Golf

Jóhanna Lea naum­lega í átta manna úr­slit

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Jóhanna Lea komst áfram í 8 manna úrslit og á enn möguleika á að tryggja sér þátttökurétt á fjórum risamótum.
Jóhanna Lea komst áfram í 8 manna úrslit og á enn möguleika á að tryggja sér þátttökurétt á fjórum risamótum. Kylfingur.is

Jóhanna Lea Lúðvíksdóttir komst í dag í átta manna úrslit Opna breska áhugamannamótsins í golfi sem fram fer í Kilmarnock í Skotlandi.. Lagði hún Emily Toy í 16 manna úrslitum mótsins.

Ragnhildur Kristinsdóttir var efst eftir tvo hringi á mótinu en hún er nú dottin úr leik líkt og Hulda Clara Gestsdóttir.

Jóhanna Lea lagði Emily Toy í holukeppni í dag. Keppni þeirra var æsispennandi, réðust úrslitin ekki fyrr en á 18. og síðustu holu dagsins. 

Fyrir síðustu holuna var Jóhanna Lea með einnar holu forskot. Þær léku hins vegar báðar lokaholu dagsins á fimm höggum og því hafði Jóhanna Lea betur. Hún er þar með komin áfram í átta manna úrslit. Þar mætir Jóh hinni írsku Katie Lanigan.

Til mikils er að vinna á mótinu en sigurvegari þess fær þátttökurétt á fjórum risamótum: AIG-mótinu, Opna bandaríska meistaramótinu, Evian-meistaramótinu og Augusta National-mótinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×