Framfærsla við veikindi – hindrunarhlaup TR? Már Egilsson skrifar 9. júní 2021 10:00 Síðastliðin ár hefur undirritaður starfað sem heimilislæknir í Svíþjóð og á Íslandi. Eitt af mínum verkefnum í starfi er að aðstoða einstaklinga sem veikjast og missa starfsþrek. Í mörgum tilfellum gengur þetta vel og einstaklingurinn jafnt sem meðferðaraðilar fara sáttir frá borði. Sumir ná starfsþrekinu aftur eftir meðferð eða endurhæfingu sem er alltaf ánægjulegt. Kerfislægar hindranir Því miður gerist það ósjaldan að veikir einstaklingar þurfa að glíma við kerfislægar hindranir þegar veikindi dragast á langinn og komið er inn á ákveðnar slóðir kerfisins. Þessar hindranir leggja þungar byrðar á einstaklinginn sem leitar sér hjálpar á erfiðum tímum en einnig geta slíkar óútskýrðar hindranir verið slítandi fyrir fagfólk sem kemur að málinu (sbr. moral injury). Þegar við sem störfum í þessu kerfi mætum hindrunum á leið okkar til að leysa vandamál skjólstæðinga okkar lítum við yfirleitt í eigin barm. Í því felst m.a. samráð við annað fagfólk. En þegar fagaðilar á ólíkum sviðum og skjólstæðingar okkar reka sig ítrekað á sömu hindrun, á sama stað, beinist grunurinn að því að hindrunin sé hugsanlega innbyggð í kerfið eða stofnunina sem leitað er til frekar en að stafi af vanmætti fagfólks. Slíkar hindranir virðast því miður algengar hjá grunnstoð almannatryggingakerfisins á Íslandi, Tryggingastofnun Ríkisins(TR). Eitt hlutverka TR er að greiða lífeyri til þeirra sem glíma við tímabundin eða varanleg veikindi. Þegar um er að ræða tímabundin veikindi, eru þetta alla jafna einstaklingar sem hafa klárað sinn veikindarétt, en hafa skert vinnuþrek og skortir framfærslu um tíma, og er þá sótt um endurhæfingarlífeyri. Þegar starfsorka er varanlega skert telst einstaklingurinn vera með varanlega örorku og getur þá orðið til þess að sótt er um örorkulífeyri. Til þess að fá lífeyri frá TR þarf þessi veiki eða fatlaði einstaklingur að leggja töluvert á sig við gagnasöfnun og miðlun upplýsinga, þarf að færa á marga hluti sönnur. Ferlið í grófum dráttum Einstaklingur sem sækir um endurhæfingarlífeyri þarf að senda inn umsókn en auk þess þarf hán að skila inn læknisvottorði, endurhæfingaráætlun og tekjuáætlun. Með þeirri umsókn þarf, eftir atvikum að fylgja t.d. staðfesting frá skólum, atvinnurekanda, stéttarfélagi, ríkisskattstjóra osfrv. Læknisvottorðið sem fylgir umsókninni er ítarleg skýrsla um heilsufar, niðurstöður rannsókna og skoðana og henni skal fylgja endurhæfingaráætlun sem er oft gerð með aðkomu annarra fagaðila sem koma að endurhæfingunni. Margir fara í endurhæfingu undir regnhlíf starfsendurhæfingarsjóðs VIRK, fyrir aðra er ekki þörf á slíkri aðkomu. Reglulega er umsækjandi eða fagaðilar beðnir um að kokka upp nýjar endurhæfingaráætlanir, óháð því hvort breytingar hafi orðið á áætluninni. Það gefur auga leið að endurhæfing tekur mislangan tíma eftir því hvert vandamálið er. Þegar liðnir eru 18 mánuðir og meðferðir hjá viðeigandi fagstéttum hafa farið fram, og vinnuprófanir gerðar ef ástand hefur leyft, er oft tímabært að endurhæfingaraðilar leggi á það mat hvort raunhæft sé að halda endurhæfingu áfram. Þá getur niðurstaðan verið sú að hún sé fullreynd - ef ekki er von um frekari bata. Er þá gerð ný umsókn til TR og einstaklingurinn sem glímir við langvinnan heilsubrest sem hamlar honum sækir um örorkulífeyri. Þurfa þar ýmis gögn og staðfestingar að fylgja með umsókninni t.a.m. tekjuáætlun, réttur í öðrum sjóðum, spurningalisti umsækjanda um færniskerðingu og síðast en ekki síst læknisvottorð og skýrsla úr