Þeim gamla fataðist flugið en McIlroy fór mikinn Valur Páll Eiríksson skrifar 20. júní 2021 10:01 McIlroy var bestur á vellinum í gær. Nær hann að fylgja því eftir í dag? Getty Images/Harry How Þrír kylfingar deila forystunni á Opna bandaríska meistaramótinu í golfi, US Open, fyrir lokahringinn sem leikinn verður á Torrey Pines-vellinum í San Diego í Kaliforníu í dag. Staðan er gríðarjöfn á toppnum. Kylfingarnir þrír sem leiða eiga misjafnan feril að baki, en allir eru þeir á fimm höggum undir pari vallar. Þrítugi Kanadamaðurinn Mackenzie Hughes er þar á meðal, en hann hefur ekki komist í gegnum niðurskurðinn í hin þrjú skiptin sem hann hefur tekið þátt á mótinu. Hann setti niður langt pútt á 13. braut fyrir erni í gær og lék alls á 68 höggum, þremur undir pari. Russell Henley, sem leiddi mótið eftir bæði fyrsta og annan hring, viðheldur því. Hann fór hring gærdagsins á pari og er því sem fyrr á fimm undir parinu. Hinn 48 ára gamli Richard Bland, sem leiddi ásamt Henley eftir annan hringinn, náði ekki að fylgja því eftir í gær þar sem hann fór hringinn á 77 höggum, sex yfir pari vallar, og hrundi niður í 21.-28. sæti mótsins. It's a Torrey Pines tradition!@Louis57TM eagles the last to tie for the lead at the #USOpen pic.twitter.com/KTS7bVhjEL— U.S. Open (USGA) (@usopengolf) June 20, 2021 Þá er Suður-Afríkumaðurinn Louis Oosthuizen einnig í forystu, en sá virðist ítrekað vera í kringum toppinn á risamótum. Hann hefur endað annar á öllum fjórum risamótunum; á Opna bandaríska 2015, Masters-mótinu 2012, Opna breska 2015 og á PGA-meistaramótinu bæði 2017 og í ár. Oosthuizen fékk örn á lokaholunni í gær og fór hringinn þannig á einu undir pari. Ekki er langt niður í fleiri öfluga menn sem geta vel boðið efstu mönnum birginn á lokahringnum. Rory McIlroy og Bryson DeChambeau eru á þremur undir pari og Scottie Scheffler, Jon Rahm og Matthew Wolff koma svo næstir á tveimur undir parinu. .@McIlroyRory is prepared and ready to fight for the #USOpen at @GolfTorrey tomorrow and we're ready to watch! #FromManyOne pic.twitter.com/Q4FDrC5eQJ— U.S. Open (USGA) (@usopengolf) June 19, 2021 McIlroy átti frábæran hring og fékk lægsta skor sem fengist hefur á þriðja hring í sögu US Open. Sá norður-írski fór hringinn á 67 höggum, fjórum höggum undir pari vallar, sem skilaði honum hátt upp töfluna. Lokahringur US Open hefst klukkan 16:00 í dag á Stöð 2 Golf. Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum. Helgarpassa að Stöð 2 Golf má kaupa á kerfum Vodafone. Opna bandaríska Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport Fleiri fréttir Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Kylfingarnir þrír sem leiða eiga misjafnan feril að baki, en allir eru þeir á fimm höggum undir pari vallar. Þrítugi Kanadamaðurinn Mackenzie Hughes er þar á meðal, en hann hefur ekki komist í gegnum niðurskurðinn í hin þrjú skiptin sem hann hefur tekið þátt á mótinu. Hann setti niður langt pútt á 13. braut fyrir erni í gær og lék alls á 68 höggum, þremur undir pari. Russell Henley, sem leiddi mótið eftir bæði fyrsta og annan hring, viðheldur því. Hann fór hring gærdagsins á pari og er því sem fyrr á fimm undir parinu. Hinn 48 ára gamli Richard Bland, sem leiddi ásamt Henley eftir annan hringinn, náði ekki að fylgja því eftir í gær þar sem hann fór hringinn á 77 höggum, sex yfir pari vallar, og hrundi niður í 21.-28. sæti mótsins. It's a Torrey Pines tradition!@Louis57TM eagles the last to tie for the lead at the #USOpen pic.twitter.com/KTS7bVhjEL— U.S. Open (USGA) (@usopengolf) June 20, 2021 Þá er Suður-Afríkumaðurinn Louis Oosthuizen einnig í forystu, en sá virðist ítrekað vera í kringum toppinn á risamótum. Hann hefur endað annar á öllum fjórum risamótunum; á Opna bandaríska 2015, Masters-mótinu 2012, Opna breska 2015 og á PGA-meistaramótinu bæði 2017 og í ár. Oosthuizen fékk örn á lokaholunni í gær og fór hringinn þannig á einu undir pari. Ekki er langt niður í fleiri öfluga menn sem geta vel boðið efstu mönnum birginn á lokahringnum. Rory McIlroy og Bryson DeChambeau eru á þremur undir pari og Scottie Scheffler, Jon Rahm og Matthew Wolff koma svo næstir á tveimur undir parinu. .@McIlroyRory is prepared and ready to fight for the #USOpen at @GolfTorrey tomorrow and we're ready to watch! #FromManyOne pic.twitter.com/Q4FDrC5eQJ— U.S. Open (USGA) (@usopengolf) June 19, 2021 McIlroy átti frábæran hring og fékk lægsta skor sem fengist hefur á þriðja hring í sögu US Open. Sá norður-írski fór hringinn á 67 höggum, fjórum höggum undir pari vallar, sem skilaði honum hátt upp töfluna. Lokahringur US Open hefst klukkan 16:00 í dag á Stöð 2 Golf. Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum. Helgarpassa að Stöð 2 Golf má kaupa á kerfum Vodafone.
Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum. Helgarpassa að Stöð 2 Golf má kaupa á kerfum Vodafone.
Opna bandaríska Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport Fleiri fréttir Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira