„Í aðstæðum sem eru eiginlega óhugsandi“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 16. júní 2021 20:01 Auglýsingin fyrir þættina Katla sem frumsýndir eru á Netflix í kvöld. Netflix „Ég er varla búin að átta mig á því að þetta sé að fara á Netflix um allan heim,“ segir Birgitta Birgisdóttir, en hún leikur í sjónvarpsþáttunum Katla. Þættirnir koma allir inn á streymisveituna Netflix á miðnætti. Um er að ræða sálfræðilegan vísindaskáldskap (e. sci-fi thriller) úr smiðju Baltasar Kormáks og Sigurjóns Kjartanssonar og eru allir þættirnir á íslensku. Það eru Baltasar Kormákur, Börkur Sigthorsson og Thora Hilmarsdóttir sem leikstýra þáttunum. Dularfullur heimur Þetta er í fyrsta skipti sem Birgitta leikur fyrir Netflix en þó lék hún í þætti af Brot, Valhalla murders, sem enduðu inni á Netflix. „Það er þessi dularfulli heimur sem höfundar eru búnir að skapa,“ svarar Birgitta aðspurð hvað það var við þetta handrit sem heillaði hana. „Það eru venjulegar persónur sem að lenda í mjög óvenjulegum aðstæðum sem maður getur ekki ímyndað sér. Karakterinn minn lendir í aðstæðum sem eru eiginlega óhugsandi.“ Líkt og aðrir leikarar þáttanna getur Birgitta lítið sagt um framvindu sögunnar áður en þættirnir fara í sýningu. Það er samt ljóst að þetta eru einstaklega spennuþrungnir og dularfullir þættir sem margir eiga eftir að hámhorfa á. „Þegar Katla hefur gosið samfellt í eitt ár er Gríma ennþá að leita að systur sinni sem hvarf daginn sem eldfjallið hóf að gjósa. Þegar von hennar um að finna lík systur sinnar fer dvínandi fara íbúar á svæðinu að fá heimsóknir frá óvæntum gestum. Kannski leynist eitthvað undir jöklinum sem enginn gat séð fyrir,“ segir um söguþráð þáttanna. Það hefur ekki verið gert mikið af „sci-fi thriller“ sjónvarpsefni á íslensku svo þetta mun án efa vekja athygli. Birgitta segir að það hafi verið mögnuð reynsla að taka þátt í Kötlu verkefninuIMDB Erfitt að setja sig í þessi spor „Mér líður eins og þetta séu fyrstu svona þættirnir sem eru gerðir. Eins og Balti hefur sagt frá er hann svolítið að vinna með þjóðsagnararfinn okkar. Dularfullir hlutir sem að eru svo áhugaverðir. Yfirnáttúrulegir hlutir. Við trúum svo mikið á þessar sögur því þetta hefur fylgt okkur svo lengi. Þess vegna er þetta skemmtileg tilraun, að leika sér með okkar þjóðsögur og setja þær í svona búning. Það er allavega mjög góð tilraun.“ Birgitta fór í mikla heimildarvinnu fyrir hlutverkið sitt og las fjölda viðtala við fólk sem hafði upplifað sumt af því sem hennar persóna fer í gegnum. Án þess að gefa of mikið upp um söguþráðinn, er óhætt að segja að á vissan hátt hafi samt einfaldlega ekki verið hægt að setja sig nákvæmlega í þessi spor. Fólk skilur það betur þegar það horfir á þættina. „Þá þarf maður svolítið að treysta á leikstjórana sína, að þeir leiði mann í gegnum þetta. Ég vona að það hafi tekist. Við prófuðum margar leiðir í tökum sem var rosa gott og svo var valin ákveðin leið í klippi. En áskorunin var vissulega að finna réttu leiðina að þessum tilfinningum sem að ég get ekki tengt við sjálf úr mínu lífi, sem betur fer.“ Baltasar Kormákur og Guðrún Ýr Eyfjörð við tökur á þáttunum.Lilja Jónsdóttir/Netflix Vonar að áhorfendur velji íslenskuna Birgitta segir að stemningin á tökustað hafi verið alveg mögnuð. „Við byrjuðum í tökum í mars í fyrra og vorum að þessu alveg fram eftir miðjum ágúst. Það var einhvern veginn ótrúlega mögnuð orka á setti. Það var mikið um erfiðar aðstæður. Til dæmis mikil aska og mikið um tilfinningaríkar senur, erfiðar senur. Það var alltaf ótrúlega mikil fagmennska og góð stemning líka, það var alltaf stutt í gleðina þó að það hafi verið mikið drama.“ Allir þættirnir eru á íslensku og fáanlegir með texta. Þeir sem vilja geta þó valið að horfa á þættina talsetta á ensku. „Ég vona að fólk horfi á íslensku. Fyrir mitt leyti, ef ég horfi annað en bandarískt eða breskt efni, þá reyni ég að horfa á upprunalegu tungumáli þar sem ég heyri leikarana tala og er svo með texta, mér finnst það miklu áhrifaríkara. Það sem að var gert núna í fyrsta skipti held ég, er að við döbbuðum sjálf á ensku. Það var áhugaverð áskorun og eitthvað sem Balti náði í gegn, að sannfæra Netflix um.“ Birgitta segir að vonandi muni það bæta enn frekar upplifun þeirra sem velja að horfa á þættina með ensku tali. „Hvernig maður túlkar tilfinningar sínar sem leikari, maður gat farið sjálfur aftur og náð í þær og vitað hvaða áherslur maður er að leggja. Ég held að það eigi eftir að gera ótrúlega mikið. Auðvitað tölum við öll mismunandi ensku líka og vorum ekki að fylgja neinum ákveðnum hreim og heldur ekki of íslenskan. Við erum líka með öll íslensku nöfnin svo upplifunin fyrir áhorfandann er þá meiri og betri.“ Birgitta mun næst stíga á svið í sýningunni Ásta.Þjóðleikhúsið Spáir lítið í áhorfendafjöldanum Þó að þættirnir muni fara í meiri dreifingu en annað efni sem Birgitta hefur leikið í, reynir hún að hugsa sem minnst um að Katla sé að fara inn á Netflix. „Maður er stundum kannski ekki alveg að fata hvað þetta er stórt. Mér líður ekkert öðruvísi en ef þetta væri að koma á RÚV eða eitthvað. Kannski á það eftir að koma eftir á. Ég hugsa lítið um það, það er eiginlega bara ef fólk segir eitthvað við mig um að þetta verði á Netflix um allan heim. Ég var ekki búin að virkilega pæla í því sem er held ég bara ágætt,“ segir Birgitta og hlær. Með helstu hlutverk í Kötlu fara, auk Birgittu, þau Guðrún Ýr Eyfjörð, Íris Tanja Flygenring, Ingvar E. Sigurðsson, Þorsteinn Bachmann, Sólveig Arnarsdóttir, Guðrún Gísladóttir, Baltasar Breki, Björn Thors, Haraldur Ari Stefánsson, Helga Braga Jónsdóttir, Björn Ingi Hilmarsson, Aldís Amah Hamilton, Hlynur Atli Harðarson og Svíarnir Aliette Opheim and Valter Skarsgård, yngsti Skarsgård bróðirinn. Þættirnir koma inn á Netflix streymisveituna í kvöld.Lilja Jónsdóttir/Netflix Birgitta er komin í sumarfrí frá leikhúsinu og fékk í vikunni seinni bólusetninguna gegn Covid-19. Hún ætlar því að njóta næstu vikur og æfingar byrja svo aftur í haust. „Fyrir sumarfrí vorum við byrjuð að æfa Ástu, leikrit um Ástu Sigurðardóttur listakonu, í Þjóðleikhúsinu. Svo byrjum við að æfa það aftur strax í ágúst og ætlum að frumsýna í september. Það verður stór og mikill vetur fram undan í leikhúsinu í vetur.“ Stikluna fyrir Kötlu má sjá í spilaranum hér fyrir neðan en eins og áður sagði eru þættirnir frumsýndir 17. júní og geta Íslendingar horft á þá frá miðnætti í kvöld. Netflix Kvikmyndagerð á Íslandi Menning Tengdar fréttir Greiða fyrir auglýsingu við gosstöðvarnar eins og hvert annað bílastæði Öskufallin bifreið sem stendur við gönguleiðina að eldgosinu í Geldingadölum hefur vakið talsverða athygli vegfarenda. Um er að ræða auglýsingu sem ætlað er að vekja athygli á Netflix-seríunni Kötlu. 5. júní 2021 14:20 Önnur og lengri stikla úr Kötlu birt Netflix hefur birt aðra og lengri stiklu úr þáttaröðinni Kötlu sem frumsýnd verður 17. júní næstkomandi. 28. maí 2021 07:14 Birta fyrstu stikluna úr Kötlu Fyrsta stiklan úr Kötlu, fyrstu íslensku þáttaröðinni sem framleidd er fyrir Netflix, hefur verið birt. 20. maí 2021 07:54 Netflix birtir fyrstu myndirnar úr Kötlu Bandaríska streymisveitan Netflix birtir í dag fyrstu myndirnar úr íslensku þáttaröðinni Kötlu en Katla er fyrsta íslenska þáttaröðin sem framleidd er fyrir streymisveituna. Leikstjórar þáttanna er Baltasar Kormákur, Börkur Sigthorsson og Thora Hilmarsdóttir. 24. mars 2021 08:06 Mest lesið Emilíana Torrini einhleyp Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Jól Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag Lífið Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur Leikjavísir Fleiri fréttir Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
Um er að ræða sálfræðilegan vísindaskáldskap (e. sci-fi thriller) úr smiðju Baltasar Kormáks og Sigurjóns Kjartanssonar og eru allir þættirnir á íslensku. Það eru Baltasar Kormákur, Börkur Sigthorsson og Thora Hilmarsdóttir sem leikstýra þáttunum. Dularfullur heimur Þetta er í fyrsta skipti sem Birgitta leikur fyrir Netflix en þó lék hún í þætti af Brot, Valhalla murders, sem enduðu inni á Netflix. „Það er þessi dularfulli heimur sem höfundar eru búnir að skapa,“ svarar Birgitta aðspurð hvað það var við þetta handrit sem heillaði hana. „Það eru venjulegar persónur sem að lenda í mjög óvenjulegum aðstæðum sem maður getur ekki ímyndað sér. Karakterinn minn lendir í aðstæðum sem eru eiginlega óhugsandi.“ Líkt og aðrir leikarar þáttanna getur Birgitta lítið sagt um framvindu sögunnar áður en þættirnir fara í sýningu. Það er samt ljóst að þetta eru einstaklega spennuþrungnir og dularfullir þættir sem margir eiga eftir að hámhorfa á. „Þegar Katla hefur gosið samfellt í eitt ár er Gríma ennþá að leita að systur sinni sem hvarf daginn sem eldfjallið hóf að gjósa. Þegar von hennar um að finna lík systur sinnar fer dvínandi fara íbúar á svæðinu að fá heimsóknir frá óvæntum gestum. Kannski leynist eitthvað undir jöklinum sem enginn gat séð fyrir,“ segir um söguþráð þáttanna. Það hefur ekki verið gert mikið af „sci-fi thriller“ sjónvarpsefni á íslensku svo þetta mun án efa vekja athygli. Birgitta segir að það hafi verið mögnuð reynsla að taka þátt í Kötlu verkefninuIMDB Erfitt að setja sig í þessi spor „Mér líður eins og þetta séu fyrstu svona þættirnir sem eru gerðir. Eins og Balti hefur sagt frá er hann svolítið að vinna með þjóðsagnararfinn okkar. Dularfullir hlutir sem að eru svo áhugaverðir. Yfirnáttúrulegir hlutir. Við trúum svo mikið á þessar sögur því þetta hefur fylgt okkur svo lengi. Þess vegna er þetta skemmtileg tilraun, að leika sér með okkar þjóðsögur og setja þær í svona búning. Það er allavega mjög góð tilraun.“ Birgitta fór í mikla heimildarvinnu fyrir hlutverkið sitt og las fjölda viðtala við fólk sem hafði upplifað sumt af því sem hennar persóna fer í gegnum. Án þess að gefa of mikið upp um söguþráðinn, er óhætt að segja að á vissan hátt hafi samt einfaldlega ekki verið hægt að setja sig nákvæmlega í þessi spor. Fólk skilur það betur þegar það horfir á þættina. „Þá þarf maður svolítið að treysta á leikstjórana sína, að þeir leiði mann í gegnum þetta. Ég vona að það hafi tekist. Við prófuðum margar leiðir í tökum sem var rosa gott og svo var valin ákveðin leið í klippi. En áskorunin var vissulega að finna réttu leiðina að þessum tilfinningum sem að ég get ekki tengt við sjálf úr mínu lífi, sem betur fer.“ Baltasar Kormákur og Guðrún Ýr Eyfjörð við tökur á þáttunum.Lilja Jónsdóttir/Netflix Vonar að áhorfendur velji íslenskuna Birgitta segir að stemningin á tökustað hafi verið alveg mögnuð. „Við byrjuðum í tökum í mars í fyrra og vorum að þessu alveg fram eftir miðjum ágúst. Það var einhvern veginn ótrúlega mögnuð orka á setti. Það var mikið um erfiðar aðstæður. Til dæmis mikil aska og mikið um tilfinningaríkar senur, erfiðar senur. Það var alltaf ótrúlega mikil fagmennska og góð stemning líka, það var alltaf stutt í gleðina þó að það hafi verið mikið drama.“ Allir þættirnir eru á íslensku og fáanlegir með texta. Þeir sem vilja geta þó valið að horfa á þættina talsetta á ensku. „Ég vona að fólk horfi á íslensku. Fyrir mitt leyti, ef ég horfi annað en bandarískt eða breskt efni, þá reyni ég að horfa á upprunalegu tungumáli þar sem ég heyri leikarana tala og er svo með texta, mér finnst það miklu áhrifaríkara. Það sem að var gert núna í fyrsta skipti held ég, er að við döbbuðum sjálf á ensku. Það var áhugaverð áskorun og eitthvað sem Balti náði í gegn, að sannfæra Netflix um.“ Birgitta segir að vonandi muni það bæta enn frekar upplifun þeirra sem velja að horfa á þættina með ensku tali. „Hvernig maður túlkar tilfinningar sínar sem leikari, maður gat farið sjálfur aftur og náð í þær og vitað hvaða áherslur maður er að leggja. Ég held að það eigi eftir að gera ótrúlega mikið. Auðvitað tölum við öll mismunandi ensku líka og vorum ekki að fylgja neinum ákveðnum hreim og heldur ekki of íslenskan. Við erum líka með öll íslensku nöfnin svo upplifunin fyrir áhorfandann er þá meiri og betri.“ Birgitta mun næst stíga á svið í sýningunni Ásta.Þjóðleikhúsið Spáir lítið í áhorfendafjöldanum Þó að þættirnir muni fara í meiri dreifingu en annað efni sem Birgitta hefur leikið í, reynir hún að hugsa sem minnst um að Katla sé að fara inn á Netflix. „Maður er stundum kannski ekki alveg að fata hvað þetta er stórt. Mér líður ekkert öðruvísi en ef þetta væri að koma á RÚV eða eitthvað. Kannski á það eftir að koma eftir á. Ég hugsa lítið um það, það er eiginlega bara ef fólk segir eitthvað við mig um að þetta verði á Netflix um allan heim. Ég var ekki búin að virkilega pæla í því sem er held ég bara ágætt,“ segir Birgitta og hlær. Með helstu hlutverk í Kötlu fara, auk Birgittu, þau Guðrún Ýr Eyfjörð, Íris Tanja Flygenring, Ingvar