endurhæfingunni. Endurhæfing fullreynd Eftir samtöl við kollega og ráðgjafa VIRK, hef ég komist að því að skjólstæðingar okkar fá ósjaldan höfnun á umsókn sinni, jafnvel þegar allir aðilar sem sinnt hafi viðkomandi í endurhæfingunni staðfesti réttmæti hennar, með ítarlegum rökstuðningi og ofangreindum skýrslum - endurhæfing sé fullreynd. Þessu fylgir að sjálfsögðu mikil vanlíðan fyrir þann langveika og/eða fatlaða einstakling sem leitar til okkar og á náðir almannatryggingakerfisins. Ofan á veikindi bætast þungar áhyggjur af fjárhag og framtíð, hvort takist að ná endum saman og framfleyta sér og fjölskyldu sinni og er ekki ofan á veikindin bætandi. Það sem meira er, TR hafnar umsóknum um örorkulífeyri með litlum sem engum rökstuðningi, öðrum en þeim að endurhæfing sé ekki talin fullreynd, þrátt fyrir að baki umsókninni liggi yfirgripsmiklar greinargerðir sem að ofan er rakið. Er til staðar vantraust? Undirritaður veltir hreinlega fyrir sér hvort matsaðilar TR sem hafna vel rökstuddum umsóknum, vantreysta eða draga í efa hæfi þeirra fagaðila sem halda utan um endurhæfingu? Eða draga þau í efa að forsendur séu til að meta hvort endurhæfing sé fullreynd? Hver veit, þegar enginn er rökstuðningurinn. Hægt er að kæra ákvarðanir TR til úrskurðarnefndar velferðarmála, innan tímamarka, en á meðan unnið er úr kærum er umsækjandi án framfærslu um ófyrirséða tíð. Í ljósi ofangreinds óska ég eftir því að félagsmálaráðuneyti: Geri kröfu til TR um að vandað sé til verka við rökstuðning þegar umsóknum um lífeyri er hafnað. Afrit af gögnum sem rökstyðja úrvinnsluna, verði ávallt send heilsugæslu viðkomandi. Kanni hvort vantraust sé til staðar hjá starfsfólki TR gagnvart þeim sem sinna endurhæfingu. Höfundur er heimilislæknir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Tryggingar Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Síðastliðin ár hefur undirritaður starfað sem heimilislæknir í Svíþjóð og á Íslandi. Eitt af mínum verkefnum í starfi er að aðstoða einstaklinga sem veikjast og missa starfsþrek. Í mörgum tilfellum gengur þetta vel og einstaklingurinn jafnt sem meðferðaraðilar fara sáttir frá borði. Sumir ná starfsþrekinu aftur eftir meðferð eða endurhæfingu sem er alltaf ánægjulegt. Kerfislægar hindranir Því miður gerist það ósjaldan að veikir einstaklingar þurfa að glíma við kerfislægar hindranir þegar veikindi dragast á langinn og komið er inn á ákveðnar slóðir kerfisins. Þessar hindranir leggja þungar byrðar á einstaklinginn sem leitar sér hjálpar á erfiðum tímum en einnig geta slíkar óútskýrðar hindranir verið slítandi fyrir fagfólk sem kemur að málinu (sbr. moral injury). Þegar við sem störfum í þessu kerfi mætum hindrunum á leið okkar til að leysa vandamál skjólstæðinga okkar lítum við yfirleitt í eigin barm. Í því felst m.a. samráð við annað fagfólk. En þegar fagaðilar á ólíkum sviðum og skjólstæðingar okkar reka sig ítrekað á sömu hindrun, á sama stað, beinist grunurinn að því að hindrunin sé hugsanlega innbyggð í kerfið eða stofnunina sem leitað er til frekar en að stafi af vanmætti fagfólks. Slíkar hindranir virðast því miður algengar hjá grunnstoð almannatryggingakerfisins á Íslandi, Tryggingastofnun Ríkisins(TR). Eitt hlutverka TR er að greiða lífeyri til þeirra sem glíma við tímabundin eða varanleg veikindi. Þegar um er að ræða tímabundin veikindi, eru þetta alla jafna einstaklingar sem hafa klárað sinn veikindarétt, en hafa skert vinnuþrek og skortir framfærslu um tíma, og er þá sótt um endurhæfingarlífeyri. Þegar starfsorka er varanlega skert telst einstaklingurinn vera með varanlega örorku og getur þá orðið til þess að sótt er um örorkulífeyri. Til þess að fá lífeyri frá TR þarf þessi veiki eða fatlaði einstaklingur að leggja töluvert á sig við gagnasöfnun og miðlun upplýsinga, þarf að færa á marga hluti sönnur. Ferlið í grófum dráttum Einstaklingur sem sækir um endurhæfingarlífeyri þarf að senda inn umsókn en auk þess þarf hán að skila inn læknisvottorði, endurhæfingaráætlun og tekjuáætlun. Með þeirri umsókn þarf, eftir atvikum að fylgja t.d. staðfesting frá skólum, atvinnurekanda, stéttarfélagi, ríkisskattstjóra osfrv. Læknisvottorðið sem fylgir umsókninni er ítarleg skýrsla um heilsufar, niðurstöður rannsókna og skoðana og henni skal fylgja endurhæfingaráætlun sem er oft gerð með aðkomu annarra fagaðila sem koma að endurhæfingunni. Margir fara í endurhæfingu undir regnhlíf starfsendurhæfingarsjóðs VIRK, fyrir aðra er ekki þörf á slíkri aðkomu. Reglulega er umsækjandi eða fagaðilar beðnir um að kokka upp nýjar endurhæfingaráætlanir, óháð því hvort breytingar hafi orðið á áætluninni. Það gefur auga leið að endurhæfing tekur mislangan tíma eftir því hvert vandamálið er. Þegar liðnir eru 18 mánuðir og meðferðir hjá viðeigandi fagstéttum hafa farið fram, og vinnuprófanir gerðar ef ástand hefur leyft, er oft tímabært að endurhæfingaraðilar leggi á það mat hvort raunhæft sé að halda endurhæfingu áfram. Þá getur niðurstaðan verið sú að hún sé fullreynd - ef ekki er von um frekari bata. Er þá gerð ný umsókn til TR og einstaklingurinn sem glímir við langvinnan heilsubrest sem hamlar honum sækir um örorkulífeyri. Þurfa þar ýmis gögn og staðfestingar að fylgja með umsókninni t.a.m. tekjuáætlun, réttur í öðrum sjóðum, spurningalisti umsækjanda um færniskerðingu og síðast en ekki síst læknisvottorð og skýrsla úr endurhæfingunni. Endurhæfing fullreynd Eftir samtöl við kollega og ráðgjafa VIRK, hef ég komist að því að skjólstæðingar okkar fá ósjaldan höfnun á umsókn sinni, jafnvel þegar allir aðilar sem sinnt hafi viðkomandi í endurhæfingunni staðfesti réttmæti hennar, með ítarlegum rökstuðningi og ofangreindum skýrslum - endurhæfing sé fullreynd. Þessu fylgir að sjálfsögðu mikil vanlíðan fyrir þann langveika og/eða fatlaða einstakling sem leitar til okkar og á náðir almannatryggingakerfisins. Ofan á veikindi bætast þungar áhyggjur af fjárhag og framtíð, hvort takist að ná endum saman og framfleyta sér og fjölskyldu sinni og er ekki ofan á veikindin bætandi. Það sem meira er, TR hafnar umsóknum um örorkulífeyri með litlum sem engum rökstuðningi, öðrum en þeim að endurhæfing sé ekki talin fullreynd, þrátt fyrir að baki umsókninni liggi yfirgripsmiklar greinargerðir sem að ofan er rakið. Er til staðar vantraust? Undirritaður veltir hreinlega fyrir sér hvort matsaðilar TR sem hafna vel rökstuddum umsóknum, vantreysta eða draga í efa hæfi þeirra fagaðila sem halda utan um endurhæfingu? Eða draga þau í efa að forsendur séu til að meta hvort endurhæfing sé fullreynd? Hver veit, þegar enginn er rökstuðningurinn. Hægt er að kæra ákvarðanir TR til úrskurðarnefndar velferðarmála, innan tímamarka, en á meðan unnið er úr kærum er umsækjandi án framfærslu um ófyrirséða tíð. Í ljósi ofangreinds óska ég eftir því að félagsmálaráðuneyti: Geri kröfu til TR um að vandað sé til verka við rökstuðning þegar umsóknum um lífeyri er hafnað. Afrit af gögnum sem rökstyðja úrvinnsluna, verði ávallt send heilsugæslu viðkomandi. Kanni hvort vantraust sé til staðar hjá starfsfólki TR gagnvart þeim sem sinna endurhæfingu. Höfundur er heimilislæknir.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun