri fréttir Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Sjá meira
Bjarni um Guðlaug: „Orð sögð í hita leiksins“ Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins hefur skilning á að mönnum hlaupi kapp í kinn í prófkjörsbaráttu, eins og raunin varð með Guðlaug Þór Þórðarson utanríkisráðherra á sigurfögnuði um helgina. 8. júní 2021 13:44
Baráttan bara rétt að byrja Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra, sem sigraði í prófkjöri Sjálfstæðismanna í Reykjavík, er gríðaránægður með niðurstöðuna. Hann segir kosningu Diljár Mistar Einarsdóttur aðstoðarmanns síns eftirtektarverða - og þá sé spenna milli framboðs hans og Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra að baki. 6. júní 2021 13:30