NBA dagsins: Snúningspunkturinn þegar Simmons þorði ekki að skjóta Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 21. júní 2021 15:00 Ben Simmons átti í miklum vandræðum í einvíginu gegn Atlanta Hawks. getty/Tim Nwachukwu Ben Simmons var mikið til umræðu eftir að Philadelphia 76ers tapaði fyrir Atlanta Hawks, 96-103, í oddaleik í undanúrslitum Austurdeildar NBA í nótt. Simmons tók aðeins fjögur skot í leiknum og skýrasta dæmið um hversu ragur hann var kom þegar þrjár og hálf mínúta voru eftir. Simmons átti þá greiða leið upp að körfunni en í stað þess að skjóta sjálfur gaf hann boltann á Matisse Thybulle sem var í erfiðari stöðu. Brotið var á Thybulle sem setti annað af tveimur vítaskotunum niður. Eftir þetta skoraði Atlanta fimm stig í röð og komst sex stigum yfir, 93-87. „Ef ég á að vera hreinskilinn var snúningspunkturinn þegar við, ég veit ekki hvernig ég á að segja það, vorum með opið skot, settum niður eitt víti en klúðruðum hinu og þeir fóru upp og skoruðu,“ sagði Joel Embiid, miðherji Philadelphia, eftir leikinn. Umrætt atvik má sjá á mínútu 6:13 í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: NBA dagsins 21. júní Simmons gaf vissulega þrettán stoðsendingar í leiknum og spilaði góða vörn á Trae Young sem hitti aðeins úr fimm af 23 skotum sínum. En Ástralinn átti í miklum vandræðum í sókninni í einvíginu gegn Atlanta. Í fimm af sjö leikjum reyndi hann ekki skot í 4. leikhluta og gekk bölvanlega á vítalínunni. Simmons var með 33 prósent vítanýtingu gegn Atlanta og aðeins 34,2 prósent vítanýtingu í úrslitakeppninni. Enginn leikmaður sem hefur tekið að minnsta kosti sjötíu víti hefur verið með slakari vítanýtingu en Simmons í sögu úrslitakeppninnar. Doc Rivers, þjálfari Philadelphia, kom nánast með vantrauststillögu á Simmons þegar hann spurður að því hvort liðið gæti orðið meistari með hann sem sinn aðalleikstjórnanda. „Ég veit ekki svarið við því núna,“ sagði Rivers en Philadelphia hefur aldrei komist lengra en í undanúrslit Austurdeildarinnar með Simmons og Embiid sem sína aðalmenn. Embiid skoraði 31 stig og tók ellefu fráköst. Tobias Harris skoraði 24 stig en þurfti 24 skot til þess. Hann tók einnig fjórtán fráköst. Young skoraði 21 stig fyrir Atlanta og Kevin Huerter setti persónulegt met með því að skora 27 stig. Í spilaranum hér fyrir ofan má sjá brot úr leik Philadelphia og Atlanta sem og leik Phoenix Suns og Los Angeles Clippers, auk viðtala við Huerter og Devin Booker og flottustu tilþrifa leikjanna tveggja. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. NBA Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta dónalegt“ Handbolti Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Fleiri fréttir Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Sjá meira
Simmons tók aðeins fjögur skot í leiknum og skýrasta dæmið um hversu ragur hann var kom þegar þrjár og hálf mínúta voru eftir. Simmons átti þá greiða leið upp að körfunni en í stað þess að skjóta sjálfur gaf hann boltann á Matisse Thybulle sem var í erfiðari stöðu. Brotið var á Thybulle sem setti annað af tveimur vítaskotunum niður. Eftir þetta skoraði Atlanta fimm stig í röð og komst sex stigum yfir, 93-87. „Ef ég á að vera hreinskilinn var snúningspunkturinn þegar við, ég veit ekki hvernig ég á að segja það, vorum með opið skot, settum niður eitt víti en klúðruðum hinu og þeir fóru upp og skoruðu,“ sagði Joel Embiid, miðherji Philadelphia, eftir leikinn. Umrætt atvik má sjá á mínútu 6:13 í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: NBA dagsins 21. júní Simmons gaf vissulega þrettán stoðsendingar í leiknum og spilaði góða vörn á Trae Young sem hitti aðeins úr fimm af 23 skotum sínum. En Ástralinn átti í miklum vandræðum í sókninni í einvíginu gegn Atlanta. Í fimm af sjö leikjum reyndi hann ekki skot í 4. leikhluta og gekk bölvanlega á vítalínunni. Simmons var með 33 prósent vítanýtingu gegn Atlanta og aðeins 34,2 prósent vítanýtingu í úrslitakeppninni. Enginn leikmaður sem hefur tekið að minnsta kosti sjötíu víti hefur verið með slakari vítanýtingu en Simmons í sögu úrslitakeppninnar. Doc Rivers, þjálfari Philadelphia, kom nánast með vantrauststillögu á Simmons þegar hann spurður að því hvort liðið gæti orðið meistari með hann sem sinn aðalleikstjórnanda. „Ég veit ekki svarið við því núna,“ sagði Rivers en Philadelphia hefur aldrei komist lengra en í undanúrslit Austurdeildarinnar með Simmons og Embiid sem sína aðalmenn. Embiid skoraði 31 stig og tók ellefu fráköst. Tobias Harris skoraði 24 stig en þurfti 24 skot til þess. Hann tók einnig fjórtán fráköst. Young skoraði 21 stig fyrir Atlanta og Kevin Huerter setti persónulegt met með því að skora 27 stig. Í spilaranum hér fyrir ofan má sjá brot úr leik Philadelphia og Atlanta sem og leik Phoenix Suns og Los Angeles Clippers, auk viðtala við Huerter og Devin Booker og flottustu tilþrifa leikjanna tveggja. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta dónalegt“ Handbolti Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Fleiri fréttir Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum