Enski boltinn

Liverpool byrjar næsta tímabil á móti Norwich eins og þegar liðið varð meistari

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mohamed Salah fagnar marki með Liverpool.
Mohamed Salah fagnar marki með Liverpool. EPA-EFE/Shaun Botterill

Enska úrvalsdeildin í fótbolta gaf í morgun út leikjadagskrá sína fyrir komandi tímabil.

Englandsmeistarar Manchester City byrja titilvörn sína á útivelli á móti Tottenham. Fyrsta umferðin fer fram 14. ágúst en einhverjir leikir verða færðir á föstudag, sunnudag og mánudag þegar fyrstu helgi tímabilsins.

Eins og sést hér fyrir neðan þá verður byrjun Manchester City liðsins allt annað en auðveld. Þetta eru leikir liðsins á fyrstu tveimur mánuðum tímabilsins.

Liverpool mætir Norwich City á útivelli í fyrstu umferðinni en Norwich er nýliði í deildinni. Liverpool byrjaði líka á móti Norwich þegar liðið vann langþráðan meistaratitil tímabilið 2019-20.

Manchester United tekur á móti Leeds United á Old Trafford í fyrsta leik sínum. Fyrsti leikur Brentford í efstu deild síðan 1946-47 verður á heimavelli á móti Arsenal.

Evrópumeistarar Chelsea fá Crystal Palace í heimsókn í fyrstu umferðinni og Gylfi Þór Sigurðsson og félagar eru á heimavelli á móti Southampton. Chelsea hafði mikið tak á Manchester City í vor en liðin mætast fyrst á Stamford Bridge helgina í kringum 25. september.

Jóhann Berg Guðmundsson og félagar í Burnley byrja líka á heimavelli en fyrsti leikur þeirra er á móti Brighton.

Liverpool fær Chelsea í heimsókn í þriðju umferð og fyrri leikurinn á móti Manchester City verður einnig á Anfield en hann er settur á 2. október.

Fyrri leikur Manchester liðanna fer fram á Old Trafford helgina í kringum 6. nóvember en sá seinni verður í mars.

Manchester United fær Liverpool í heimsókn helgina í kringum 23. október.

Það má nálgast alla leikjadagskrána hér.

  • Leikirnir í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar 2020-21:
  • Brentford - Arsenal
  • Burnley - Brighton
  • Chelsea - Crystal Palace
  • Everton - Southampton
  • Leicester City - Wolves
  • Manchester United - Leeds United
  • Newcastle United - West Ham United
  • Norwich City - Liverpool
  • Tottenham - Manchester City
  • Watford - Aston Villa



Fleiri fréttir

Sjá meira


×