Handtekni blaðamaðurinn birtist opinberlega Kjartan Kjartansson skrifar 14. júní 2021 16:21 Roman Prótasevits á fundinum í dag. Vísir/EPA Hvítrússneski blaðamaðurinn Roman Prótasevits sem var handtekinn um borð í flugvél Ryanair kom fram á blaðamannafundi í fylgd með embættismönnum í dag. Þar neitaði Prótasevits að hafa verið beittur ofbeldi í haldi yfirvalda og lýsti iðrun vegna meintra glæpa sinna. Stjórnarandstaðan telur að hann hafi verið þvingaður til að koma fram opinberlega. Stjórnvöld í Minsk þvinguðu flugvél Ryanair til lendingar þegar hún flaug í gegnum lofthelgi landsins á leið frá Grikklandi til Litháen í síðasta mánuði. Prótasevits, sem er sjálfstæður blaðamaður og andófsmaður sem hefur verið í sjálfskipaðri útlegð, var leiddur út úr vélinni áfram Sofiu Sapega, kærustu sinni. Síðan þá hafa hvítrússnesk yfirvöld birt myndbönd af parinu þar sem þau játa á sig meinta glæpi og virðast þau hafa verið neydd til þess að lesa upp yfirlýsingarnar. Stjórnarandstaðan telur að Prótasevits hafi sætt barsmíðum í varðhaldi. Prótasevits hefur meðal annars játað sig sekan um að hafa lagt á ráðin um að steypa Alexander Lúkasjenka, forseta, af stóli með því að skipuleggja „óeirðir“ í kjölfar umdeildra kosninga í ágúst. Þá hefur hann dregið til baka gagnrýni sína á Lúkasjenka. Þegar Prótasevits var leiddur fyrir blaðamenn í dag var hann í fylgd fjögurra embættismanna, þar af tveggja í einkennisbúningi, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Þar sagðist hann við góða heilsu og að hann hefði ekki verið þvingaður til samstarfs við yfirvöld. „Það er allt í lagi með mig. Enginn barði mig, enginn snerti mig. Ég geri mér grein fyrir þeim skaða sem ég olli, ekki aðeins ríkinu, heldur landinu. Nú vil ég gera allt sem í mínu valdi stendur til þess að bæta úr ástandinu,“ sagði Prótasevits. Umkringdur embættismönnum sagðist Prótasevits alls ekki hafa verið beittur ofbeldi í haldi yfirvalda og að hann væri miður sín vegna þeirra glæpa sem hann hafi framið.Vísir/EPA „Sena úr Kafka eða Orwell“ Fáir trúa því þó að Prótasevits hafi komið fram ótilneyddur í dag. Franak Viacorka, ráðgjafi Svetlönu Tsikhanouskaju, eins leiðtoga stjórnarandstöðunnar í Hvíta-Rússlandi, tísti að ekki mætti gleyma að Prótasevits væri fangi og að stjórnvöld notuðu hann nú eins og verðlaunagrip. „Þetta er ekki blaðamannafundur heldur sena úr annað hvort Kafka eða Orwell,“ tísti Viacorka. Jonah Fisher, fréttaritari breska ríkisútvarpsins BBC, segir að hann og fleiri blaðamenn hafi gengið út af fundinum í dag. „Tökum ekki þátt þegar hann er greinilega þarna tilneyddur,“ tísti Fisher. We have just walked out. Not taking part when he is clearly there under duress. https://t.co/vg4gSGZJeL— Jonah Fisher (@JonahFisherBBC) June 14, 2021 Lúkasjenka hefur setið óslitið á forsetastóli frá 1994 og er hann gjarnan nefndur síðasti einræðisherra Evrópu. Eftir forsetakosningarnar í fyrra, sem stjórnarandstaðan fullyrðir að hafi verið sviksamlegar, lét hann berja niður mótmæli af mikilli hörku. Evrópskir ráðamenn sökuðu hvítrússnesk stjórnvöld um flugrán þegar þau neyddu vélina sem Prótasevits var farþegi í til þess að lenda. Síðan þá hefur Evrópusambandið samþykkt refsiaðgerðir gegn hvítrússneskum embættismönnum, hvatt evrópsk flugfélög til þess að taka krók fram hjá lofthelgi landsins og bannað hvítrússneskum flugfélögum að fara um evrópska flughelgi. Hvíta-Rússland Tengdar fréttir Banna hvítrússneskar þotur í Evrópu Evrópusambandið hefur ákveðið að banna hvítrússneskum flugvélum að fljúga í lofthelgi aðildarríkja sinna og að lenda á evrópskum flugvöllum. Evrópsk flugfélög eru áfram hvött til þess að forðast í lengstu lög að fljúga í gegnum lofthelgi Hvíta-Rússlands. 5. júní 2021 09:09 Hrósaði Lúkasjenka fyrir „stálhreðjar“ hans Ríkissjónvarp Hvíta-Rússlands birti í dag viðtal við blaðamanninn og aðgerðasinnann Roman Protasevíts, sem var handtekinn þegar áhöfn farþegaþotu RyanAir var þvinguð til að lenda flugvélinni í Minsk í síðasta mánuði. 3. júní 2021 23:38 Andófsmaður reyndi að stinga sig á háls í dómsal Karlmaður sem var handtekinn á mótmælum gegn stjórn Alexanders Lúkasjenka í Hvíta-Rússlandi í fyrra reyndi að stinga sig á háls í dómsal í Minsk þegar honum var sagt að fjölskylda hans og nágrannar gætu verið sóttir til sakar ef hann játaði sig ekki sekan. 1. júní 2021 16:58 Sögðu áhöfninni að lenda áður en hótunin barst Flugumferðarstjórar í Minsk sögðu áhöfn flugvélar RyanAir að snúa flugvélinni við og lenda í borginni vegna meintrar sprengjuhótunar, áður en hótunin sjálf barst. Um hálftíma eftir að flugstjóranum var sagt að snúa flugvélinni barst tölvupóstur til nokkurra flugvalla þar sem hótað var að sprengja flugvélina í loft upp yfir Vilníus. 27. maí 2021 10:59 „Ég veit að dauðadómur bíður mín í Hvíta-Rússlandi“ Farþegar í flugvél RyanAir sem snúið var af leið og lent í Minsk í Hvíta-Rússlandi um helgina segja blaðamanninn og aðgerðasinnan Roman Protasevíts hafa augljóslega verið hræddan, þegar flugstjóri flugvélarinnar tilkynnti að henni yrði lent í Minsk. 25. maí 2021 13:45 Mest lesið Virðist ekki vera hægt á Íslandi Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Hiti geti mest náð átján stigum Veður „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Innlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Erlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Fleiri fréttir „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Sjá meira
Stjórnvöld í Minsk þvinguðu flugvél Ryanair til lendingar þegar hún flaug í gegnum lofthelgi landsins á leið frá Grikklandi til Litháen í síðasta mánuði. Prótasevits, sem er sjálfstæður blaðamaður og andófsmaður sem hefur verið í sjálfskipaðri útlegð, var leiddur út úr vélinni áfram Sofiu Sapega, kærustu sinni. Síðan þá hafa hvítrússnesk yfirvöld birt myndbönd af parinu þar sem þau játa á sig meinta glæpi og virðast þau hafa verið neydd til þess að lesa upp yfirlýsingarnar. Stjórnarandstaðan telur að Prótasevits hafi sætt barsmíðum í varðhaldi. Prótasevits hefur meðal annars játað sig sekan um að hafa lagt á ráðin um að steypa Alexander Lúkasjenka, forseta, af stóli með því að skipuleggja „óeirðir“ í kjölfar umdeildra kosninga í ágúst. Þá hefur hann dregið til baka gagnrýni sína á Lúkasjenka. Þegar Prótasevits var leiddur fyrir blaðamenn í dag var hann í fylgd fjögurra embættismanna, þar af tveggja í einkennisbúningi, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Þar sagðist hann við góða heilsu og að hann hefði ekki verið þvingaður til samstarfs við yfirvöld. „Það er allt í lagi með mig. Enginn barði mig, enginn snerti mig. Ég geri mér grein fyrir þeim skaða sem ég olli, ekki aðeins ríkinu, heldur landinu. Nú vil ég gera allt sem í mínu valdi stendur til þess að bæta úr ástandinu,“ sagði Prótasevits. Umkringdur embættismönnum sagðist Prótasevits alls ekki hafa verið beittur ofbeldi í haldi yfirvalda og að hann væri miður sín vegna þeirra glæpa sem hann hafi framið.Vísir/EPA „Sena úr Kafka eða Orwell“ Fáir trúa því þó að Prótasevits hafi komið fram ótilneyddur í dag. Franak Viacorka, ráðgjafi Svetlönu Tsikhanouskaju, eins leiðtoga stjórnarandstöðunnar í Hvíta-Rússlandi, tísti að ekki mætti gleyma að Prótasevits væri fangi og að stjórnvöld notuðu hann nú eins og verðlaunagrip. „Þetta er ekki blaðamannafundur heldur sena úr annað hvort Kafka eða Orwell,“ tísti Viacorka. Jonah Fisher, fréttaritari breska ríkisútvarpsins BBC, segir að hann og fleiri blaðamenn hafi gengið út af fundinum í dag. „Tökum ekki þátt þegar hann er greinilega þarna tilneyddur,“ tísti Fisher. We have just walked out. Not taking part when he is clearly there under duress. https://t.co/vg4gSGZJeL— Jonah Fisher (@JonahFisherBBC) June 14, 2021 Lúkasjenka hefur setið óslitið á forsetastóli frá 1994 og er hann gjarnan nefndur síðasti einræðisherra Evrópu. Eftir forsetakosningarnar í fyrra, sem stjórnarandstaðan fullyrðir að hafi verið sviksamlegar, lét hann berja niður mótmæli af mikilli hörku. Evrópskir ráðamenn sökuðu hvítrússnesk stjórnvöld um flugrán þegar þau neyddu vélina sem Prótasevits var farþegi í til þess að lenda. Síðan þá hefur Evrópusambandið samþykkt refsiaðgerðir gegn hvítrússneskum embættismönnum, hvatt evrópsk flugfélög til þess að taka krók fram hjá lofthelgi landsins og bannað hvítrússneskum flugfélögum að fara um evrópska flughelgi.
