Enski boltinn

Úlfarnir fengu stjórann sem þeir vildu

Sindri Sverrisson skrifar
Bruno Lage stýrði síðast Benfica en var látinn fara síðasta sumar.
Bruno Lage stýrði síðast Benfica en var látinn fara síðasta sumar. Getty/Jose Manuel Alvarez

Enska úrvalsdeildarfélagið Wolves hefur ráðið Bruno Lage sem nýjan knattspyrnustjóra, rétt eins og félagið ætlaði sér eftir að hafa Nuno Espirito Santo hætti.

Lage var síðast stjóri Benfica í Portúgal og Úlfarnir verða áfram með portúgalskan stjóra líkt og síðustu fjögur ár undir stjórn Nuno.

Lage er 45 ára gamall og tók við Benfica í janúar 2019. Hann vann portúgalska meistaratitilinn á fyrsta tímabili sínu með liðið en félagið lét hann fara síðasta sumar.

Úlfarnir náðu undir stjórn Nuno að komast upp úr næstefstu deild árið 2018 og náðu sæti í Evrópudeild fyrstu tvö árin í úrvalsdeildinni. Í vor endaði liðið hins vegar aðeins í 13. sæti og Nuno hætti því samkvæmt sameiginlegri ákvörðun hans og félagsins, eins og það var orðað í yfirlýsingu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×