Bjartsýn á að atvinnuleysi minnki áfram Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 24. júní 2021 12:01 Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar, segir ferðaþjónustu og veitingageirann hafa tekið við sér á ný. Almannavarnir Atvinnuleysi dróst saman um 2,8% á milli mánaða og stendur í tæpum sex prósentum samkvæmt nýju mati Hagstofunnar. Forstjóri Vinnumálastofnunar telur víst að áfram muni draga úr atvinnuleysi í sumar. Þegar mest lét mældi Hagstofan atvinnuleysi í 9,9 prósentum í maí 2020, sem var sögulega hátt. Á meðal ungs fólks, 16-24 ára, dróst atvinnuleysisstigið saman um 13,7% á milli mánaða. Taka skal fram að téð atvinnuleysisstig ungs fólks er árstíðaleiðrétt, þannig að þar er um að ræða raunverulegar framfarir, sem eru ekki háðar því að sumarfrí frá skólum sé hafið. Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar, segir sömu stöðu blasa við þar á bæ þótt stofnunin mæli skráð atvinnuleysi en Hagstofan hringi út og geri könnun á stöðu fólks á vinnumarkaði. „Það er sama sagan hjá okkur hjá VMST að atvinnuleysi hefur minnkað hratt milli mánaða frá því í febrúar eða mars,“ segir Unnur. Margir þættir valdi minnkandi atvinnuleysi. Sá stærsti sé að kórónuveirufaraldurinn er á undanhaldi og ferðaþjónustan því að taka við sér á ný. „Við sjáum það bara á farþegum sem eru að koma og hvað allt er að glæðast í veitingaþjónustu, ferðageiranum og allt sem þeim tengist. Það er stærsti þátturinn. Svo hefur ríkisstjórnin líka komið myndarlega inn í þetta til að flýta fyrir viðspyrnu með því að auka heimildir til ráðningarstyrkja til fyrirtækjanna sem eru að fara af stað aftur.“ Þessar greinar standi einna helst undir vextinum. „Þetta eru greinarnar sem féllu alveg fyrir einu og hálfu ári og þær eru sem betur fer að taka við sér núna. Síðan er byggingageirinn líka mjög stór en hann datt ekki alveg niður eins og ferðageirinn,“ segir Unnur. Hún kveðst fullviss um að þessi þróun haldi áfram út sumarið og vonandi vel inn í haustið. Vinnumarkaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Sjá meira
Þegar mest lét mældi Hagstofan atvinnuleysi í 9,9 prósentum í maí 2020, sem var sögulega hátt. Á meðal ungs fólks, 16-24 ára, dróst atvinnuleysisstigið saman um 13,7% á milli mánaða. Taka skal fram að téð atvinnuleysisstig ungs fólks er árstíðaleiðrétt, þannig að þar er um að ræða raunverulegar framfarir, sem eru ekki háðar því að sumarfrí frá skólum sé hafið. Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar, segir sömu stöðu blasa við þar á bæ þótt stofnunin mæli skráð atvinnuleysi en Hagstofan hringi út og geri könnun á stöðu fólks á vinnumarkaði. „Það er sama sagan hjá okkur hjá VMST að atvinnuleysi hefur minnkað hratt milli mánaða frá því í febrúar eða mars,“ segir Unnur. Margir þættir valdi minnkandi atvinnuleysi. Sá stærsti sé að kórónuveirufaraldurinn er á undanhaldi og ferðaþjónustan því að taka við sér á ný. „Við sjáum það bara á farþegum sem eru að koma og hvað allt er að glæðast í veitingaþjónustu, ferðageiranum og allt sem þeim tengist. Það er stærsti þátturinn. Svo hefur ríkisstjórnin líka komið myndarlega inn í þetta til að flýta fyrir viðspyrnu með því að auka heimildir til ráðningarstyrkja til fyrirtækjanna sem eru að fara af stað aftur.“ Þessar greinar standi einna helst undir vextinum. „Þetta eru greinarnar sem féllu alveg fyrir einu og hálfu ári og þær eru sem betur fer að taka við sér núna. Síðan er byggingageirinn líka mjög stór en hann datt ekki alveg niður eins og ferðageirinn,“ segir Unnur. Hún kveðst fullviss um að þessi þróun haldi áfram út sumarið og vonandi vel inn í haustið.
Vinnumarkaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Sjá meira