Jóhanna í undanúrslit og nálgast þrjú risamót Sindri Sverrisson skrifar 11. júní 2021 11:44 Jóhanna Lea Lúðvíksdóttir mun þegar hafa náð besta árangri íslensks kylfings á Opna breska áhugamannamótinu í golfi kvenna. golf.is Jóhanna Lea Lúðvíksdóttir úr GR er komin í undanúrslit á Opna breska áhugamannamótinu í golfi eftir að hafa slegið út hina írsku Kate Lanigan í morgun. Á mótinu var spilaður höggleikur í tvo daga og komust efstu 64 kylfingarnir áfram í útsláttarkeppni þar sem keppt er í holukeppni. Jóhanna Lea endaði í 53. sæti í höggleiknum en hefur svo slegið út fjóra andstæðinga í holukeppninni, nú síðast Lanigan með 3/1 sigri. Samkvæmt upplýsingum GSÍ er um að ræða besta árangur íslensks kylfings í kvennaflokki á Opna breska áhugamannamótinu. Jóhanna Lea mætir heimakonunni Shannon McWilliam frá Skotlandi í undanúrslitunum. Til afar mikils er að vinna á mótinu því sú sem stendur uppi sem sigurvegari fær keppnisrétt á þremur risamótum atvinnukylfinga; Opna breska mótinu, Opna bandaríska og Evian meistaramótinu, sem og á Augusta National meistaramóti áhugamanna. Golf Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira
Á mótinu var spilaður höggleikur í tvo daga og komust efstu 64 kylfingarnir áfram í útsláttarkeppni þar sem keppt er í holukeppni. Jóhanna Lea endaði í 53. sæti í höggleiknum en hefur svo slegið út fjóra andstæðinga í holukeppninni, nú síðast Lanigan með 3/1 sigri. Samkvæmt upplýsingum GSÍ er um að ræða besta árangur íslensks kylfings í kvennaflokki á Opna breska áhugamannamótinu. Jóhanna Lea mætir heimakonunni Shannon McWilliam frá Skotlandi í undanúrslitunum. Til afar mikils er að vinna á mótinu því sú sem stendur uppi sem sigurvegari fær keppnisrétt á þremur risamótum atvinnukylfinga; Opna breska mótinu, Opna bandaríska og Evian meistaramótinu, sem og á Augusta National meistaramóti áhugamanna.
Golf Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira