Rykský skyggði á reginrisann Betelgás Kjartan Kjartansson skrifar 16. júní 2021 15:39 Rykský skyggði á Betelgás á þessari mynd sem var tekin með SPHERE-mælitækinu á VLT-sjónauka ESO í mars árið 2020. Stjarnan náði fyrri birtu mánuði síðar. ESO/M. Montargès og fleiri Stjörnufræðingar telja sig nú hafa leyst ráðgátuna um hvers vegna risastjarnan Betelgás dofnaði svo á næturhimninum að það var greinanlegt með berum augum. Rykský sem stjarnan sjálf spýtti frá sér skyggði á hana frá jörðinni séð. Miklar vangaveltur voru um að Betelgás í stjörnumerkinu Óríon, sem er ein skærasta stjarnan á næturhimninum, væri við það að breytast í sprengistjörnu þegar hún dofnaði verulega síðla árs 2019 og snemma árs 2020. Menn hafa ekki getað séð sprengistjörnu í Vetrarbrautinni okkar með berum augum frá því á 17. öld og því voru margir spenntir. Aðrar tilgátur um orsök þess að Betelgás dofnaði voru þó taldar sennilegra en að hún væri í dauðateygjunum. Nú hafa stjörnufræðingar staðfest eina þeirra, að rykský hafi hulið stjörnuna að hluta til, að því er segir í tilkynningu frá Evrópsku stjörnustöðinni á suðurhveli (ESO). Þegar vísindamennirnir báru saman myndir sem teknar voru af Betelgás með VLT-sjónauka ESO í Atacama-eyðimörkinni í Síle í desember 2019 annars vegar og í janúar 2020 hins vegar sást að yfirborð stjörnunnar hafði dofnað umtalsvert, séstaklega suðurhluti hennar. Í apríl í fyrra hafði stjarnan náð fyrri birtu. Á þessari myndaröð sést greinilega hvernig Betelgás dofnaði í desember 2019 og fram á vor árið eftir.ESO/M. Montargès og fleiri Ryk sem verður efniviður í reikistjörnur og jafnvel líf Betelgás er svonefndur rauður reginrisi, sólstjarna sem eru um tuttugufalt massameiri en sólin okkar. Hún er svo massamikil að hún mun ljúka æviskeiði sínu sem sprengistjarna. Slíkar stjörnur eru taldar afar breytilegar að eðlisfari og yfirborð þeirra getur bjagast þegar tröllvaxnir gasbólstrar þenjast út og skreppa saman eins og í bullsjóðandi súpu innan í henni. Talið er að Betelgás hafi þeytt frá sér stórri gasbólu út í geiminn skömmu áður en hún byrjaði að dofna frá jörðu séð. Þegar hluti yfirborðs stjörnunnar kólnaði fljótlega eftir á þéttist gasið í ryk. „Við urðum vitni að myndun geimryks,“ segir Miguel Montarges, stjörnufræðingur við Stjörnuathuganastöðina í París, sem er aðalhöfundur greinar um rannsóknina sem birtist í vísindaritinu Nature í dag. Rannsóknin leiðir í ljós að ryk af þessu tagi getur myndast hratt og mjög nálægt yfirborði stjörnu. „Seinna meir verður rykið sem kaldar þróaðar stjörnur kasta frá sér, eins og þeytingunni sem við urðum vitni að, að byggingareiningum reikistjarna og jafnvel lífs,“ er haft eftir Emily Cannon frá Kaþólska háskólanum í Leuven í Belgíu sem tók þátt í rannsókninni. Geimurinn Vísindi Tengdar fréttir Mynduðu verðandi sprengistjörnu sem dofnar á næturhimninum Ein bjartasta stjarna næturhiminsins hefur dofnað merkjanleg undanfarna mánuði og hafa miklar vangaveltur verið um hvort að hún gæti verið við það að springa. 15. febrúar 2020 12:30 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
Miklar vangaveltur voru um að Betelgás í stjörnumerkinu Óríon, sem er ein skærasta stjarnan á næturhimninum, væri við það að breytast í sprengistjörnu þegar hún dofnaði verulega síðla árs 2019 og snemma árs 2020. Menn hafa ekki getað séð sprengistjörnu í Vetrarbrautinni okkar með berum augum frá því á 17. öld og því voru margir spenntir. Aðrar tilgátur um orsök þess að Betelgás dofnaði voru þó taldar sennilegra en að hún væri í dauðateygjunum. Nú hafa stjörnufræðingar staðfest eina þeirra, að rykský hafi hulið stjörnuna að hluta til, að því er segir í tilkynningu frá Evrópsku stjörnustöðinni á suðurhveli (ESO). Þegar vísindamennirnir báru saman myndir sem teknar voru af Betelgás með VLT-sjónauka ESO í Atacama-eyðimörkinni í Síle í desember 2019 annars vegar og í janúar 2020 hins vegar sást að yfirborð stjörnunnar hafði dofnað umtalsvert, séstaklega suðurhluti hennar. Í apríl í fyrra hafði stjarnan náð fyrri birtu. Á þessari myndaröð sést greinilega hvernig Betelgás dofnaði í desember 2019 og fram á vor árið eftir.ESO/M. Montargès og fleiri Ryk sem verður efniviður í reikistjörnur og jafnvel líf Betelgás er svonefndur rauður reginrisi, sólstjarna sem eru um tuttugufalt massameiri en sólin okkar. Hún er svo massamikil að hún mun ljúka æviskeiði sínu sem sprengistjarna. Slíkar stjörnur eru taldar afar breytilegar að eðlisfari og yfirborð þeirra getur bjagast þegar tröllvaxnir gasbólstrar þenjast út og skreppa saman eins og í bullsjóðandi súpu innan í henni. Talið er að Betelgás hafi þeytt frá sér stórri gasbólu út í geiminn skömmu áður en hún byrjaði að dofna frá jörðu séð. Þegar hluti yfirborðs stjörnunnar kólnaði fljótlega eftir á þéttist gasið í ryk. „Við urðum vitni að myndun geimryks,“ segir Miguel Montarges, stjörnufræðingur við Stjörnuathuganastöðina í París, sem er aðalhöfundur greinar um rannsóknina sem birtist í vísindaritinu Nature í dag. Rannsóknin leiðir í ljós að ryk af þessu tagi getur myndast hratt og mjög nálægt yfirborði stjörnu. „Seinna meir verður rykið sem kaldar þróaðar stjörnur kasta frá sér, eins og þeytingunni sem við urðum vitni að, að byggingareiningum reikistjarna og jafnvel lífs,“ er haft eftir Emily Cannon frá Kaþólska háskólanum í Leuven í Belgíu sem tók þátt í rannsókninni.
Geimurinn Vísindi Tengdar fréttir Mynduðu verðandi sprengistjörnu sem dofnar á næturhimninum Ein bjartasta stjarna næturhiminsins hefur dofnað merkjanleg undanfarna mánuði og hafa miklar vangaveltur verið um hvort að hún gæti verið við það að springa. 15. febrúar 2020 12:30 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
Mynduðu verðandi sprengistjörnu sem dofnar á næturhimninum Ein bjartasta stjarna næturhiminsins hefur dofnað merkjanleg undanfarna mánuði og hafa miklar vangaveltur verið um hvort að hún gæti verið við það að springa. 15. febrúar 2020 12:30