Vilja banna að börnum sé kennt um hinsegin fólk Kjartan Kjartansson skrifar 11. júní 2021 16:21 Viktor Orban og félagar hans í Fidesz-flokknum mega ekkert hýrt sjá. Vísir/EPA Stjórnarflokkur Ungverjalands hefur lagt fram frumvarp sem myndi leggja bann við að börn séu frædd um hinsegin og transfólk. Mannréttindasamtök fordæma frumvarpið og segja það í ætt við sambærileg lög sem voru samþykkt í Rússlandi fyrir nokkrum árum. Í frumvarpi Fidesz-flokks Viktors Orban forsætisráðherra er lagt til að LGBT-bókmenntir megi ekki sýna börnum yngri en átján ára. Undir það fellur meðal annars námsefni og auglýsingar sem styðja réttindi hinsegin fólks. Ákvæðin eru hluti af frumvarpi um refsingar við barnaníði, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Hjónabönd samkynhneigðra eru ólögleg í Ungverjalandi og samkynhneigðir mega ekki ættleiða þar. Útspil Fidesz-flokksins nú er sagt liður í kosningabaráttu fyrir kosningar í byrjun næsta árs. Samtök LGBT-fólks í Ungverjalandi hefur hvatt aðgerðasinna til að þrýsta á Joe Biden Bandaríkjaforseta að taka málið upp við Orban í Evrópureisu sinni í næstu viku. Rússnesk stjórnvöld samþykktu sambærileg lög árið 2013 en yfirlýst markmið þeirra var að banna „samkynhneigðan áróður“ gagnvart fólki yngri en átján ára. Samkvæmt þeim er bannað að hvetja til „samkynhneigðrar hegðunar“ á meðal barna. Orban og Fidesz-flokkur hans hafa sagst aðhyllast svonefnd „ófrjálslynt lýðræði“. Í forsætisráðherratíð Orban frá 2010 hefur landið hneigst sífellt lengra í átt að valdboði stjórnvalda. Þrengt hefur verið að óháðum fjölmiðlum þannig að þeir eru nú flestir á bandi Orban auk þess sem dómstólar landsins eru taldir undir hæl framkvæmdavaldsins. Ungverjaland Hinsegin Tengdar fréttir Fidesz segir skilið við EPP á Evrópuþinginu Evrópuþingmenn ungverska stjórnarflokksins Fidesz hafa ákveðið að segja skilið við þinghóp kristilegra demókrata (EPP) á Evrópuþinginu. 3. mars 2021 12:40 Ungverskir stjórnarandstöðuflokkar snúa bökum saman Stjórnarandstöðuflokkarnir í Ungverjalandi hafa ákveðið að snúa bökum í baráttunni gegn forsætisráðherranum Viktor Orbán og Fidesz-flokki hans. Þingkosningar fara fram í landinu árið 2022. 21. desember 2020 14:23 Ungverjar hætta að viðurkenna tilvist transfólks með nýjum lögum Lög sem banna breytingu á kyni voru samþykkt með miklum meirihluta á ungverska þinginu í gær. 20. maí 2020 07:52 Orban kveðst hætta að stýra með tilskipunum síðar í mánuðinum Forsætisráðherra Ungverjalands segist búast við að afsala sér þeim neyðarvöldum sem honum voru falin vegna kórónuveirunnar síðar í þessum mánuði. 16. maí 2020 23:30 Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Innlent Fleiri fréttir Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Sjá meira
Í frumvarpi Fidesz-flokks Viktors Orban forsætisráðherra er lagt til að LGBT-bókmenntir megi ekki sýna börnum yngri en átján ára. Undir það fellur meðal annars námsefni og auglýsingar sem styðja réttindi hinsegin fólks. Ákvæðin eru hluti af frumvarpi um refsingar við barnaníði, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Hjónabönd samkynhneigðra eru ólögleg í Ungverjalandi og samkynhneigðir mega ekki ættleiða þar. Útspil Fidesz-flokksins nú er sagt liður í kosningabaráttu fyrir kosningar í byrjun næsta árs. Samtök LGBT-fólks í Ungverjalandi hefur hvatt aðgerðasinna til að þrýsta á Joe Biden Bandaríkjaforseta að taka málið upp við Orban í Evrópureisu sinni í næstu viku. Rússnesk stjórnvöld samþykktu sambærileg lög árið 2013 en yfirlýst markmið þeirra var að banna „samkynhneigðan áróður“ gagnvart fólki yngri en átján ára. Samkvæmt þeim er bannað að hvetja til „samkynhneigðrar hegðunar“ á meðal barna. Orban og Fidesz-flokkur hans hafa sagst aðhyllast svonefnd „ófrjálslynt lýðræði“. Í forsætisráðherratíð Orban frá 2010 hefur landið hneigst sífellt lengra í átt að valdboði stjórnvalda. Þrengt hefur verið að óháðum fjölmiðlum þannig að þeir eru nú flestir á bandi Orban auk þess sem dómstólar landsins eru taldir undir hæl framkvæmdavaldsins.
Ungverjaland Hinsegin Tengdar fréttir Fidesz segir skilið við EPP á Evrópuþinginu Evrópuþingmenn ungverska stjórnarflokksins Fidesz hafa ákveðið að segja skilið við þinghóp kristilegra demókrata (EPP) á Evrópuþinginu. 3. mars 2021 12:40 Ungverskir stjórnarandstöðuflokkar snúa bökum saman Stjórnarandstöðuflokkarnir í Ungverjalandi hafa ákveðið að snúa bökum í baráttunni gegn forsætisráðherranum Viktor Orbán og Fidesz-flokki hans. Þingkosningar fara fram í landinu árið 2022. 21. desember 2020 14:23 Ungverjar hætta að viðurkenna tilvist transfólks með nýjum lögum Lög sem banna breytingu á kyni voru samþykkt með miklum meirihluta á ungverska þinginu í gær. 20. maí 2020 07:52 Orban kveðst hætta að stýra með tilskipunum síðar í mánuðinum Forsætisráðherra Ungverjalands segist búast við að afsala sér þeim neyðarvöldum sem honum voru falin vegna kórónuveirunnar síðar í þessum mánuði. 16. maí 2020 23:30 Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Innlent Fleiri fréttir Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Sjá meira
Fidesz segir skilið við EPP á Evrópuþinginu Evrópuþingmenn ungverska stjórnarflokksins Fidesz hafa ákveðið að segja skilið við þinghóp kristilegra demókrata (EPP) á Evrópuþinginu. 3. mars 2021 12:40
Ungverskir stjórnarandstöðuflokkar snúa bökum saman Stjórnarandstöðuflokkarnir í Ungverjalandi hafa ákveðið að snúa bökum í baráttunni gegn forsætisráðherranum Viktor Orbán og Fidesz-flokki hans. Þingkosningar fara fram í landinu árið 2022. 21. desember 2020 14:23
Ungverjar hætta að viðurkenna tilvist transfólks með nýjum lögum Lög sem banna breytingu á kyni voru samþykkt með miklum meirihluta á ungverska þinginu í gær. 20. maí 2020 07:52
Orban kveðst hætta að stýra með tilskipunum síðar í mánuðinum Forsætisráðherra Ungverjalands segist búast við að afsala sér þeim neyðarvöldum sem honum voru falin vegna kórónuveirunnar síðar í þessum mánuði. 16. maí 2020 23:30