Enski boltinn

Roma og Tottenham að skipta á stjórum?

Anton Ingi Leifsson skrifar
Paulo er líklega á leið til Englands.
Paulo er líklega á leið til Englands. Gabriele Maltinti/Getty Images

Fjölmiðlar greina frá því í kvöld að Paulo Fonseca sé líklegastur til þess að taka við Tottenham sem er stjóralaust.

Paulo Fonseca stýrði síðast Roma á Ítalíu en hann þjálfaði liðið frá 2019 til 2021. Samningur hans var svo ekki framlengdur.

Jose Mourinho var rekinn frá Tottenham undir lok síðustu leiktíðar og tók svo við Roma, svo það gæti farið svo að félögin skipti einfaldlega á stjórum.

Fonseca hefur einnig stýrt liðum á borð við Shaktar Donetsk, Porto og Braga til að mynda en hann er 48 ára gamall.

Segir sagan að þriggja ára samningur liggi á borðinu fyrir Paulo sem gæti komið inn ásamt nýjum yfirmanni knattspyrnumála Fabio Paratici.

Paratici hefur undanfarin ár verið yfirmaður knattspyrnumála hjá Juventus en hann hætti í sumar.

Allar líkur eru á því að Ítalinn Paratici og Portúgalinn Paulo verði tilkynntir á allra næstu dögum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×