E. Sigurðsson, Þorsteinn Bachmann, Sólveig Arnarsdóttir, Guðrún Gísladóttir, Baltasar Breki, Björn Thors, Haraldur Ari Stefánsson, Helga Braga Jónsdóttir, Björn Ingi Hilmarsson, Aldís Amah Hamilton, Hlynur Atli Harðarson og Svíarnir Aliette Opheim and Valter Skarsgård, yngsti Skarsgård bróðirinn. Þættirnir koma inn á Netflix streymisveituna í kvöld.Lilja Jónsdóttir/Netflix Birgitta er komin í sumarfrí frá leikhúsinu og fékk í vikunni seinni bólusetninguna gegn Covid-19. Hún ætlar því að njóta næstu vikur og æfingar byrja svo aftur í haust. „Fyrir sumarfrí vorum við byrjuð að æfa Ástu, leikrit um Ástu Sigurðardóttur listakonu, í Þjóðleikhúsinu. Svo byrjum við að æfa það aftur strax í ágúst og ætlum að frumsýna í september. Það verður stór og mikill vetur fram undan í leikhúsinu í vetur.“ Stikluna fyrir Kötlu má sjá í spilaranum hér fyrir neðan en eins og áður sagði eru þættirnir frumsýndir 17. júní og geta Íslendingar horft á þá frá miðnætti í kvöld.
Netflix Kvikmyndagerð á Íslandi Menning Tengdar fréttir Greiða fyrir auglýsingu við gosstöðvarnar eins og hvert annað bílastæði Öskufallin bifreið sem stendur við gönguleiðina að eldgosinu í Geldingadölum hefur vakið talsverða athygli vegfarenda. Um er að ræða auglýsingu sem ætlað er að vekja athygli á Netflix-seríunni Kötlu. 5. júní 2021 14:20 Önnur og lengri stikla úr Kötlu birt Netflix hefur birt aðra og lengri stiklu úr þáttaröðinni Kötlu sem frumsýnd verður 17. júní næstkomandi. 28. maí 2021 07:14 Birta fyrstu stikluna úr Kötlu Fyrsta stiklan úr Kötlu, fyrstu íslensku þáttaröðinni sem framleidd er fyrir Netflix, hefur verið birt. 20. maí 2021 07:54 Netflix birtir fyrstu myndirnar úr Kötlu Bandaríska streymisveitan Netflix birtir í dag fyrstu myndirnar úr íslensku þáttaröðinni Kötlu en Katla er fyrsta íslenska þáttaröðin sem framleidd er fyrir streymisveituna. Leikstjórar þáttanna er Baltasar Kormákur, Börkur Sigthorsson og Thora Hilmarsdóttir. 24. mars 2021 08:06 Mest lesið Emilíana Torrini einhleyp Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Jól Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag Lífið Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur Leikjavísir Fleiri fréttir Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
Greiða fyrir auglýsingu við gosstöðvarnar eins og hvert annað bílastæði Öskufallin bifreið sem stendur við gönguleiðina að eldgosinu í Geldingadölum hefur vakið talsverða athygli vegfarenda. Um er að ræða auglýsingu sem ætlað er að vekja athygli á Netflix-seríunni Kötlu. 5. júní 2021 14:20
Önnur og lengri stikla úr Kötlu birt Netflix hefur birt aðra og lengri stiklu úr þáttaröðinni Kötlu sem frumsýnd verður 17. júní næstkomandi. 28. maí 2021 07:14
Birta fyrstu stikluna úr Kötlu Fyrsta stiklan úr Kötlu, fyrstu íslensku þáttaröðinni sem framleidd er fyrir Netflix, hefur verið birt. 20. maí 2021 07:54
Netflix birtir fyrstu myndirnar úr Kötlu Bandaríska streymisveitan Netflix birtir í dag fyrstu myndirnar úr íslensku þáttaröðinni Kötlu en Katla er fyrsta íslenska þáttaröðin sem framleidd er fyrir streymisveituna. Leikstjórar þáttanna er Baltasar Kormákur, Börkur Sigthorsson og Thora Hilmarsdóttir. 24. mars 2021 08:06