Ástandið aldrei verið verra í Brasilíu Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 20. júní 2021 11:08 Yfir sjötíu þúsund ný tilfelli greinast af Kórónuveirunni daglega í Brasilíu. Getty/Andre Coelho Dauðsföll af völdum Covid-19 heimsfaraldursins eru nú orðin fleiri en 500.000 í Brasilíu. Brasilía er með næst hæstu tíðni dauðsfalla í heiminum vegna faraldursins, á eftir Bandaríkjunum þar sem yfir 600.000 hafa látist. Nýlegt afbrigði veirunnar, Gamma afbrigðið eða brasilíska afbrigðið hefur geisað í landinu og víðar um heim á þessu ári. Síðan í mars hafa dauðsföll í landinu verið yfir 1.500 á dag. Þá greinast að meðaltali sjötíu þúsund ný tilfelli daglega. Sérfræðingar telja að ástandið í landinu muni einungis versna með vetrinum sem hefst í næstu viku í Brasilíu, en aðeins um fimmtán prósent fullorðinna eru fullbólusett. Bráðamóttökur eru víða að nálgast þolmörk og er heilbrigðiskerfið í flestum stærstu borgum Brasilíu talið vera að hruni komið. Forsetinn gerir lítið úr ástandinu Forseti Brasilíu, Jair Bolsonaro hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir afstöðu sína og skort á aðgerðum til að hefta útbreiðslu veirunnar. Hann styður til að mynda ekki grímuskyldu eða útgöngubann og hefur þótt fullur efasemda um gagnsemi bólusetningar. Forsetinn greindist sjálfur með veiruna síðasta sumar en kveðst ekki hafa orðið alvarlega veikur. Þá hafa heilbrigðisráðherrar sem starfað hafa við hlið Bolsonaro ýmist verið reknir eða hrökklast úr starfi vegna ágreinings við forsetann um faraldurinn. Nú gegnir hjartalæknirinn Marcelo Queiroga embættinu og er sá fjórði á einu ári. Bolsonaro er sakaður um að hafa ítrekað gert lítið úr alvarleika faraldursins og verið frekar umhugað um áhrif hans á efnahagslífið, heldur en þjóðina sjálfa. Þúsundir íbúar Brasilíu komu saman á laugardaginn til þess að mótmæla viðbrögðum hans og reka á eftir bólusetningum. Þingið rannsakar nú vinnubrögð forsetans og ríkisstjórnarinnar í faraldrinum. Brasilía Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Verður fjórði heilbrigðisráðherrann á einu ári Hjartalæknirinn Marcelo Queiroga mun taka við embætti heilbrigðisráðherra Brasilíu og verður hann sá fjórði til að gegna embættinu á einu ári. Ekki hafa jafnmargir látist frá upphafi faraldursins og í síðustu viku 16. mars 2021 07:33 Kalla eftir því að Bolsonaro verði ákærður fyrir embættisglöp Þúsundir hafa leitað út á götur Brasilíu til þess að mótmæla viðbrögðum Jair Bolsonaro, forseta landsins, og ríkisstjórn hans við kórónuveirufaraldrinum. Mótmælendur í höfuðborginni söfnuðust saman fyrir utan þinghúsið í gær og kölluðu eftir því að forsetinn verði ákærður fyrir embættisglöp. 30. maí 2021 08:25 Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Erlent Skikkar bændur í meirapróf Innlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Fleiri fréttir Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Sjá meira
Nýlegt afbrigði veirunnar, Gamma afbrigðið eða brasilíska afbrigðið hefur geisað í landinu og víðar um heim á þessu ári. Síðan í mars hafa dauðsföll í landinu verið yfir 1.500 á dag. Þá greinast að meðaltali sjötíu þúsund ný tilfelli daglega. Sérfræðingar telja að ástandið í landinu muni einungis versna með vetrinum sem hefst í næstu viku í Brasilíu, en aðeins um fimmtán prósent fullorðinna eru fullbólusett. Bráðamóttökur eru víða að nálgast þolmörk og er heilbrigðiskerfið í flestum stærstu borgum Brasilíu talið vera að hruni komið. Forsetinn gerir lítið úr ástandinu Forseti Brasilíu, Jair Bolsonaro hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir afstöðu sína og skort á aðgerðum til að hefta útbreiðslu veirunnar. Hann styður til að mynda ekki grímuskyldu eða útgöngubann og hefur þótt fullur efasemda um gagnsemi bólusetningar. Forsetinn greindist sjálfur með veiruna síðasta sumar en kveðst ekki hafa orðið alvarlega veikur. Þá hafa heilbrigðisráðherrar sem starfað hafa við hlið Bolsonaro ýmist verið reknir eða hrökklast úr starfi vegna ágreinings við forsetann um faraldurinn. Nú gegnir hjartalæknirinn Marcelo Queiroga embættinu og er sá fjórði á einu ári. Bolsonaro er sakaður um að hafa ítrekað gert lítið úr alvarleika faraldursins og verið frekar umhugað um áhrif hans á efnahagslífið, heldur en þjóðina sjálfa. Þúsundir íbúar Brasilíu komu saman á laugardaginn til þess að mótmæla viðbrögðum hans og reka á eftir bólusetningum. Þingið rannsakar nú vinnubrögð forsetans og ríkisstjórnarinnar í faraldrinum.
Brasilía Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Verður fjórði heilbrigðisráðherrann á einu ári Hjartalæknirinn Marcelo Queiroga mun taka við embætti heilbrigðisráðherra Brasilíu og verður hann sá fjórði til að gegna embættinu á einu ári. Ekki hafa jafnmargir látist frá upphafi faraldursins og í síðustu viku 16. mars 2021 07:33 Kalla eftir því að Bolsonaro verði ákærður fyrir embættisglöp Þúsundir hafa leitað út á götur Brasilíu til þess að mótmæla viðbrögðum Jair Bolsonaro, forseta landsins, og ríkisstjórn hans við kórónuveirufaraldrinum. Mótmælendur í höfuðborginni söfnuðust saman fyrir utan þinghúsið í gær og kölluðu eftir því að forsetinn verði ákærður fyrir embættisglöp. 30. maí 2021 08:25 Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Erlent Skikkar bændur í meirapróf Innlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Fleiri fréttir Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Sjá meira
Verður fjórði heilbrigðisráðherrann á einu ári Hjartalæknirinn Marcelo Queiroga mun taka við embætti heilbrigðisráðherra Brasilíu og verður hann sá fjórði til að gegna embættinu á einu ári. Ekki hafa jafnmargir látist frá upphafi faraldursins og í síðustu viku 16. mars 2021 07:33
Kalla eftir því að Bolsonaro verði ákærður fyrir embættisglöp Þúsundir hafa leitað út á götur Brasilíu til þess að mótmæla viðbrögðum Jair Bolsonaro, forseta landsins, og ríkisstjórn hans við kórónuveirufaraldrinum. Mótmælendur í höfuðborginni söfnuðust saman fyrir utan þinghúsið í gær og kölluðu eftir því að forsetinn verði ákærður fyrir embættisglöp. 30. maí 2021 08:25