Mögnuð endurkoma í sögulegum sigri Clippers - Oddaleikur framundan í Philadelphiu Valur Páll Eiríksson skrifar 19. júní 2021 09:30 Terance Mann og Reggie Jackson fóru báðir mikinn í sögulegum sigri Clippers. Getty Images/Kevork Djansezian Tveir leikir fóru fram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Los Angeles Clippers tryggðu sæti sitt í úrslitum Vesturdeildarinnar og Philadelphia 76ers héldu vonum sínum á lífi með naumum sigri á Atlanta Hawks austanmegin. Eftir sitthvorn þriggja stiga sigur Hawks í síðustu tveimur leikjum var ekki síður búist við spennandi viðureign milli Philadelphiu 76ers og Atlanta Hawks í Atlanta í gærkvöld. Sigur myndi duga heimamönnum áfram þar sem þeir leiddu einvígið 3-2. Þeir byrjuði betur í leik sem varð vissulega jafn. Staðan eftir fyrsta leikhluta var 29-22 fyrir þá rauðklæddu en í hálfleik var hún 51-47 fyrir Atlanta. Gestirnir sýndu styrk sinn eftir hálfleikinn þar sem þeir fóru á 14-0 kafla til að komast tíu stigum yfir, 61-51. Munurinn á liðunum varð aldrei mikill en 76ers héldu forystunni til loka og knúðu þannig fram oddaleik í seríunni. 24 points & 6 threes for @sdotcurry power the @sixers in Game 6! #ThatsGame #NBAPlayoffs GAME 7 - Sunday, 8pm/et, TNT pic.twitter.com/A4ribv2azB— NBA (@NBA) June 19, 2021 Seth Curry var öflugur í liði Philadelphiu, með 24 stig þar sem sex af níu þriggja stiga skotum hans fóru niður. Tobias Harris var með sama stigafjölda og Joel Embiid með 22 stig auk 13 frákasta. Tyrese Maxey kom þá sterkur af bekknum með 16 stig. Trae Young var allt í öllu hjá Hawks með 34 stig og tólf stoðsendingar. @TyreseMaxey's #NBAPlayoffs career-high 16 points provided a spark off the bench for the @sixers as they force GAME 7! #ThatsGame Sunday, 8 PM ET, TNT pic.twitter.com/xV9vBsTJLe— NBA (@NBA) June 19, 2021 Í Vesturdeildinni voru Los Angeles Clippers með 3-2 forystu í einvígi sínu gegn Utah Jazz fyrir leik þeirra í borg englanna í gærkvöld. Gestirnir fóru þar mikinn í öðrum leikhluta og leiddu 72-50 í hálfleik. Clippers svöruðu fyrir sig í þriðja leikhlutanum með 41 stigi gegn 22 stigum Utah og bættu 40 stigum til viðbótar gegn 25 stigum gestanna í fjórða leikhlutanum. 81 stig Clippers liðsins í síðari leikhlutunum tveimur lögðu því grunninn að mögnuðum 131-119 sigri liðsins. @Reggie_Jackson's 27 PTS, 10 AST, 3 STL help the @LAClippers come back from 25 down and clinch the first #NBAWCF presented by AT&T berth in franchise history! #ThatsGame #NBAPlayoffs Game 1 - Sunday, 3:30 PM ET, ABC pic.twitter.com/XdqYMmweFY— NBA (@NBA) June 19, 2021 Mest hafði Utah komist 25 stigum yfir í leiknum og er sá viðsnúningur sá stærsti í leik sem útkljáir seríu í úrslitakeppninni í 25 ár. Um er að ræða aðra seríuna í röð þar sem Clippers tapa fyrstu tveimur leikjunum, en vinna næstu fjóra til að tryggja sæti sitt í næstu umferð. Clippers eru nú komnir í úrslit Vesturdeildarinnar í fyrsta sinn í sögu félagsins en þar bíður þeirra lið Phoenix Suns sem sópaði Denver Nuggets í undanúrslitunum. PG-13 did it all in Game 6. 28 PTS9 REB7 AST3 STLThe @LAClippers are #NBAWCF presented by AT&T bound, with Game 1 vs. PHX on Sunday at 3:30pm/et on ABC. #ThatsGame #NBAPlayoffs pic.twitter.com/gDWVBgMoxt— NBA (@NBA) June 19, 2021 Terance Mann skoraði sinn hæsta stigafjölda í leik á ferlinum í leiknum, 39 stig fyrir Clippers, Paul George var með 28 stig, níu fráköst og sjö stoðsendingar og þá var Reggie Jackson með 27 stig og tíu stoðsendingar. Í liði Jazz var Donovan Mitchell atkvæðamestur með 39 stig en Royce O'Neale með 21 stig og tíu fráköst. Jordan Clarkson skoraði þá 21 stig af bekknum. NBA Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Fleiri fréttir „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Sjá meira
Eftir sitthvorn þriggja stiga sigur Hawks í síðustu tveimur leikjum var ekki síður búist við spennandi viðureign milli Philadelphiu 76ers og Atlanta Hawks í Atlanta í gærkvöld. Sigur myndi duga heimamönnum áfram þar sem þeir leiddu einvígið 3-2. Þeir byrjuði betur í leik sem varð vissulega jafn. Staðan eftir fyrsta leikhluta var 29-22 fyrir þá rauðklæddu en í hálfleik var hún 51-47 fyrir Atlanta. Gestirnir sýndu styrk sinn eftir hálfleikinn þar sem þeir fóru á 14-0 kafla til að komast tíu stigum yfir, 61-51. Munurinn á liðunum varð aldrei mikill en 76ers héldu forystunni til loka og knúðu þannig fram oddaleik í seríunni. 24 points & 6 threes for @sdotcurry power the @sixers in Game 6! #ThatsGame #NBAPlayoffs GAME 7 - Sunday, 8pm/et, TNT pic.twitter.com/A4ribv2azB— NBA (@NBA) June 19, 2021 Seth Curry var öflugur í liði Philadelphiu, með 24 stig þar sem sex af níu þriggja stiga skotum hans fóru niður. Tobias Harris var með sama stigafjölda og Joel Embiid með 22 stig auk 13 frákasta. Tyrese Maxey kom þá sterkur af bekknum með 16 stig. Trae Young var allt í öllu hjá Hawks með 34 stig og tólf stoðsendingar. @TyreseMaxey's #NBAPlayoffs career-high 16 points provided a spark off the bench for the @sixers as they force GAME 7! #ThatsGame Sunday, 8 PM ET, TNT pic.twitter.com/xV9vBsTJLe— NBA (@NBA) June 19, 2021 Í Vesturdeildinni voru Los Angeles Clippers með 3-2 forystu í einvígi sínu gegn Utah Jazz fyrir leik þeirra í borg englanna í gærkvöld. Gestirnir fóru þar mikinn í öðrum leikhluta og leiddu 72-50 í hálfleik. Clippers svöruðu fyrir sig í þriðja leikhlutanum með 41 stigi gegn 22 stigum Utah og bættu 40 stigum til viðbótar gegn 25 stigum gestanna í fjórða leikhlutanum. 81 stig Clippers liðsins í síðari leikhlutunum tveimur lögðu því grunninn að mögnuðum 131-119 sigri liðsins. @Reggie_Jackson's 27 PTS, 10 AST, 3 STL help the @LAClippers come back from 25 down and clinch the first #NBAWCF presented by AT&T berth in franchise history! #ThatsGame #NBAPlayoffs Game 1 - Sunday, 3:30 PM ET, ABC pic.twitter.com/XdqYMmweFY— NBA (@NBA) June 19, 2021 Mest hafði Utah komist 25 stigum yfir í leiknum og er sá viðsnúningur sá stærsti í leik sem útkljáir seríu í úrslitakeppninni í 25 ár. Um er að ræða aðra seríuna í röð þar sem Clippers tapa fyrstu tveimur leikjunum, en vinna næstu fjóra til að tryggja sæti sitt í næstu umferð. Clippers eru nú komnir í úrslit Vesturdeildarinnar í fyrsta sinn í sögu félagsins en þar bíður þeirra lið Phoenix Suns sem sópaði Denver Nuggets í undanúrslitunum. PG-13 did it all in Game 6. 28 PTS9 REB7 AST3 STLThe @LAClippers are #NBAWCF presented by AT&T bound, with Game 1 vs. PHX on Sunday at 3:30pm/et on ABC. #ThatsGame #NBAPlayoffs pic.twitter.com/gDWVBgMoxt— NBA (@NBA) June 19, 2021 Terance Mann skoraði sinn hæsta stigafjölda í leik á ferlinum í leiknum, 39 stig fyrir Clippers, Paul George var með 28 stig, níu fráköst og sjö stoðsendingar og þá var Reggie Jackson með 27 stig og tíu stoðsendingar. Í liði Jazz var Donovan Mitchell atkvæðamestur með 39 stig en Royce O'Neale með 21 stig og tíu fráköst. Jordan Clarkson skoraði þá 21 stig af bekknum.
NBA Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Fleiri fréttir „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Sjá meira