Örlög Netanjahús ráðast í dag Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 13. júní 2021 08:13 Að öllum líkindum mun ellefu ára stjórnartíð Benjamíns Netanjahús ljúka í dag. Hann mun þó að öllum líkindum vera fremstur í fylkingu stjórnarandstöðuliða á þessu kjörtímabili. AP Ísraelska þingið mun greiða atkvæði um nýja ríkisstjórn í dag. Verði ríkisstjórnin samþykkt af meirihluta þingsins markar það endalok 12 ára stjórnartíð Benjamíns Netanjahús, forsætisráðherra Ísraels. Hinn 71 árs gamli Netanjahú hefur verið áhrifamesti stjórnmálamaður Ísraels í langan tíma, jafnvel áður en hann varð forsætisráðherra. Eftir að Netanjahú tókst ekki að mynda nýja ríkisstjórn eftir fjórðu þingkosningarnar á tveimur árum var Yair Lapid, leiðtoga Yesh Atid, veitt tækifæri til ríkisstjórnarmyndunar. Hann komst að samkomulagi við Naftali Bennett, leiðtoga Yamina flokksins, um að mynda ríkisstjórn en alls verða átta flokkar í nýjum stjórnarmeirihluta. Allar líkur eru taldar á því að ríkisstjórnin nýja verði samþykkt af þinginu í dag. Bennett mun sitja sem forsætisráðherra næstu tvö árin áður en Lapid tekur við keflinu. Verkefnið sem býður þeirra verður ekki auðvelt, enda eru flokkarnir í ríkisstjórninni alls staðar úr stjórnmálum, þar á meðal flokkur Araba. Stefna nýrrar stjórnar felst einna helst í innanlandsuppbyggingu og mun stjórnin líklegast forðast eldfim alþjóðamál, eins og málefni Palestínu. Einhverjir hafa litla trú á nýrri ríkisstjórn. Flokkarnir koma úr öllum áttum: Yesh Atid er miðjuflokkur, Yamina er þjóðernisflokkur, Ra‘am er flokkur Araba í Ísrael, Kahol Lavan er frjálslynd miðju samsteypa, Israel Beiteinu er hægri þjóðernisflokkur, Labor er þjóðernisflokkur sósíaldemókrata, New Hope er enn einn hægriflokkurinn og Meretz er vinstri grænn flokkur. Það verður forvitnilegt að fylgjast með framvindu mála í dag. Meirihlutinn er rétt nægur til að kallast meirihluti, ríkisstjórnarflokkarnir hafa 61 af 120 sætum á þinginu. Hljóti ríkisstjórnin samþykki þingsins mun hún samt þurfa að mæta Netanjahú allt næsta kjörtímabil en hann mun að öllum líkindum vera fremstur í flokki stjórnarandstöðunnar. Ísrael Tengdar fréttir Ný ríkisstjórn hefur verið mynduð í Ísrael Ný ríkisstjórn hefur verið mynduð í Ísrael og markar það endalok tveggja ára stjórnarkreppu. Það markar jafnframt endalok 12 ára valdatíðar Benjamíns Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels. 2. júní 2021 21:21 Stjórnarandstöðuleiðtogar í kapphlaupi við tímann Stjórnarandstöðuleiðtogar í Ísrael hafa nú aðeins fjóra klukkutíma til stefnu til þess að mynda nýja ríkisstjórn áður en fresturinn rennur út. Takist þeim að ná markmiðinu markar það endalok 12 ára valdatíðar Benjamíns Netanjahús, forsætisráðherra landsins. 2. júní 2021 17:15 Isaac Herzog er nýr forseti Ísraels Isaac Herzog var kjörinn forseti Ísraels í dag og verður ellefti forseti landsins. Hann tekur við af Reuven Rivlin. Atkvæðagreiðsla var haldin á meðal 120 meðlima þingsins og hafði Herzog betur en fyrirlesarinn Miriam Peretz. 2. júní 2021 13:11 Mest lesið Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Innlent Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Fleiri fréttir Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Sjá meira
Hinn 71 árs gamli Netanjahú hefur verið áhrifamesti stjórnmálamaður Ísraels í langan tíma, jafnvel áður en hann varð forsætisráðherra. Eftir að Netanjahú tókst ekki að mynda nýja ríkisstjórn eftir fjórðu þingkosningarnar á tveimur árum var Yair Lapid, leiðtoga Yesh Atid, veitt tækifæri til ríkisstjórnarmyndunar. Hann komst að samkomulagi við Naftali Bennett, leiðtoga Yamina flokksins, um að mynda ríkisstjórn en alls verða átta flokkar í nýjum stjórnarmeirihluta. Allar líkur eru taldar á því að ríkisstjórnin nýja verði samþykkt af þinginu í dag. Bennett mun sitja sem forsætisráðherra næstu tvö árin áður en Lapid tekur við keflinu. Verkefnið sem býður þeirra verður ekki auðvelt, enda eru flokkarnir í ríkisstjórninni alls staðar úr stjórnmálum, þar á meðal flokkur Araba. Stefna nýrrar stjórnar felst einna helst í innanlandsuppbyggingu og mun stjórnin líklegast forðast eldfim alþjóðamál, eins og málefni Palestínu. Einhverjir hafa litla trú á nýrri ríkisstjórn. Flokkarnir koma úr öllum áttum: Yesh Atid er miðjuflokkur, Yamina er þjóðernisflokkur, Ra‘am er flokkur Araba í Ísrael, Kahol Lavan er frjálslynd miðju samsteypa, Israel Beiteinu er hægri þjóðernisflokkur, Labor er þjóðernisflokkur sósíaldemókrata, New Hope er enn einn hægriflokkurinn og Meretz er vinstri grænn flokkur. Það verður forvitnilegt að fylgjast með framvindu mála í dag. Meirihlutinn er rétt nægur til að kallast meirihluti, ríkisstjórnarflokkarnir hafa 61 af 120 sætum á þinginu. Hljóti ríkisstjórnin samþykki þingsins mun hún samt þurfa að mæta Netanjahú allt næsta kjörtímabil en hann mun að öllum líkindum vera fremstur í flokki stjórnarandstöðunnar.
Ísrael Tengdar fréttir Ný ríkisstjórn hefur verið mynduð í Ísrael Ný ríkisstjórn hefur verið mynduð í Ísrael og markar það endalok tveggja ára stjórnarkreppu. Það markar jafnframt endalok 12 ára valdatíðar Benjamíns Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels. 2. júní 2021 21:21 Stjórnarandstöðuleiðtogar í kapphlaupi við tímann Stjórnarandstöðuleiðtogar í Ísrael hafa nú aðeins fjóra klukkutíma til stefnu til þess að mynda nýja ríkisstjórn áður en fresturinn rennur út. Takist þeim að ná markmiðinu markar það endalok 12 ára valdatíðar Benjamíns Netanjahús, forsætisráðherra landsins. 2. júní 2021 17:15 Isaac Herzog er nýr forseti Ísraels Isaac Herzog var kjörinn forseti Ísraels í dag og verður ellefti forseti landsins. Hann tekur við af Reuven Rivlin. Atkvæðagreiðsla var haldin á meðal 120 meðlima þingsins og hafði Herzog betur en fyrirlesarinn Miriam Peretz. 2. júní 2021 13:11 Mest lesið Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Innlent Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Fleiri fréttir Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Sjá meira
Ný ríkisstjórn hefur verið mynduð í Ísrael Ný ríkisstjórn hefur verið mynduð í Ísrael og markar það endalok tveggja ára stjórnarkreppu. Það markar jafnframt endalok 12 ára valdatíðar Benjamíns Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels. 2. júní 2021 21:21
Stjórnarandstöðuleiðtogar í kapphlaupi við tímann Stjórnarandstöðuleiðtogar í Ísrael hafa nú aðeins fjóra klukkutíma til stefnu til þess að mynda nýja ríkisstjórn áður en fresturinn rennur út. Takist þeim að ná markmiðinu markar það endalok 12 ára valdatíðar Benjamíns Netanjahús, forsætisráðherra landsins. 2. júní 2021 17:15
Isaac Herzog er nýr forseti Ísraels Isaac Herzog var kjörinn forseti Ísraels í dag og verður ellefti forseti landsins. Hann tekur við af Reuven Rivlin. Atkvæðagreiðsla var haldin á meðal 120 meðlima þingsins og hafði Herzog betur en fyrirlesarinn Miriam Peretz. 2. júní 2021 13:11