Hvíta-Rússland Tengdar fréttir Banna hvítrússneskar þotur í Evrópu Evrópusambandið hefur ákveðið að banna hvítrússneskum flugvélum að fljúga í lofthelgi aðildarríkja sinna og að lenda á evrópskum flugvöllum. Evrópsk flugfélög eru áfram hvött til þess að forðast í lengstu lög að fljúga í gegnum lofthelgi Hvíta-Rússlands. 5. júní 2021 09:09 Hrósaði Lúkasjenka fyrir „stálhreðjar“ hans Ríkissjónvarp Hvíta-Rússlands birti í dag viðtal við blaðamanninn og aðgerðasinnann Roman Protasevíts, sem var handtekinn þegar áhöfn farþegaþotu RyanAir var þvinguð til að lenda flugvélinni í Minsk í síðasta mánuði. 3. júní 2021 23:38 Andófsmaður reyndi að stinga sig á háls í dómsal Karlmaður sem var handtekinn á mótmælum gegn stjórn Alexanders Lúkasjenka í Hvíta-Rússlandi í fyrra reyndi að stinga sig á háls í dómsal í Minsk þegar honum var sagt að fjölskylda hans og nágrannar gætu verið sóttir til sakar ef hann játaði sig ekki sekan. 1. júní 2021 16:58 Sögðu áhöfninni að lenda áður en hótunin barst Flugumferðarstjórar í Minsk sögðu áhöfn flugvélar RyanAir að snúa flugvélinni við og lenda í borginni vegna meintrar sprengjuhótunar, áður en hótunin sjálf barst. Um hálftíma eftir að flugstjóranum var sagt að snúa flugvélinni barst tölvupóstur til nokkurra flugvalla þar sem hótað var að sprengja flugvélina í loft upp yfir Vilníus. 27. maí 2021 10:59 „Ég veit að dauðadómur bíður mín í Hvíta-Rússlandi“ Farþegar í flugvél RyanAir sem snúið var af leið og lent í Minsk í Hvíta-Rússlandi um helgina segja blaðamanninn og aðgerðasinnan Roman Protasevíts hafa augljóslega verið hræddan, þegar flugstjóri flugvélarinnar tilkynnti að henni yrði lent í Minsk. 25. maí 2021 13:45 Mest lesið Virðist ekki vera hægt á Íslandi Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Hiti geti mest náð átján stigum Veður „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Innlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Erlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Fleiri fréttir „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Sjá meira
Banna hvítrússneskar þotur í Evrópu Evrópusambandið hefur ákveðið að banna hvítrússneskum flugvélum að fljúga í lofthelgi aðildarríkja sinna og að lenda á evrópskum flugvöllum. Evrópsk flugfélög eru áfram hvött til þess að forðast í lengstu lög að fljúga í gegnum lofthelgi Hvíta-Rússlands. 5. júní 2021 09:09
Hrósaði Lúkasjenka fyrir „stálhreðjar“ hans Ríkissjónvarp Hvíta-Rússlands birti í dag viðtal við blaðamanninn og aðgerðasinnann Roman Protasevíts, sem var handtekinn þegar áhöfn farþegaþotu RyanAir var þvinguð til að lenda flugvélinni í Minsk í síðasta mánuði. 3. júní 2021 23:38
Andófsmaður reyndi að stinga sig á háls í dómsal Karlmaður sem var handtekinn á mótmælum gegn stjórn Alexanders Lúkasjenka í Hvíta-Rússlandi í fyrra reyndi að stinga sig á háls í dómsal í Minsk þegar honum var sagt að fjölskylda hans og nágrannar gætu verið sóttir til sakar ef hann játaði sig ekki sekan. 1. júní 2021 16:58
Sögðu áhöfninni að lenda áður en hótunin barst Flugumferðarstjórar í Minsk sögðu áhöfn flugvélar RyanAir að snúa flugvélinni við og lenda í borginni vegna meintrar sprengjuhótunar, áður en hótunin sjálf barst. Um hálftíma eftir að flugstjóranum var sagt að snúa flugvélinni barst tölvupóstur til nokkurra flugvalla þar sem hótað var að sprengja flugvélina í loft upp yfir Vilníus. 27. maí 2021 10:59
„Ég veit að dauðadómur bíður mín í Hvíta-Rússlandi“ Farþegar í flugvél RyanAir sem snúið var af leið og lent í Minsk í Hvíta-Rússlandi um helgina segja blaðamanninn og aðgerðasinnan Roman Protasevíts hafa augljóslega verið hræddan, þegar flugstjóri flugvélarinnar tilkynnti að henni yrði lent í Minsk. 25. maí 2021 13:45
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent