Þeim gamla fataðist flugið en McIlroy fór mikinn Valur Páll Eiríksson skrifar 20. júní 2021 10:01 McIlroy var bestur á vellinum í gær. Nær hann að fylgja því eftir í dag? Getty Images/Harry How Þrír kylfingar deila forystunni á Opna bandaríska meistaramótinu í golfi, US Open, fyrir lokahringinn sem leikinn verður á Torrey Pines-vellinum í San Diego í Kaliforníu í dag. Staðan er gríðarjöfn á toppnum. Kylfingarnir þrír sem leiða eiga misjafnan feril að baki, en allir eru þeir á fimm höggum undir pari vallar. Þrítugi Kanadamaðurinn Mackenzie Hughes er þar á meðal, en hann hefur ekki komist í gegnum niðurskurðinn í hin þrjú skiptin sem hann hefur tekið þátt á mótinu. Hann setti niður langt pútt á 13. braut fyrir erni í gær og lék alls á 68 höggum, þremur undir pari. Russell Henley, sem leiddi mótið eftir bæði fyrsta og annan hring, viðheldur því. Hann fór hring gærdagsins á pari og er því sem fyrr á fimm undir parinu. Hinn 48 ára gamli Richard Bland, sem leiddi ásamt Henley eftir annan hringinn, náði ekki að fylgja því eftir í gær þar sem hann fór hringinn á 77 höggum, sex yfir pari vallar, og hrundi niður í 21.-28. sæti mótsins. It's a Torrey Pines tradition!@Louis57TM eagles the last to tie for the lead at the #USOpen pic.twitter.com/KTS7bVhjEL— U.S. Open (USGA) (@usopengolf) June 20, 2021 Þá er Suður-Afríkumaðurinn Louis Oosthuizen einnig í forystu, en sá virðist ítrekað vera í kringum toppinn á risamótum. Hann hefur endað annar á öllum fjórum risamótunum; á Opna bandaríska 2015, Masters-mótinu 2012, Opna breska 2015 og á PGA-meistaramótinu bæði 2017 og í ár. Oosthuizen fékk örn á lokaholunni í gær og fór hringinn þannig á einu undir pari. Ekki er langt niður í fleiri öfluga menn sem geta vel boðið efstu mönnum birginn á lokahringnum. Rory McIlroy og Bryson DeChambeau eru á þremur undir pari og Scottie Scheffler, Jon Rahm og Matthew Wolff koma svo næstir á tveimur undir parinu. .@McIlroyRory is prepared and ready to fight for the #USOpen at @GolfTorrey tomorrow and we're ready to watch! #FromManyOne pic.twitter.com/Q4FDrC5eQJ— U.S. Open (USGA) (@usopengolf) June 19, 2021 McIlroy átti frábæran hring og fékk lægsta skor sem fengist hefur á þriðja hring í sögu US Open. Sá norður-írski fór hringinn á 67 höggum, fjórum höggum undir pari vallar, sem skilaði honum hátt upp töfluna. Lokahringur US Open hefst klukkan 16:00 í dag á Stöð 2 Golf. Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum. Helgarpassa að Stöð 2 Golf má kaupa á kerfum Vodafone. Opna bandaríska Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Fótbolti Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Fleiri fréttir Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu McIlroy meiddur í aðdraganda Masters McIlroy annar til að þéna hundrað milljónir á PGA-mótaröðinni Gunnlaugur Árni í hóp fjörutíu bestu í heimi Tiger og Trump staðfesta sambandið Gunnlaugur Árni fagnaði og fer í hóp fimmtíu bestu McIlroy vann einvígið en Spaun fór í vatnið Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Spaun með naumt forskot á Players en McIlroy á enn möguleika Justin Thomas jafnaði vallarmetið á öðrum degi Players Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar McIlroy tók síma af gjammandi áhorfanda Tiger Woods sleit hásin Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Sjá meira
Kylfingarnir þrír sem leiða eiga misjafnan feril að baki, en allir eru þeir á fimm höggum undir pari vallar. Þrítugi Kanadamaðurinn Mackenzie Hughes er þar á meðal, en hann hefur ekki komist í gegnum niðurskurðinn í hin þrjú skiptin sem hann hefur tekið þátt á mótinu. Hann setti niður langt pútt á 13. braut fyrir erni í gær og lék alls á 68 höggum, þremur undir pari. Russell Henley, sem leiddi mótið eftir bæði fyrsta og annan hring, viðheldur því. Hann fór hring gærdagsins á pari og er því sem fyrr á fimm undir parinu. Hinn 48 ára gamli Richard Bland, sem leiddi ásamt Henley eftir annan hringinn, náði ekki að fylgja því eftir í gær þar sem hann fór hringinn á 77 höggum, sex yfir pari vallar, og hrundi niður í 21.-28. sæti mótsins. It's a Torrey Pines tradition!@Louis57TM eagles the last to tie for the lead at the #USOpen pic.twitter.com/KTS7bVhjEL— U.S. Open (USGA) (@usopengolf) June 20, 2021 Þá er Suður-Afríkumaðurinn Louis Oosthuizen einnig í forystu, en sá virðist ítrekað vera í kringum toppinn á risamótum. Hann hefur endað annar á öllum fjórum risamótunum; á Opna bandaríska 2015, Masters-mótinu 2012, Opna breska 2015 og á PGA-meistaramótinu bæði 2017 og í ár. Oosthuizen fékk örn á lokaholunni í gær og fór hringinn þannig á einu undir pari. Ekki er langt niður í fleiri öfluga menn sem geta vel boðið efstu mönnum birginn á lokahringnum. Rory McIlroy og Bryson DeChambeau eru á þremur undir pari og Scottie Scheffler, Jon Rahm og Matthew Wolff koma svo næstir á tveimur undir parinu. .@McIlroyRory is prepared and ready to fight for the #USOpen at @GolfTorrey tomorrow and we're ready to watch! #FromManyOne pic.twitter.com/Q4FDrC5eQJ— U.S. Open (USGA) (@usopengolf) June 19, 2021 McIlroy átti frábæran hring og fékk lægsta skor sem fengist hefur á þriðja hring í sögu US Open. Sá norður-írski fór hringinn á 67 höggum, fjórum höggum undir pari vallar, sem skilaði honum hátt upp töfluna. Lokahringur US Open hefst klukkan 16:00 í dag á Stöð 2 Golf. Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum. Helgarpassa að Stöð 2 Golf má kaupa á kerfum Vodafone.
Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum. Helgarpassa að Stöð 2 Golf má kaupa á kerfum Vodafone.
Opna bandaríska Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Fótbolti Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Fleiri fréttir Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu McIlroy meiddur í aðdraganda Masters McIlroy annar til að þéna hundrað milljónir á PGA-mótaröðinni Gunnlaugur Árni í hóp fjörutíu bestu í heimi Tiger og Trump staðfesta sambandið Gunnlaugur Árni fagnaði og fer í hóp fimmtíu bestu McIlroy vann einvígið en Spaun fór í vatnið Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Spaun með naumt forskot á Players en McIlroy á enn möguleika Justin Thomas jafnaði vallarmetið á öðrum degi Players Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar McIlroy tók síma af gjammandi áhorfanda Tiger Woods sleit hásin Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Sjá meira