Ljóst hverjir mætast í úrslitum á Íslandsmótinu í holukeppni Valur Páll Eiríksson skrifar 20. júní 2021 12:31 Undanúrslit á Íslandsmótinu í holukeppni kláruðust á Þorláksvelli í hádeginu og ljóst hverjir mætast í úrslitum í bæði karla- og kvennaflokki. Í karlaflokki mættust Andri Már Óskarsson úr Golfklúbbi Selfoss og Lárus Ingi Antonsson úr Golfklúbbi Akureyrar í annarri undanúrslitaviðureigninni. Andri hafði lagt Aron Emil Gunnarsson í gær en Lárus hafði betur gegn Birgi Birni Magnússyni í 8-manna úrslitunum. Viðureign þeirra Andra og Lárusar var spennandi þar sem úrslitin réðust ekki fyrr en á lokaholunni. Lárus Ingi hafði þar betur eftir að hafa unnið 16. holuna, báðir fóru á pari á síðustu holunum tveimur. Lárus mun mæta Sverri Haraldssyni úr Golfklúbbi Mosfellsbæjar í úrslitum en Sverrir lagði atvinnukylfinginn Andra Þór Björnsson úr Golfklúbbi Reykjavíkur í undanúrslitunum. Sverrir komst þar þremur holum yfir og úrslitin ljós eftir 16. braut þar sem Andri gat ekki náð honum, 3&2. Guðrún Brá og Eva Karen mætast kvennamegin Í kvennaflokki munu atvinnukylfingurinn Guðrún Brá Björgvinsdóttir úr Keili og Eva Karen Björnsdóttir úr Golfklúbbi Reykjavíkur mætast í úrslitum. Guðrún Brá vann nokkuð öruggan 5&4 sigur á Huldu Clöru Gestsdóttur í undanúrslitunum þar sem sigur hennar var vís eftir skolla Huldu á 14. braut þar sem Guðrún fékk par. Keppni Evu Karenar við Helgu Signýju Pálsdóttur, sem einnig er úr GR, stóð allt fram á lokaholuna. Eva var með einnar holu forystu fyrir þá síðustu en fékk þar fugl á meðan Helga fór á pari og vann Eva því með tveimur holum. Úrslitaviðureignirnar fara fram síðar í dag og þá munu þau sem töpuðu í undanúrslitunum keppa um þriðja sæti í báðum flokkum. Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Körfubolti HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Handbolti Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ Handbolti Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Körfubolti Fleiri fréttir Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Í karlaflokki mættust Andri Már Óskarsson úr Golfklúbbi Selfoss og Lárus Ingi Antonsson úr Golfklúbbi Akureyrar í annarri undanúrslitaviðureigninni. Andri hafði lagt Aron Emil Gunnarsson í gær en Lárus hafði betur gegn Birgi Birni Magnússyni í 8-manna úrslitunum. Viðureign þeirra Andra og Lárusar var spennandi þar sem úrslitin réðust ekki fyrr en á lokaholunni. Lárus Ingi hafði þar betur eftir að hafa unnið 16. holuna, báðir fóru á pari á síðustu holunum tveimur. Lárus mun mæta Sverri Haraldssyni úr Golfklúbbi Mosfellsbæjar í úrslitum en Sverrir lagði atvinnukylfinginn Andra Þór Björnsson úr Golfklúbbi Reykjavíkur í undanúrslitunum. Sverrir komst þar þremur holum yfir og úrslitin ljós eftir 16. braut þar sem Andri gat ekki náð honum, 3&2. Guðrún Brá og Eva Karen mætast kvennamegin Í kvennaflokki munu atvinnukylfingurinn Guðrún Brá Björgvinsdóttir úr Keili og Eva Karen Björnsdóttir úr Golfklúbbi Reykjavíkur mætast í úrslitum. Guðrún Brá vann nokkuð öruggan 5&4 sigur á Huldu Clöru Gestsdóttur í undanúrslitunum þar sem sigur hennar var vís eftir skolla Huldu á 14. braut þar sem Guðrún fékk par. Keppni Evu Karenar við Helgu Signýju Pálsdóttur, sem einnig er úr GR, stóð allt fram á lokaholuna. Eva var með einnar holu forystu fyrir þá síðustu en fékk þar fugl á meðan Helga fór á pari og vann Eva því með tveimur holum. Úrslitaviðureignirnar fara fram síðar í dag og þá munu þau sem töpuðu í undanúrslitunum keppa um þriðja sæti í báðum flokkum.
Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Körfubolti HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Handbolti Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ Handbolti Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Körfubolti Fleiri fréttir Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira