Innlent

Haraldur fer upp um sæti sam­kvæmt nýjustu tölum

Elma Rut Valtýsdóttir og skrifa
_VIL4217.t5c08eb30.m800.xEoCWzocv
Vísir/Vilhelm

Nýjustu tölur úr prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi voru birtar nú rétt í þessu. Haraldur Benediktsson er nú í öðru sæti, en samkvæmt fyrstu tölum var hann í því þriðja.

Alls hafa 998 atkvæði verið talin úr flestum en ekki öllum kjördeildum. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir er ennþá í fyrsta sæti en hún hefur nú hlotið 644 atkvæði.

Haraldur Benediktsson, þingmaður flokksins og bóndi, sem áðan var í þriðja sæti, er nú í öðru sæti með 440 atkvæði í fyrsta til öðru sæti.

Teitur Björn Einarsson, lögmaður og varaþingmaður flokksins, sem áðan var í öðru sæti, er nú kominn í þriðja sæti með 582 atkvæði í fyrsta til þriðja sæti.

Þá er Sigríður Elín Sigurðardóttir, sjúkraflutningakona og nemi, ennþá í fjórða sæti, en nú með 392 atkvæði í fyrsta til fjórða sæti.


Tengdar fréttir

Hart barist um oddvitasæti í Norðvesturkjördæmi

Prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi lýkur í dag. Haraldur Benediktsson og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir gefa bæði kost á sér í oddvitasætið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×